Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Andri Eysteinsson og Sylvía Hall skrifa 26. nóvember 2019 18:10 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Vilhelm Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. Blaðamannafélag Íslands og Samtök Atvinnulífsins höfðu undirritað samninginn síðasta föstudag, 22. nóvember. Greidd voru atkvæði um samninginn í dag, 26. nóvember en 380 voru á kjörskrá. Kjörsókn var 38,7% en 147 greiddu atkvæði um samninginn. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru á þá leið að Já sögðu 36 eða 24,5%, Nei sögðu 105 eða 71,4% og auðir seðlar voru 6 eða 4,1%.Vísir/VilhelmSegir blaðamenn senda skýr skilaboð „Þetta kemur mér ekki á óvart. Þetta hefur algjörlega legið fyrir og þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem blaðamenn senda mjög skýr skilaboð til sinna atvinnurekenda að þeir vilji hófsamar breytingar á þeirra kjöri sem henta stéttinni,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. „Ég vona að þetta verði til þess að það verði hlustað á okkur og við getum sest að samningaborðinu og náð hóflegum samningum.“ Hann segir ljóst að mikil samstaða sé á meðal blaðamanna og niðurstöðurnar sýni það svart á hvítu. Kjörsókn hafi verið um 40% og um 95% þátttaka hjá þeim miðlum sem hafi verið í „átökum“. Samstaðan sé sterk þó svo að samningaviðræður hafi gengið erfiðlega. „Það þarf enginn að efast um það að það er gríðarleg samstaða á meðal blaðamanna og mikið gleðiefni, enda vita þeir að á þeim brennur eldurinn,“ segir Hjálmar. Ríkissáttasemjari hefur gefið það út að boðað verði til fundar og á Hjálmar von á því að það verði strax á morgun eða á fimmtudag. Að óbreyttu standa þær vinnustöðvanir sem frestað var í síðustu viku og verður því verkfall á netmiðlum næstkomandi föstudag og á prentmiðlum á fimmtudag í næstu viku ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma.Niðurstöðurnar vonbrigði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir niðurstöður atkvæðagreiðslunnar vera vonbrigði, staðan sem upp sé komin sé orðin alvarleg. Halldór Benjamín segir að 97% fólks á almennum vinnumarkaði hafi samið undir merkjum lífskjarasamningsins, samningsins sem blaðmenn höfnuðu í dag. Halldór segir einnig að lítil kjörsókn hafi komið honum á óvart en miðað við umræðuna hafi mátt búast við þeirri niðurstöðu sem varð. Halldór segir að nú sé boltinn hjá Blaðamannafélagi Íslands og væntir hann útspils frá BÍ á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. Blaðamenn Vísis eru flestir félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður "Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins. 23. nóvember 2019 14:19 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. Blaðamannafélag Íslands og Samtök Atvinnulífsins höfðu undirritað samninginn síðasta föstudag, 22. nóvember. Greidd voru atkvæði um samninginn í dag, 26. nóvember en 380 voru á kjörskrá. Kjörsókn var 38,7% en 147 greiddu atkvæði um samninginn. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru á þá leið að Já sögðu 36 eða 24,5%, Nei sögðu 105 eða 71,4% og auðir seðlar voru 6 eða 4,1%.Vísir/VilhelmSegir blaðamenn senda skýr skilaboð „Þetta kemur mér ekki á óvart. Þetta hefur algjörlega legið fyrir og þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem blaðamenn senda mjög skýr skilaboð til sinna atvinnurekenda að þeir vilji hófsamar breytingar á þeirra kjöri sem henta stéttinni,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. „Ég vona að þetta verði til þess að það verði hlustað á okkur og við getum sest að samningaborðinu og náð hóflegum samningum.“ Hann segir ljóst að mikil samstaða sé á meðal blaðamanna og niðurstöðurnar sýni það svart á hvítu. Kjörsókn hafi verið um 40% og um 95% þátttaka hjá þeim miðlum sem hafi verið í „átökum“. Samstaðan sé sterk þó svo að samningaviðræður hafi gengið erfiðlega. „Það þarf enginn að efast um það að það er gríðarleg samstaða á meðal blaðamanna og mikið gleðiefni, enda vita þeir að á þeim brennur eldurinn,“ segir Hjálmar. Ríkissáttasemjari hefur gefið það út að boðað verði til fundar og á Hjálmar von á því að það verði strax á morgun eða á fimmtudag. Að óbreyttu standa þær vinnustöðvanir sem frestað var í síðustu viku og verður því verkfall á netmiðlum næstkomandi föstudag og á prentmiðlum á fimmtudag í næstu viku ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma.Niðurstöðurnar vonbrigði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir niðurstöður atkvæðagreiðslunnar vera vonbrigði, staðan sem upp sé komin sé orðin alvarleg. Halldór Benjamín segir að 97% fólks á almennum vinnumarkaði hafi samið undir merkjum lífskjarasamningsins, samningsins sem blaðmenn höfnuðu í dag. Halldór segir einnig að lítil kjörsókn hafi komið honum á óvart en miðað við umræðuna hafi mátt búast við þeirri niðurstöðu sem varð. Halldór segir að nú sé boltinn hjá Blaðamannafélagi Íslands og væntir hann útspils frá BÍ á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. Blaðamenn Vísis eru flestir félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður "Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins. 23. nóvember 2019 14:19 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður "Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins. 23. nóvember 2019 14:19
Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46
Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56