Brýnast að auka vegaöryggi á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. nóvember 2019 12:45 Sæmundur segir að brýnustu samgöngumálin á Suðurlandi séu að auka vegaöryggi og það sé gert með því að styrkja löggæsluna. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Brýnustu málin, sem lúta að samgöngum á Suðurlandi er að auka vegaöryggi með því að styrkja löggæslu á svæðinu og að styrkja viðbragðsaðilana, sem sinna útköllum á vegunum ef eitthvað gerist. Þetta er niðurstaða samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa verið með samgöngunefnd starfandi, sem skilaði skýrslu af sér á ársþingi samtakanna, sem fór nýlega fram á Hótel Geysi. Nefndin hafði það hlutverk að rýna í það sem betur mætti fara í samgöngumálum á Suðurlandi og að fara yfir það sem er vel gert. Sæmundur Helgason, sveitarstjórnarmaður á Hornafirði var formaður nefndarinnar. Hver eru brýnustu málin þegar samgöngur eru annars vegar að hans mati og nefndarinnar? „Brýnustu málin eru að auka vegaöryggi og það gerum við með því að styrkja löggæsluna, styrkja almannavarnir og viðbragðsaðilana, sem sinna þessum málaflokki“, segir Sæmundur um leið og hann bætir því við að löggæsla sé mjög góð í dag en að það hafi sýnt sig að með því að bæta hana þá er hægt að ná góðum árangri, sérstaklega varðandi umferðarhraða og slysatíðni. „Það hefur sýnt sig að efling þessara þátta hefur áhrif til góðs“, segir hann.Sæmundur Helgason, formaður samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sæmundur segir að einbreiðar brýr á Suðurlandi séu sérstakt viðfangsefni sem þarf að taka á í samgöngumálum, þeim þurfi að útrýma enda stórhættulegar. „Eins og staðan er núna á þjóðvegi eitt þá eru þær tuttugu og ein talsins, þar að segja frá Reykjavík austur í Hvalnesskriður og fleiri eftir því sem austar dregur, en tuttugu og ein eins og staðan er núna“. Sæmundur segist ánægður með störf samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélagi. „Já, ég er ánægður með nefndastörfin, sem gengu vel. Við fengum góða gesti á fundi nefndarinnar, sem voru með góðar ábendingar og vonandi getum við fari áfram veginn með öllu, sem við erum að ýta á og pota í til þess að fá fjármagn og fá betrum bætur öllum til heilla“. Lögreglan Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Brýnustu málin, sem lúta að samgöngum á Suðurlandi er að auka vegaöryggi með því að styrkja löggæslu á svæðinu og að styrkja viðbragðsaðilana, sem sinna útköllum á vegunum ef eitthvað gerist. Þetta er niðurstaða samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa verið með samgöngunefnd starfandi, sem skilaði skýrslu af sér á ársþingi samtakanna, sem fór nýlega fram á Hótel Geysi. Nefndin hafði það hlutverk að rýna í það sem betur mætti fara í samgöngumálum á Suðurlandi og að fara yfir það sem er vel gert. Sæmundur Helgason, sveitarstjórnarmaður á Hornafirði var formaður nefndarinnar. Hver eru brýnustu málin þegar samgöngur eru annars vegar að hans mati og nefndarinnar? „Brýnustu málin eru að auka vegaöryggi og það gerum við með því að styrkja löggæsluna, styrkja almannavarnir og viðbragðsaðilana, sem sinna þessum málaflokki“, segir Sæmundur um leið og hann bætir því við að löggæsla sé mjög góð í dag en að það hafi sýnt sig að með því að bæta hana þá er hægt að ná góðum árangri, sérstaklega varðandi umferðarhraða og slysatíðni. „Það hefur sýnt sig að efling þessara þátta hefur áhrif til góðs“, segir hann.Sæmundur Helgason, formaður samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sæmundur segir að einbreiðar brýr á Suðurlandi séu sérstakt viðfangsefni sem þarf að taka á í samgöngumálum, þeim þurfi að útrýma enda stórhættulegar. „Eins og staðan er núna á þjóðvegi eitt þá eru þær tuttugu og ein talsins, þar að segja frá Reykjavík austur í Hvalnesskriður og fleiri eftir því sem austar dregur, en tuttugu og ein eins og staðan er núna“. Sæmundur segist ánægður með störf samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélagi. „Já, ég er ánægður með nefndastörfin, sem gengu vel. Við fengum góða gesti á fundi nefndarinnar, sem voru með góðar ábendingar og vonandi getum við fari áfram veginn með öllu, sem við erum að ýta á og pota í til þess að fá fjármagn og fá betrum bætur öllum til heilla“.
Lögreglan Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira