Ef Ísland kemst á EM 2020 verður liðið í F-riðli með Þýskalandi og tveimur öðrum liðum.
Dregið var um þetta í dag. Sigurvegarinn í A-umspilinu (Ísland, Rúmenía, Búlgaría eða Ungverjaland) verður í F-riðlinum með Þýskalandi.
Allir leikir Þjóðverja fara fram á Allianz Arena, heimavelli Þýskalandsmeistara Bayern München.
Ef Ísland kemst á EM leikur liðið því einn leik á Allianz Arena. Hinir tveir fara fram á Puskás Arena í Búdapest, nýjum og glæsilegum þjóðarleikvangi Ungverja.
Ísland mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli í undanúrslitum umspilsins 26. mars 2020. Sigurvegarinn mætir annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi í úrslitaleik umspilsins. Úrslitaleikurinn fer fram í Sofíu eða Búdapest.
Ef Íslendingar komast á EM verða þeir með Þjóðverjum í riðli
Tengdar fréttir
Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu
Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020.
Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum
Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta.