Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að þremur erlendum mönnum í tengslum við fólskulega árás á þrjá dyraverði. Árásin átti sér stað á skemmtistaðnum Sólon 20 mínútur yfir eitt í gærnótt.
Guðmundur Páll Jónsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir leitina þrengjast og að ekki sé um ferðamenn að ræða. „Þetta mjakast áfram. Við gerum allt til að finna þessa náunga,“ segir hann.
Tveir dyravarðanna voru flutti á bráðamóttöku Landspítala eftir árásina, annar eftir spörk í höfuðið og hinn eftir að hafa fengið glas í höfuðið. Sá þriðji hlaut minniháttar mar og kúlu.
