Á þjóðin að njóta vafans eða auðkýfingurinn? Lýður Árnason og Þórður Már Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 16:20 Í ljósi umræðu um framgöngu Samherja og auðlindanýtingu má velta fyrir sér hvort hægt sé að „innkalla“ kvótann án þess að valda ríkinu stórkostlegu tjóni í formi skaðabóta. Útgerðirnar halda því stíft fram að úthlutaðar aflaheimildir séu eign þeirra, þ.e. að útgerðarfélög eins og Samherji eigi kvótann óafturkræft. En er það rétt? Í fyrstu grein laga 1990 um stjórn fiskveiða stendur:„Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Í nefndaráliti þessara laga er svohljóðandi skýring á þýðingu þessa ákvæðis:Lagt er til að bætt verði inn í 1. gr. til áhersluaukningar, ákvæði þar sem ótvírætt er tekið fram að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum stofni ekki eignarrétt né skerði forræði löggjafans til að ákveða síðar, án bótaskyldu til einstakra útgerða, breytingu á fyrirkomulagi við stjórn fiskveiða. Í athugasemdum við 1. gr. frumvarps til laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 er þetta svo áréttað enn frekar:„Enda þótt frumvarpið byggi á því að fiskistofnarnir verði skynsamlegast nýttir með því að fela þeim sem daglega starfa að fiskveiðum víðtækt ákvörðunarvald í þessum efnum má það ekki verða til þess að með því verði talin myndast óafturkallanlegt og stjórnarskrárvarið forræði einstakra aðila yfir auðlindinni.“ Þarna koma fram óyggjandi vísbendingar um að vilji löggjafans stóð aldrei til þess að úthlutaðar aflaheimildir kæmust í einkaeigu. Þáverandi sjávarútvegsráðherra nefndi þetta sérstaklega í framsöguræðu sinni er frumvarp til laganna var flutt:„Alþingi er með þessu á engan hátt að veita einstökum útgerðum óafturkallanlegt og stjórnarskrárvarið forræði yfir fiskistofnunum og það hlýtur að vera ákvörðun Alþingis á hverjum tíma, hvaða skipulag teljist best henta til að nýta fiskistofnana með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“ Þessir fyrirvarar við lögin sýna með skýrum hætti að það var aldrei ætlunin að einkaaðilar fengju óafturkallanleg yfirráð yfir aflaheimildunum. Löggjafinn hefur með þessu áréttað að aflaheimildir, eins og þær eru skilgreindar í lögum um stjórn fiskveiða, njóti ekki verndar eignaréttarákvæðis stjórnarskrárinnar (72. gr). Ríkisvaldið sem úthlutar aflaheimildunum hefur þannig tekið skýrt fram frá byrjun að þó menn fái úthlutað veiðiréttindum þá veiti það ekki varanleg eignarréttindi. Ríkisvaldið hefur því alla tíð áskilið sér rétt til að breyta kerfinu í takt við breytta tíma. Skúli Magnússon héraðsdómari, kemst að þeirri niðurstöðu í grein sinni Um stjórnskipulega eignarréttarvernd aflaheimilda að löggjafanum eigi að vera heimilt að breyta eða jafnvel kollvarpa núgildandi fyrirkomulagi við fiskveiðistjórn án þess að koma þurfi til bótagreiðslna vegna skerðinga eða afnáms aflaheimilda. Ennfremur að ótvírætt sé að handhafar aflaheimilda hafi aldrei mátt ráða af lögum um stjórn fiskveiða að þau myndi eignarétt á aflaheimildum þeim til handa. Dómstólar hafa einnig tekið á þessu álitaefni, en í dómi Hæstaréttar nr. 12/2000 var vikið að því atriði hvort úthlutaðar aflaheimildir séu varanlegar. Í dóminum sagði m.a.:„Til þess verður og að líta að samkvæmt 3. málslið 1. gr. laganna myndar úthlutun veiðiheimilda ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra manna yfir þeim, eins og áður segir. Aflaheimildir eru þannig aðeins varanlegar í þeim skilningi að þær verða hvorki felldar niður né þeim breytt nema með lögum. Í skjóli valdheimilda sinna getur Alþingi því kveðið nánar á um réttinn til fiskveiða, bundið hann skilyrðum eða innheimt fyrir hann frekara fégjald en nú er gert vegna breyttra sjónarmiða um ráðstöfun þeirrar sameignar íslensku þjóðarinnar, sem nytjastofnar á Íslandsmiðum eru.“ Samkvæmt þessu er ljóst að réttindi vegna aflaheimilda sem keyptar hafa verið, megi skerða eða afnema með öllu og að réttur löggjafans til að breyta úthlutunarreglum aflaheimilda er ótvíræður. Það þarf því enga innköllun kvótans, heldur þarf ríkisvaldið, þ.e. Alþingi, aðeins að meta það sem svo að uppi séu breytt sjónarmið hvernig ráðstafa skuli þessari sameign íslensku þjóðarinnar. Þannig getur ríkisvaldið ákveðið nú þegar, að rétt sé að bjóða út allan kvóta eða þess vegna leggja kvótakerfið niður í núverandi mynd, bótalaust. Lengi hefur staðið upp á þingheim að verja auðlindir landsins gegn ásælni einkaaðila, innlendra sem erlendra. Atgangur auðkýfinga heimsins er mikill, fer vaxandi og nýlegar uppljóstranir á framgöngu Samherja hljóta að ýta við fólki. Við verðum að bregðast við og þó fyrr hefði verið. Lýður Árnason, læknir Þórður Már Jónsson, lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í ljósi umræðu um framgöngu Samherja og auðlindanýtingu má velta fyrir sér hvort hægt sé að „innkalla“ kvótann án þess að valda ríkinu stórkostlegu tjóni í formi skaðabóta. Útgerðirnar halda því stíft fram að úthlutaðar aflaheimildir séu eign þeirra, þ.e. að útgerðarfélög eins og Samherji eigi kvótann óafturkræft. En er það rétt? Í fyrstu grein laga 1990 um stjórn fiskveiða stendur:„Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Í nefndaráliti þessara laga er svohljóðandi skýring á þýðingu þessa ákvæðis:Lagt er til að bætt verði inn í 1. gr. til áhersluaukningar, ákvæði þar sem ótvírætt er tekið fram að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum stofni ekki eignarrétt né skerði forræði löggjafans til að ákveða síðar, án bótaskyldu til einstakra útgerða, breytingu á fyrirkomulagi við stjórn fiskveiða. Í athugasemdum við 1. gr. frumvarps til laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 er þetta svo áréttað enn frekar:„Enda þótt frumvarpið byggi á því að fiskistofnarnir verði skynsamlegast nýttir með því að fela þeim sem daglega starfa að fiskveiðum víðtækt ákvörðunarvald í þessum efnum má það ekki verða til þess að með því verði talin myndast óafturkallanlegt og stjórnarskrárvarið forræði einstakra aðila yfir auðlindinni.“ Þarna koma fram óyggjandi vísbendingar um að vilji löggjafans stóð aldrei til þess að úthlutaðar aflaheimildir kæmust í einkaeigu. Þáverandi sjávarútvegsráðherra nefndi þetta sérstaklega í framsöguræðu sinni er frumvarp til laganna var flutt:„Alþingi er með þessu á engan hátt að veita einstökum útgerðum óafturkallanlegt og stjórnarskrárvarið forræði yfir fiskistofnunum og það hlýtur að vera ákvörðun Alþingis á hverjum tíma, hvaða skipulag teljist best henta til að nýta fiskistofnana með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“ Þessir fyrirvarar við lögin sýna með skýrum hætti að það var aldrei ætlunin að einkaaðilar fengju óafturkallanleg yfirráð yfir aflaheimildunum. Löggjafinn hefur með þessu áréttað að aflaheimildir, eins og þær eru skilgreindar í lögum um stjórn fiskveiða, njóti ekki verndar eignaréttarákvæðis stjórnarskrárinnar (72. gr). Ríkisvaldið sem úthlutar aflaheimildunum hefur þannig tekið skýrt fram frá byrjun að þó menn fái úthlutað veiðiréttindum þá veiti það ekki varanleg eignarréttindi. Ríkisvaldið hefur því alla tíð áskilið sér rétt til að breyta kerfinu í takt við breytta tíma. Skúli Magnússon héraðsdómari, kemst að þeirri niðurstöðu í grein sinni Um stjórnskipulega eignarréttarvernd aflaheimilda að löggjafanum eigi að vera heimilt að breyta eða jafnvel kollvarpa núgildandi fyrirkomulagi við fiskveiðistjórn án þess að koma þurfi til bótagreiðslna vegna skerðinga eða afnáms aflaheimilda. Ennfremur að ótvírætt sé að handhafar aflaheimilda hafi aldrei mátt ráða af lögum um stjórn fiskveiða að þau myndi eignarétt á aflaheimildum þeim til handa. Dómstólar hafa einnig tekið á þessu álitaefni, en í dómi Hæstaréttar nr. 12/2000 var vikið að því atriði hvort úthlutaðar aflaheimildir séu varanlegar. Í dóminum sagði m.a.:„Til þess verður og að líta að samkvæmt 3. málslið 1. gr. laganna myndar úthlutun veiðiheimilda ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra manna yfir þeim, eins og áður segir. Aflaheimildir eru þannig aðeins varanlegar í þeim skilningi að þær verða hvorki felldar niður né þeim breytt nema með lögum. Í skjóli valdheimilda sinna getur Alþingi því kveðið nánar á um réttinn til fiskveiða, bundið hann skilyrðum eða innheimt fyrir hann frekara fégjald en nú er gert vegna breyttra sjónarmiða um ráðstöfun þeirrar sameignar íslensku þjóðarinnar, sem nytjastofnar á Íslandsmiðum eru.“ Samkvæmt þessu er ljóst að réttindi vegna aflaheimilda sem keyptar hafa verið, megi skerða eða afnema með öllu og að réttur löggjafans til að breyta úthlutunarreglum aflaheimilda er ótvíræður. Það þarf því enga innköllun kvótans, heldur þarf ríkisvaldið, þ.e. Alþingi, aðeins að meta það sem svo að uppi séu breytt sjónarmið hvernig ráðstafa skuli þessari sameign íslensku þjóðarinnar. Þannig getur ríkisvaldið ákveðið nú þegar, að rétt sé að bjóða út allan kvóta eða þess vegna leggja kvótakerfið niður í núverandi mynd, bótalaust. Lengi hefur staðið upp á þingheim að verja auðlindir landsins gegn ásælni einkaaðila, innlendra sem erlendra. Atgangur auðkýfinga heimsins er mikill, fer vaxandi og nýlegar uppljóstranir á framgöngu Samherja hljóta að ýta við fólki. Við verðum að bregðast við og þó fyrr hefði verið. Lýður Árnason, læknir Þórður Már Jónsson, lögfræðingur
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar