Stjórnarmeirihlutinn fellur niður í þrjá þingmenn Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2019 21:00 Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði í dag. stöð 2 Stjórnarþingmönnum fækkaði um einn í dag þegar Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hann segir æ meira hafa skilið á mill hans og annarra þingmanna flokksins að undanförnu og ætlar að starfa utan flokka. Andrés Ingi tilkynnti félögum sínum í þingflokki Vinstri grænna úrsögn sína úr flokknum í dag. Fyrir ákvörðun hans höfðu stjórnarflokkarnir þrír 35 þingmenn af sextíu og þremur á móti 28 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Eftir útgöngu Andrésar Inga minkar stjórnarmeirihlutinn í þrjá þingmenn, því þrjátíu og tvo þarf til að mynda minnsta meirihluta á Alþingi.Á myndinni sést fjöldi þeirra sem eru í meirihluta og stjórnarandstöðunnar.Þegar stjórnarsamstarfið var samþykkt á flokksráðsfundi Vinstri grænna í lok nóvember 2017 studdu hvorki Rósa Björk Brynjólfsdóttir né Andrés Ingi samstarfið við hina flokkana.Er þér þá búið að líða illa í þessu stjórnarsamstarfi allan tímann?„Misvel. Við höfum alveg átt góðar stundir og slæmar en allt of oft hefur verið ágreiningur þar sem ekki þyrfti að vera,“ segir Andrés Ingi og vísar þar til stöðunnar innan þingflokksins. Ekkert eitt mál á síðustu vikum hafi fyllt mælinn.Nú eru stjórnarflokkar aðeins með tveggja manna meirihluta en 32 þingmenn þarf til að hafa meirihluta á þingi.„Samskiptin hafa verið stirð á köflum. Svo finnur maður að það er alltaf verið að toga málamiðlun ríkisstjórnarinnar lengra í áttina frá því sem Vinstri græn standa fyrir.“Þannig að þér finnst með öðrum orðum að stefna Vinstri grænna sé að lúta í lægra haldi innan stjórnarsamstarfsins?„Það er náttúrlega það sem ég hafði áhyggjur af upphaflega þegar stjórnarsáttmálinn var samþykktur og mér þótti ekki vera nóg af skýrum stórmálum sem Vinstri græn hefðu náð í gegn,“ segir Andrés Ingi. Hann hafi greint Rósu Björk frá ákvörðun sinni en hún er í viku leyfi frá þingstörfum og fréttastofa ekki náð tali af henni í dag. Andrés Ingi segir að þótt ráðherrar flokksins hafi komið ýmsum góðum málum áleiðis hafi ráðherrar annarra flokka skilað öðrum verri fyrir stefnu flokksins. Nefnir hann frumvarp um útlendinga í vor sem þrengt hefði rétt hælisleitenda. „Mér sveið að það fengi framgang sem stjórnarmál þótt við höfum sem betur fer ekki þurft að klára það á þeim þingvetri.“ Ágreiningur um framlög til rannsókna á samherjamálinu hafi ekki ráðið úrslitum. „Þótt að þessi stemming í kringum samherjamálin rifji aðeins upp fyrir manni úr hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn er að koma,“ segir Andrés Ingi Jónsson. Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05 Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína síðdegis. 27. nóvember 2019 17:00 Andrés Ingi sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag. 27. nóvember 2019 18:16 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Stjórnarþingmönnum fækkaði um einn í dag þegar Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hann segir æ meira hafa skilið á mill hans og annarra þingmanna flokksins að undanförnu og ætlar að starfa utan flokka. Andrés Ingi tilkynnti félögum sínum í þingflokki Vinstri grænna úrsögn sína úr flokknum í dag. Fyrir ákvörðun hans höfðu stjórnarflokkarnir þrír 35 þingmenn af sextíu og þremur á móti 28 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Eftir útgöngu Andrésar Inga minkar stjórnarmeirihlutinn í þrjá þingmenn, því þrjátíu og tvo þarf til að mynda minnsta meirihluta á Alþingi.Á myndinni sést fjöldi þeirra sem eru í meirihluta og stjórnarandstöðunnar.Þegar stjórnarsamstarfið var samþykkt á flokksráðsfundi Vinstri grænna í lok nóvember 2017 studdu hvorki Rósa Björk Brynjólfsdóttir né Andrés Ingi samstarfið við hina flokkana.Er þér þá búið að líða illa í þessu stjórnarsamstarfi allan tímann?„Misvel. Við höfum alveg átt góðar stundir og slæmar en allt of oft hefur verið ágreiningur þar sem ekki þyrfti að vera,“ segir Andrés Ingi og vísar þar til stöðunnar innan þingflokksins. Ekkert eitt mál á síðustu vikum hafi fyllt mælinn.Nú eru stjórnarflokkar aðeins með tveggja manna meirihluta en 32 þingmenn þarf til að hafa meirihluta á þingi.„Samskiptin hafa verið stirð á köflum. Svo finnur maður að það er alltaf verið að toga málamiðlun ríkisstjórnarinnar lengra í áttina frá því sem Vinstri græn standa fyrir.“Þannig að þér finnst með öðrum orðum að stefna Vinstri grænna sé að lúta í lægra haldi innan stjórnarsamstarfsins?„Það er náttúrlega það sem ég hafði áhyggjur af upphaflega þegar stjórnarsáttmálinn var samþykktur og mér þótti ekki vera nóg af skýrum stórmálum sem Vinstri græn hefðu náð í gegn,“ segir Andrés Ingi. Hann hafi greint Rósu Björk frá ákvörðun sinni en hún er í viku leyfi frá þingstörfum og fréttastofa ekki náð tali af henni í dag. Andrés Ingi segir að þótt ráðherrar flokksins hafi komið ýmsum góðum málum áleiðis hafi ráðherrar annarra flokka skilað öðrum verri fyrir stefnu flokksins. Nefnir hann frumvarp um útlendinga í vor sem þrengt hefði rétt hælisleitenda. „Mér sveið að það fengi framgang sem stjórnarmál þótt við höfum sem betur fer ekki þurft að klára það á þeim þingvetri.“ Ágreiningur um framlög til rannsókna á samherjamálinu hafi ekki ráðið úrslitum. „Þótt að þessi stemming í kringum samherjamálin rifji aðeins upp fyrir manni úr hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn er að koma,“ segir Andrés Ingi Jónsson.
Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05 Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína síðdegis. 27. nóvember 2019 17:00 Andrés Ingi sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag. 27. nóvember 2019 18:16 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05
Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína síðdegis. 27. nóvember 2019 17:00
Andrés Ingi sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag. 27. nóvember 2019 18:16