„Besta leiðin til þess að minnka mengun er að leggja bílnum“ Sylvía Hall skrifar 26. nóvember 2019 21:47 Líf segir Reykjavíkurborg vilja nýta sér heimildir í nýjum umferðarlögum þar sem sveitarfélögum er heimilt að takmarka eða banna bílaumferð á dögum þar sem mengun fer yfir heilsufarsmörk. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir, formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur, segir óviðunandi að Reykjavíkurborg lendi í því að fara yfir heilsuverndarmörk í loftgæðum. Borgaryfirvöld vilji nýta sér heimildir í nýjum umferðarlögum sem heimila sveitastjórnum að takmarka eða banna umferð um stundarsakir þegar mengun er yfir heilsufarsmörkum eða hætta er á að svo verði. Hingað til hafa borgaryfirvöld aðeins getað beint tilmælum til fólks að varast það að fara út þegar loftgæði eru slæm, þá sérstaklega fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma eða heilsubrest. Þá séu fjölmörg dæmi um það að leikskólar geti ekki sent börn út í útiveru vegna þess að loftgæði eru slæm. „Mér finnst það galið að við séum að menga andrúmsloftið þannig að fólk getur ekki verið úti og notið þessa stilltu og fallegu daga,“ sagði Líf í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir vandamálið þó ekki bundið við Reykjavíkurborg þar sem fólk ferðist jafnt og þétt um höfuðborgarsvæðið alla daga. Hún hafi því sett á fót starfshóp sem muni vinna að því að kanna hvernig hægt sé að nýta umrædda heimild í lögum og fækka mengunardögum og verður sú vinna unnin í samráði við lykilaðila á borð við Vegagerðina, lögreglu, umhverfisstofnun og Strætó. „Við þurfum að ná öllum þessum aðilum saman svo við getum samræmt verklag og aðgerðir.“Líf segir vandamálið ekki einskorðast við Reykjavík þar sem íbúar höfuðborgarsvæðisins ferðist á milli bæjarfélaga alla daga. Vísir/VilhelmMikilvægt að líta til orkuskipta í almenningssamgöngum Tveir mælar mæla loftgæði í Reykjavík, annar á Grensásvegi og hinn í Húsdýragarðinum. Jafnframt á Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar tvö færanlega mæla sem mæla loftgæði á hverjum tíma. Aðspurð hvort það valdi skekkju að annar mælirinn, sá sem stendur við Grensásveg, sé ómarktækur sökum mikils umferðarþunga á því svæði segir Líf svo ekki vera. „Mælirinn í Húsdýragarðinum er þá nokkurskonar núllstaða við þann mæli til þess að þá meta loftgæðin því við viljum líka mæla mengun á þeim stöðum þar sem bílar keyra ótt og títt, eins og við Miklubrautina eða Hringbraut eða Kringlumýrabrautina.“ Í svari við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, kom fram að hver kílómetra sem ekinn er á þyngri bílum er á við mörg þúsund ekinna kílómetra með fólksbíl með tilliti til álags á vegi. Þannig slíti og mengar einn strætisvagn á við 7.500 fólksbíla. Líf segir þó almenningssamgöngur alltaf vera vistvænni kost umfram einkabílinn þó það þurfi að líta til orkuskipta í þeim efnum. Almenningsvagnar þurfi að vera umhverfisvænir og borgarlínan muni koma þar sterk inn. „Þetta er allt stóra myndin en núna þurfum við að horfast í augu við það að andrúmsloftið okkar er mengað og besta leiðin til þess að minnka þá mengun er að leggja bílnum.“Viðtalið við Líf má heyra í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11 Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Sjá meira
Líf Magneudóttir, formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur, segir óviðunandi að Reykjavíkurborg lendi í því að fara yfir heilsuverndarmörk í loftgæðum. Borgaryfirvöld vilji nýta sér heimildir í nýjum umferðarlögum sem heimila sveitastjórnum að takmarka eða banna umferð um stundarsakir þegar mengun er yfir heilsufarsmörkum eða hætta er á að svo verði. Hingað til hafa borgaryfirvöld aðeins getað beint tilmælum til fólks að varast það að fara út þegar loftgæði eru slæm, þá sérstaklega fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma eða heilsubrest. Þá séu fjölmörg dæmi um það að leikskólar geti ekki sent börn út í útiveru vegna þess að loftgæði eru slæm. „Mér finnst það galið að við séum að menga andrúmsloftið þannig að fólk getur ekki verið úti og notið þessa stilltu og fallegu daga,“ sagði Líf í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir vandamálið þó ekki bundið við Reykjavíkurborg þar sem fólk ferðist jafnt og þétt um höfuðborgarsvæðið alla daga. Hún hafi því sett á fót starfshóp sem muni vinna að því að kanna hvernig hægt sé að nýta umrædda heimild í lögum og fækka mengunardögum og verður sú vinna unnin í samráði við lykilaðila á borð við Vegagerðina, lögreglu, umhverfisstofnun og Strætó. „Við þurfum að ná öllum þessum aðilum saman svo við getum samræmt verklag og aðgerðir.“Líf segir vandamálið ekki einskorðast við Reykjavík þar sem íbúar höfuðborgarsvæðisins ferðist á milli bæjarfélaga alla daga. Vísir/VilhelmMikilvægt að líta til orkuskipta í almenningssamgöngum Tveir mælar mæla loftgæði í Reykjavík, annar á Grensásvegi og hinn í Húsdýragarðinum. Jafnframt á Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar tvö færanlega mæla sem mæla loftgæði á hverjum tíma. Aðspurð hvort það valdi skekkju að annar mælirinn, sá sem stendur við Grensásveg, sé ómarktækur sökum mikils umferðarþunga á því svæði segir Líf svo ekki vera. „Mælirinn í Húsdýragarðinum er þá nokkurskonar núllstaða við þann mæli til þess að þá meta loftgæðin því við viljum líka mæla mengun á þeim stöðum þar sem bílar keyra ótt og títt, eins og við Miklubrautina eða Hringbraut eða Kringlumýrabrautina.“ Í svari við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, kom fram að hver kílómetra sem ekinn er á þyngri bílum er á við mörg þúsund ekinna kílómetra með fólksbíl með tilliti til álags á vegi. Þannig slíti og mengar einn strætisvagn á við 7.500 fólksbíla. Líf segir þó almenningssamgöngur alltaf vera vistvænni kost umfram einkabílinn þó það þurfi að líta til orkuskipta í þeim efnum. Almenningsvagnar þurfi að vera umhverfisvænir og borgarlínan muni koma þar sterk inn. „Þetta er allt stóra myndin en núna þurfum við að horfast í augu við það að andrúmsloftið okkar er mengað og besta leiðin til þess að minnka þá mengun er að leggja bílnum.“Viðtalið við Líf má heyra í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11 Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Sjá meira
Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11
Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24