Sagt upp eftir sjónvarpsumræður um Samherjamálið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2019 09:27 Namibíumenn ganga til kosninga í dag. AP/Sonja Smith Fréttamaður sem starfaði í lausamennsku fyrir namibísku fréttaveituna Nampa missti vinnuna um eftir að hann tók þátt í umræðum um Samherjamálið í spjallþætti á namibískri sjónvarpsstöð á sunnudaginn. Yfirmenn hans segja að þátttaka hans í þættinum hafi skaðað orðspor fréttaveitunnar.Frá þessu er greint á vef Namibian en þar kemur fram að það hafi komið fréttamanninum, Vito Angula, á óvart að fá uppsagnarbréf eftir að hafa tekið þátt í umræðum um Samherjamálið í sjónvarpsþættinum. Hann sé reglulegur gestur í þáttum sjónvarpsstöðvarinnar One Africa.Það sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á yfirmönnum hans hjá Nampa eru ummæli hans um tengsl stjórnmálamanna við hákarlana svokölluðu í Samherjamálinu.„Ég reyndi að vera málefnalegur og eitt af því sem ég sagði var að þetta væri spilling. Þetta liti út eins og hagsmunaárekstur miðað við nálægð þeirra við forsetann,“ er haft eftir Angula á vef Namibian.Ósáttir við þátttöku í „mjög umdeildum“ umræðum Í frétt Namibian er vitnað í uppsagnarbréf sem Angula fékk í hendurnar eftir þátttökuna í þættinum. Þar segir að brottrekstrarsökin sé sú að Angula hafi skaðað orðspor fréttaveitunnar og mögulega komið óorði á ritstjórnarstefnu fréttaveiturinnar með því að taka þátt í „mjög umdeildum“ umræðum í sjónvarpi um Samherjamálið.Sjá einnig: Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysisÞannig hafi þátttaka hans verið án leyfis ritstjóra og framkvæmdastjóra fréttaveitunnar sem sé eitthvað sem ítarlega hafi verið rætt um þegar ráðningarsamningur Angula tók gildi. Þá hafi Angula verið ítrekað varaður við því að taka þátt í opinberum umræðum á borð við þær sem voru til tals í sjónvarpsþættinum.Kosningar fara fram í Namibíu í dag.AP/Sonja Smith.Í frétt Namibian segir að Angula sé í viðræðum við lögmann um að áfrýja brottrekstrinum. Hann setji spurningarmerki við hvað hafi leitt til brottrekstrar hans.Forseta- og þingkosningar fara fram í Namibíu í dag. Búist er við spennandi forsetakosningum og líklegt er talið að mjótt verði á munum á milli Hage Geingob, forseti Namibíu og Panduleni Itula, sem býður sig fram sem óháður frambjóðandi. Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysis Talið er líklegt að framboð tannlæknisins Panduleni Itula til forseta Namibíu muni velgja sitjandi forseta og SWAPO-stjórnmálaflokki hans verulega undir uggum í forseta- og þingkosningunum sem framundan eru í ríkinu. 24. nóvember 2019 21:00 Lögregla leitar Sacky Shanghala og tveggja annarra „hákarla“ Yfirvöld í Namibíu leita nú þriggja manna í tengslum við rannsókn sína á spillingu, mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik í landinu. 24. nóvember 2019 14:57 Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. 23. nóvember 2019 21:28 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fréttamaður sem starfaði í lausamennsku fyrir namibísku fréttaveituna Nampa missti vinnuna um eftir að hann tók þátt í umræðum um Samherjamálið í spjallþætti á namibískri sjónvarpsstöð á sunnudaginn. Yfirmenn hans segja að þátttaka hans í þættinum hafi skaðað orðspor fréttaveitunnar.Frá þessu er greint á vef Namibian en þar kemur fram að það hafi komið fréttamanninum, Vito Angula, á óvart að fá uppsagnarbréf eftir að hafa tekið þátt í umræðum um Samherjamálið í sjónvarpsþættinum. Hann sé reglulegur gestur í þáttum sjónvarpsstöðvarinnar One Africa.Það sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á yfirmönnum hans hjá Nampa eru ummæli hans um tengsl stjórnmálamanna við hákarlana svokölluðu í Samherjamálinu.„Ég reyndi að vera málefnalegur og eitt af því sem ég sagði var að þetta væri spilling. Þetta liti út eins og hagsmunaárekstur miðað við nálægð þeirra við forsetann,“ er haft eftir Angula á vef Namibian.Ósáttir við þátttöku í „mjög umdeildum“ umræðum Í frétt Namibian er vitnað í uppsagnarbréf sem Angula fékk í hendurnar eftir þátttökuna í þættinum. Þar segir að brottrekstrarsökin sé sú að Angula hafi skaðað orðspor fréttaveitunnar og mögulega komið óorði á ritstjórnarstefnu fréttaveiturinnar með því að taka þátt í „mjög umdeildum“ umræðum í sjónvarpi um Samherjamálið.Sjá einnig: Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysisÞannig hafi þátttaka hans verið án leyfis ritstjóra og framkvæmdastjóra fréttaveitunnar sem sé eitthvað sem ítarlega hafi verið rætt um þegar ráðningarsamningur Angula tók gildi. Þá hafi Angula verið ítrekað varaður við því að taka þátt í opinberum umræðum á borð við þær sem voru til tals í sjónvarpsþættinum.Kosningar fara fram í Namibíu í dag.AP/Sonja Smith.Í frétt Namibian segir að Angula sé í viðræðum við lögmann um að áfrýja brottrekstrinum. Hann setji spurningarmerki við hvað hafi leitt til brottrekstrar hans.Forseta- og þingkosningar fara fram í Namibíu í dag. Búist er við spennandi forsetakosningum og líklegt er talið að mjótt verði á munum á milli Hage Geingob, forseti Namibíu og Panduleni Itula, sem býður sig fram sem óháður frambjóðandi.
Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysis Talið er líklegt að framboð tannlæknisins Panduleni Itula til forseta Namibíu muni velgja sitjandi forseta og SWAPO-stjórnmálaflokki hans verulega undir uggum í forseta- og þingkosningunum sem framundan eru í ríkinu. 24. nóvember 2019 21:00 Lögregla leitar Sacky Shanghala og tveggja annarra „hákarla“ Yfirvöld í Namibíu leita nú þriggja manna í tengslum við rannsókn sína á spillingu, mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik í landinu. 24. nóvember 2019 14:57 Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. 23. nóvember 2019 21:28 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysis Talið er líklegt að framboð tannlæknisins Panduleni Itula til forseta Namibíu muni velgja sitjandi forseta og SWAPO-stjórnmálaflokki hans verulega undir uggum í forseta- og þingkosningunum sem framundan eru í ríkinu. 24. nóvember 2019 21:00
Lögregla leitar Sacky Shanghala og tveggja annarra „hákarla“ Yfirvöld í Namibíu leita nú þriggja manna í tengslum við rannsókn sína á spillingu, mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik í landinu. 24. nóvember 2019 14:57
Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. 23. nóvember 2019 21:28