Brýnast að auka vegaöryggi á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. nóvember 2019 12:45 Sæmundur segir að brýnustu samgöngumálin á Suðurlandi séu að auka vegaöryggi og það sé gert með því að styrkja löggæsluna. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Brýnustu málin, sem lúta að samgöngum á Suðurlandi er að auka vegaöryggi með því að styrkja löggæslu á svæðinu og að styrkja viðbragðsaðilana, sem sinna útköllum á vegunum ef eitthvað gerist. Þetta er niðurstaða samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa verið með samgöngunefnd starfandi, sem skilaði skýrslu af sér á ársþingi samtakanna, sem fór nýlega fram á Hótel Geysi. Nefndin hafði það hlutverk að rýna í það sem betur mætti fara í samgöngumálum á Suðurlandi og að fara yfir það sem er vel gert. Sæmundur Helgason, sveitarstjórnarmaður á Hornafirði var formaður nefndarinnar. Hver eru brýnustu málin þegar samgöngur eru annars vegar að hans mati og nefndarinnar? „Brýnustu málin eru að auka vegaöryggi og það gerum við með því að styrkja löggæsluna, styrkja almannavarnir og viðbragðsaðilana, sem sinna þessum málaflokki“, segir Sæmundur um leið og hann bætir því við að löggæsla sé mjög góð í dag en að það hafi sýnt sig að með því að bæta hana þá er hægt að ná góðum árangri, sérstaklega varðandi umferðarhraða og slysatíðni. „Það hefur sýnt sig að efling þessara þátta hefur áhrif til góðs“, segir hann.Sæmundur Helgason, formaður samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sæmundur segir að einbreiðar brýr á Suðurlandi séu sérstakt viðfangsefni sem þarf að taka á í samgöngumálum, þeim þurfi að útrýma enda stórhættulegar. „Eins og staðan er núna á þjóðvegi eitt þá eru þær tuttugu og ein talsins, þar að segja frá Reykjavík austur í Hvalnesskriður og fleiri eftir því sem austar dregur, en tuttugu og ein eins og staðan er núna“. Sæmundur segist ánægður með störf samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélagi. „Já, ég er ánægður með nefndastörfin, sem gengu vel. Við fengum góða gesti á fundi nefndarinnar, sem voru með góðar ábendingar og vonandi getum við fari áfram veginn með öllu, sem við erum að ýta á og pota í til þess að fá fjármagn og fá betrum bætur öllum til heilla“. Lögreglan Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Brýnustu málin, sem lúta að samgöngum á Suðurlandi er að auka vegaöryggi með því að styrkja löggæslu á svæðinu og að styrkja viðbragðsaðilana, sem sinna útköllum á vegunum ef eitthvað gerist. Þetta er niðurstaða samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa verið með samgöngunefnd starfandi, sem skilaði skýrslu af sér á ársþingi samtakanna, sem fór nýlega fram á Hótel Geysi. Nefndin hafði það hlutverk að rýna í það sem betur mætti fara í samgöngumálum á Suðurlandi og að fara yfir það sem er vel gert. Sæmundur Helgason, sveitarstjórnarmaður á Hornafirði var formaður nefndarinnar. Hver eru brýnustu málin þegar samgöngur eru annars vegar að hans mati og nefndarinnar? „Brýnustu málin eru að auka vegaöryggi og það gerum við með því að styrkja löggæsluna, styrkja almannavarnir og viðbragðsaðilana, sem sinna þessum málaflokki“, segir Sæmundur um leið og hann bætir því við að löggæsla sé mjög góð í dag en að það hafi sýnt sig að með því að bæta hana þá er hægt að ná góðum árangri, sérstaklega varðandi umferðarhraða og slysatíðni. „Það hefur sýnt sig að efling þessara þátta hefur áhrif til góðs“, segir hann.Sæmundur Helgason, formaður samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sæmundur segir að einbreiðar brýr á Suðurlandi séu sérstakt viðfangsefni sem þarf að taka á í samgöngumálum, þeim þurfi að útrýma enda stórhættulegar. „Eins og staðan er núna á þjóðvegi eitt þá eru þær tuttugu og ein talsins, þar að segja frá Reykjavík austur í Hvalnesskriður og fleiri eftir því sem austar dregur, en tuttugu og ein eins og staðan er núna“. Sæmundur segist ánægður með störf samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélagi. „Já, ég er ánægður með nefndastörfin, sem gengu vel. Við fengum góða gesti á fundi nefndarinnar, sem voru með góðar ábendingar og vonandi getum við fari áfram veginn með öllu, sem við erum að ýta á og pota í til þess að fá fjármagn og fá betrum bætur öllum til heilla“.
Lögreglan Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira