Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 19:33 Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. Skýrslan er komin til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður gerð opinber fljótlega samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur sjálf ákveðið að ráðast í frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að þessi skýrsla ráðuneytisins breyti engu um þá athugun. „Við erum nýbúin að fá skýrslu frá dómsmálaráðuneytinu, töluvert á eftir áætlun reyndar,“ segir Þórhildur Sunna, „um hvað varð þess valdandi, að mati ráðuneytisins, varð til þess að Ísland lenti á þessum lista.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því að loknum fundi hennar og Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra með stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í lok október að ráðherrarnir hygðust láta gera skýrslu „um heildarmyndina, hvað stjórnkerfið okkar hefur gert og lagt á sig síðustu misseri til að vera með þessi mál í lagi.“ Þórhildur Sunna gerir ráð fyrir að skýrslan verði til umfjöllunar og næst skref ákveðin á fundi nefndarinnar á morgun eða á mánudaginn. „Hvaða gögnum við viljum kalla eftir, hvaða gesti við viljum fá og svo framvegis. Þannig að þetta heldur áfram og við höfum nokkra nefndadaga líka til góða fyrir áramót til þess að vinna í þessu máli þannig að það mjakast,“ segir Þórhildur Sunna.En er eitthvað við fyrstu sýn sem vekur athygli í skýrslunni? „Mér finnst kannski að það mætti koma skýrari tímalína og það ætti að vera augljósara hvort að það sé einhver ábyrgðarkeðja sem hafi farið úrskeiðis,“ svarar Þórhildur Sunna, með þeim fyrirvara að hún eigi eftir að kynna sér skýrsluna betur. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. Skýrslan er komin til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður gerð opinber fljótlega samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur sjálf ákveðið að ráðast í frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að þessi skýrsla ráðuneytisins breyti engu um þá athugun. „Við erum nýbúin að fá skýrslu frá dómsmálaráðuneytinu, töluvert á eftir áætlun reyndar,“ segir Þórhildur Sunna, „um hvað varð þess valdandi, að mati ráðuneytisins, varð til þess að Ísland lenti á þessum lista.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því að loknum fundi hennar og Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra með stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í lok október að ráðherrarnir hygðust láta gera skýrslu „um heildarmyndina, hvað stjórnkerfið okkar hefur gert og lagt á sig síðustu misseri til að vera með þessi mál í lagi.“ Þórhildur Sunna gerir ráð fyrir að skýrslan verði til umfjöllunar og næst skref ákveðin á fundi nefndarinnar á morgun eða á mánudaginn. „Hvaða gögnum við viljum kalla eftir, hvaða gesti við viljum fá og svo framvegis. Þannig að þetta heldur áfram og við höfum nokkra nefndadaga líka til góða fyrir áramót til þess að vinna í þessu máli þannig að það mjakast,“ segir Þórhildur Sunna.En er eitthvað við fyrstu sýn sem vekur athygli í skýrslunni? „Mér finnst kannski að það mætti koma skýrari tímalína og það ætti að vera augljósara hvort að það sé einhver ábyrgðarkeðja sem hafi farið úrskeiðis,“ svarar Þórhildur Sunna, með þeim fyrirvara að hún eigi eftir að kynna sér skýrsluna betur.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira