Flóttamenn æfa fótbolta hjá Þrótti: „Viljum vera opið og mannlegt félag“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2019 09:30 Í fyrrakvöld voru fjölmargir flóttamenn á æfingu hjá SR. mynd/þróttur Síðasta árið hefur Þróttur R. boðið flóttamönnum að æfa með fótbolta hjá félaginu. „Þetta er verkefni sem við Þróttarar fórum af stað með fyrir rúmu ári síðan. Þá var leitað til okkar, hvort það væri einhvers staðar hægt að koma flóttamönnum í bolta,“ sagði Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, í samtali við Vísi. Þegar mest lætur hafa 20 flóttamenn æft hjá Þrótti. Fjöldinn er þó rokkandi. Að sögn Ótthars koma flestir flóttamannanna frá Afríku en einnig nokkrir frá Mið-Austurlöndum. „Við erum með landsins stærsta old boys klúbb, með 150 iðkendur, en við vildum ekki alveg setja þá þangað. Við leituðum til KSÍ, Reykjavíkurborgar og UEFA og fengum þá með okkur í lið og styðja okkur í þessu verkefni,“ sagði Ótthar. „Við réðum þjálfara til að þjálfa hópinn. Til að byrja með voru þeir í Laugardalshöllinni en þegar þeim fjölgaði færðust æfingarnar á gervigrasið okkar.“ Flóttamennina vantaði aðbúnað til að spila fótbolta og Þróttarar gengu í málið. „Við leituðum til fyrirtækja í hverfinu og iðkenda Þróttar og foreldra með að gefa aðbúnað. Hér fylltist allt af takkaskóm og æfingafötum,“ sagði Ótthar. „Æfingarnar hjá þeim voru rétt fyrir hádegi og síðan var hádegismatur í félagsheimilinu,“ bætti Ótthar við.Frá æfingu SR.mynd/þrótturUpp á síðkastið hafa flóttamennirnir svo æft með SR, varaliði Þróttar sem leikur í 4. deildinni. „Við erum bara með eitt gervigras og 800 iðkendur svo við sáum þann leik í stöðunni að láta þá æfa með SR. Það hefur gengið ljómandi vel,“ sagði Ótthar. Flóttamennirnir geta þó ekki leikið með SR þar sem þeir eru ekki með leikheimild. Ótthar segir að það sé synd því margir sprækir leikmenn séu í hópnum og allir með einhvern grunn í fótbolta. Ótthar segir að þetta verkefni hafi gengið vel og ánægja sé með það, bæði hjá félaginu og flóttamönnunum. „Þetta hefur lukkast mjög vel og við Þróttarar erum mjög hamingjusamir með þetta. Við viljum vera þetta félag; opið og mannlegt. Þetta er samfélagsverkefni sem við teljum okkur eiga að taka þátt í,“ sagði Ótthar. „Við erum ánægðir með þessa vini okkar og viljum endilega halda þessu verkefni áfram. Við erum mjög stoltir af því.“ Flóttafólk á Íslandi Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Síðasta árið hefur Þróttur R. boðið flóttamönnum að æfa með fótbolta hjá félaginu. „Þetta er verkefni sem við Þróttarar fórum af stað með fyrir rúmu ári síðan. Þá var leitað til okkar, hvort það væri einhvers staðar hægt að koma flóttamönnum í bolta,“ sagði Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, í samtali við Vísi. Þegar mest lætur hafa 20 flóttamenn æft hjá Þrótti. Fjöldinn er þó rokkandi. Að sögn Ótthars koma flestir flóttamannanna frá Afríku en einnig nokkrir frá Mið-Austurlöndum. „Við erum með landsins stærsta old boys klúbb, með 150 iðkendur, en við vildum ekki alveg setja þá þangað. Við leituðum til KSÍ, Reykjavíkurborgar og UEFA og fengum þá með okkur í lið og styðja okkur í þessu verkefni,“ sagði Ótthar. „Við réðum þjálfara til að þjálfa hópinn. Til að byrja með voru þeir í Laugardalshöllinni en þegar þeim fjölgaði færðust æfingarnar á gervigrasið okkar.“ Flóttamennina vantaði aðbúnað til að spila fótbolta og Þróttarar gengu í málið. „Við leituðum til fyrirtækja í hverfinu og iðkenda Þróttar og foreldra með að gefa aðbúnað. Hér fylltist allt af takkaskóm og æfingafötum,“ sagði Ótthar. „Æfingarnar hjá þeim voru rétt fyrir hádegi og síðan var hádegismatur í félagsheimilinu,“ bætti Ótthar við.Frá æfingu SR.mynd/þrótturUpp á síðkastið hafa flóttamennirnir svo æft með SR, varaliði Þróttar sem leikur í 4. deildinni. „Við erum bara með eitt gervigras og 800 iðkendur svo við sáum þann leik í stöðunni að láta þá æfa með SR. Það hefur gengið ljómandi vel,“ sagði Ótthar. Flóttamennirnir geta þó ekki leikið með SR þar sem þeir eru ekki með leikheimild. Ótthar segir að það sé synd því margir sprækir leikmenn séu í hópnum og allir með einhvern grunn í fótbolta. Ótthar segir að þetta verkefni hafi gengið vel og ánægja sé með það, bæði hjá félaginu og flóttamönnunum. „Þetta hefur lukkast mjög vel og við Þróttarar erum mjög hamingjusamir með þetta. Við viljum vera þetta félag; opið og mannlegt. Þetta er samfélagsverkefni sem við teljum okkur eiga að taka þátt í,“ sagði Ótthar. „Við erum ánægðir með þessa vini okkar og viljum endilega halda þessu verkefni áfram. Við erum mjög stoltir af því.“
Flóttafólk á Íslandi Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira