Stuttur tími til stefnu fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 10:49 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Frumvarpinu hefur ekki verið dreift á Alþingi en frestur til að leggja fram mál á haustþingi rennur út á laugardaginn. Því er ljóst að stuttur tími er til stefnu ætli Lilja sér að ná frumvarpinu í gegn fyrir jólahlé. Frumvarpið er því sem stendur statt hjá þingflokkum stjórnarflokkanna samkvæmt upplýsingum fréttastofu.Rúv greindi frá því í gærkvöld að styrkir til einkarekinna fjölmiðla samkvæmt nýju fjölmiðlafrumvarpi verði samanlagt fjórðungi lægri en gert var ráð fyrir í fyrra frumvarpi sem var kynnt í byrjun árs. Þannig sé í nýju frumvarpi gert ráð fyrir að styrkir í formi endurgreiðslu af ákveðnum hluta rekstrarkostnaðar fjölmiðla verði 20% en ekki 25% eins og lagt var upp með í fyrra frumvarpi. Þá lækki hlutfall sérstaks stuðnings ríkisins vegna launakostnaðar úr 5,15% samkvæmt fyrra frumvarpi niður í 3% samkvæmt frétt Rúv. Áfram sé þó gert ráð fyrir að hámarksfjárhæð endurgreiðslna verði 50 milljónir á ári. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þó ennþá gert ráð fyrir sömu fjárheimildum vegna stuðnings við einkarekna fjölmiðla, líkt og kemur fram í fjárlögum næsta árs sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Samkvæmt frétt Rúv lækkar samanlagður kostnaður ríkisins vegna styrkja í fyrra frumvarpinu var úr 520 milljónum á fyrsta í 400 milljónir í nýju frumvarpi. Þá hafi verið bætt inn ákvæði um að endanlegt hlutfall sérstaks stuðnings ráðist af fjárframlögum á fjárlögum hverju sinni. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Frumvarpinu hefur ekki verið dreift á Alþingi en frestur til að leggja fram mál á haustþingi rennur út á laugardaginn. Því er ljóst að stuttur tími er til stefnu ætli Lilja sér að ná frumvarpinu í gegn fyrir jólahlé. Frumvarpið er því sem stendur statt hjá þingflokkum stjórnarflokkanna samkvæmt upplýsingum fréttastofu.Rúv greindi frá því í gærkvöld að styrkir til einkarekinna fjölmiðla samkvæmt nýju fjölmiðlafrumvarpi verði samanlagt fjórðungi lægri en gert var ráð fyrir í fyrra frumvarpi sem var kynnt í byrjun árs. Þannig sé í nýju frumvarpi gert ráð fyrir að styrkir í formi endurgreiðslu af ákveðnum hluta rekstrarkostnaðar fjölmiðla verði 20% en ekki 25% eins og lagt var upp með í fyrra frumvarpi. Þá lækki hlutfall sérstaks stuðnings ríkisins vegna launakostnaðar úr 5,15% samkvæmt fyrra frumvarpi niður í 3% samkvæmt frétt Rúv. Áfram sé þó gert ráð fyrir að hámarksfjárhæð endurgreiðslna verði 50 milljónir á ári. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þó ennþá gert ráð fyrir sömu fjárheimildum vegna stuðnings við einkarekna fjölmiðla, líkt og kemur fram í fjárlögum næsta árs sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Samkvæmt frétt Rúv lækkar samanlagður kostnaður ríkisins vegna styrkja í fyrra frumvarpinu var úr 520 milljónum á fyrsta í 400 milljónir í nýju frumvarpi. Þá hafi verið bætt inn ákvæði um að endanlegt hlutfall sérstaks stuðnings ráðist af fjárframlögum á fjárlögum hverju sinni.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira