Raunverulegar leiðir að eldsneytissparnaði Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. nóvember 2019 14:00 Eldsneytissparnaður kemur sér vel fyrir veskið og umhverfið. Vísir/Getty Margar greinar eru til um hvernig spara skuli eldsneyti, flestar þeirra leggja til að fólk kaupi sparneytnari bíl eða létti sinn bíl. Slíkar uppástungur eru oft ekkert sérstaklega hjálplegar. Jason Fenske, hjá Engineering Explained hefur sett saman myndband sem lýsir raunverulegum og raunhæfum leiðum til eldsneytissparnaðar, sama hvaða bíl um ræðir. Aðferðirnar sem Fenske mælir fyrir snúa meira að aksturslagi en bíltegund. Hann leggur mikla áherslu á að nýta þá vélahemlun sem kemur þegar bíll er látinn hægja á sér í gír. Slíkt notar ekki neitt eldsneyti og sparar bremsubúnað í ofanálag. Fyrsta ráðið er að hægja rólega á bílnum þegar ökumaður nálgast umferðaljós. Næsta ráð snýr að því að aka örlítið hægar að jafnaði vegna þess að aflið og orkan sem þarf til að aka ögn hraðar eykst ekki línulega heldur á veldisvísi. Þriðja ráðið snýr að vélhemlun. Fjórða ráðið fjallar um hvernig eigi að tækla akstur í hæðóttu landslagi. Fimmta ráðið fjallar um gírskiptingar. Bensín og olía Bílar Umhverfismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent
Margar greinar eru til um hvernig spara skuli eldsneyti, flestar þeirra leggja til að fólk kaupi sparneytnari bíl eða létti sinn bíl. Slíkar uppástungur eru oft ekkert sérstaklega hjálplegar. Jason Fenske, hjá Engineering Explained hefur sett saman myndband sem lýsir raunverulegum og raunhæfum leiðum til eldsneytissparnaðar, sama hvaða bíl um ræðir. Aðferðirnar sem Fenske mælir fyrir snúa meira að aksturslagi en bíltegund. Hann leggur mikla áherslu á að nýta þá vélahemlun sem kemur þegar bíll er látinn hægja á sér í gír. Slíkt notar ekki neitt eldsneyti og sparar bremsubúnað í ofanálag. Fyrsta ráðið er að hægja rólega á bílnum þegar ökumaður nálgast umferðaljós. Næsta ráð snýr að því að aka örlítið hægar að jafnaði vegna þess að aflið og orkan sem þarf til að aka ögn hraðar eykst ekki línulega heldur á veldisvísi. Þriðja ráðið snýr að vélhemlun. Fjórða ráðið fjallar um hvernig eigi að tækla akstur í hæðóttu landslagi. Fimmta ráðið fjallar um gírskiptingar.
Bensín og olía Bílar Umhverfismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent