Staðfesti farbann vegna gruns um aðild að skipulögðu fólkssmygli í umfangsmiklu máli Eiður Þór Árnason skrifar 21. nóvember 2019 16:45 Landsréttur kvað upp dóm sinn fyrr í mánuðinum. Fréttablaðið/ernir Landsréttur staðfesti þann 11. nóvember úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 7. nóvember síðastliðnum þar sem erlendur maður var skikkaður í áframhaldandi farbann í ljósi stöðu sinnar sem sakbornings í umfangsmiklu máli undir rannsókn lögreglu. Lögregla rannsakar aðild mannsins að skipulögðu smygli á fólki til landsins. Fram kom í máli lögreglu fyrir dómi að rannsóknin á umræddu máli sé verulega umfangsmikil og flækjustig þess eigi sér fáa líka. Í málinu eru fimmtán aðilar sagðir hafa stöðu sakbornings og telur lögregla að maðurinn sé lykil sakborningur í málinu. RÚV greindi fyrst frá málinu. Telur hann hafa stundað skipulögð brot Lögregla segist hafa rökstuddan grun um að maðurinn hafi stundað umfangsmikil og skipulögð brot yfir landamæri og að hann eigi sér samverka- og hlutdeildarmenn. Hann er meðal annars grunaður um brot á lögum um útlendinga. Þau brot sem lögregla rannsaki kunni að varða allt að 12 ára fangelsi. Honum er gert að hafa gefið lögreglu upp rangt nafn og fæðingardag í tólf vikur og að hafa verið ósamvinnuþýður við rannsókn málsins. Rannsókn málsins er sögð langt komin en sé ekki lokið. Lögregla segir grun leika á því að allmargir erlendir ríkisborgarar hafi „hagnýtt sér kerfið um alþjóðlega vernd,“ eins og það er orðað í dómnum. Einstaklingarnir eru sakaðir um að hafa komið til landsins og haldið á lögreglustöð án sinna skilríkja og farsíma í því skyni að sækja um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilvikum gefið upp röng nöfn og mismunandi fæðingardaga. Sumir hafi þannig fengið stöðu hér á landi með því að villa á sér heimildir í því skyni að útvega sér vinnu hér á landi og starfa undir fölskum forsendum. Lögregla segist nú rannsaka aðild umrædds manns að öllum þeim kennitölum sem fengnar hafi verið með slíkum hætti og skipulögðu smygli á fólki hingað til lands. „Þá sé ljóst að umfang tekna sóknaraðila hér á landi skipti tugum milljóna á u.þ.b. tveimur árum og virðist ekki vera í neinu samræmi við stöðu hans sem hælisleitanda hér á landi eða uppgefnar tekjur,“ kemur jafnframt fram í máli lögreglu.Sagður hafa haft tækifæri til að flýja land Í máli verjanda mannsins kom fram að vegna mistaka lögreglu hafi gleymst að framlengja farbannið tvisvar og í fimm daga í janúar á þessu ári, 33 í júlí og ágúst og að lokum einn dag í október hafi maðurinn ekki sætt farbanni af neinu tagi. Hann hafi því haft fjölmörg tækifæri til þess að koma sér úr landi og undan hugsanlegri málsókn en ekki látið af því. Í stað þess er hann sagður hafa reynt að þrýsta á lögreglustjóra um að hraða rannsókn málsins, enda hafi það verið honum þungbært og valdið álitshnekki meðal vina og samlanda hans hér á landi. Maðurinn er sagður hafa flúið heimaland sitt vegna ofsókna sem hann hafi sætt vegna kynhneigðar sinnar og fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og hafi engin áform um að yfirgefa landið. Einnig kom fram í máli verjanda að maðurinn hafi fasta búsetu hér á landi ásamt sambýlismanni sínum, leggi stund á íslensku og hafi sótt um íslenskan ríkisborgararétt. Með hliðsjón af því væri ekki talinn grundvöllur fyrir því að hefta ferðafrelsi hans líkt og lögregla hafi gert. Gert að tilkynna sig Með staðfestingu Landsréttar er manninum gert skylt að halda sig á Íslandi fram til 18. desember 2019 og tilkynna sig vikulega á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík, á mánudögum milli klukkan 09:00 og 16:00. Dómsmál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Landsréttur staðfesti þann 11. nóvember úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 7. nóvember síðastliðnum þar sem erlendur maður var skikkaður í áframhaldandi farbann í ljósi stöðu sinnar sem sakbornings í umfangsmiklu máli undir rannsókn lögreglu. Lögregla rannsakar aðild mannsins að skipulögðu smygli á fólki til landsins. Fram kom í máli lögreglu fyrir dómi að rannsóknin á umræddu máli sé verulega umfangsmikil og flækjustig þess eigi sér fáa líka. Í málinu eru fimmtán aðilar sagðir hafa stöðu sakbornings og telur lögregla að maðurinn sé lykil sakborningur í málinu. RÚV greindi fyrst frá málinu. Telur hann hafa stundað skipulögð brot Lögregla segist hafa rökstuddan grun um að maðurinn hafi stundað umfangsmikil og skipulögð brot yfir landamæri og að hann eigi sér samverka- og hlutdeildarmenn. Hann er meðal annars grunaður um brot á lögum um útlendinga. Þau brot sem lögregla rannsaki kunni að varða allt að 12 ára fangelsi. Honum er gert að hafa gefið lögreglu upp rangt nafn og fæðingardag í tólf vikur og að hafa verið ósamvinnuþýður við rannsókn málsins. Rannsókn málsins er sögð langt komin en sé ekki lokið. Lögregla segir grun leika á því að allmargir erlendir ríkisborgarar hafi „hagnýtt sér kerfið um alþjóðlega vernd,“ eins og það er orðað í dómnum. Einstaklingarnir eru sakaðir um að hafa komið til landsins og haldið á lögreglustöð án sinna skilríkja og farsíma í því skyni að sækja um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilvikum gefið upp röng nöfn og mismunandi fæðingardaga. Sumir hafi þannig fengið stöðu hér á landi með því að villa á sér heimildir í því skyni að útvega sér vinnu hér á landi og starfa undir fölskum forsendum. Lögregla segist nú rannsaka aðild umrædds manns að öllum þeim kennitölum sem fengnar hafi verið með slíkum hætti og skipulögðu smygli á fólki hingað til lands. „Þá sé ljóst að umfang tekna sóknaraðila hér á landi skipti tugum milljóna á u.þ.b. tveimur árum og virðist ekki vera í neinu samræmi við stöðu hans sem hælisleitanda hér á landi eða uppgefnar tekjur,“ kemur jafnframt fram í máli lögreglu.Sagður hafa haft tækifæri til að flýja land Í máli verjanda mannsins kom fram að vegna mistaka lögreglu hafi gleymst að framlengja farbannið tvisvar og í fimm daga í janúar á þessu ári, 33 í júlí og ágúst og að lokum einn dag í október hafi maðurinn ekki sætt farbanni af neinu tagi. Hann hafi því haft fjölmörg tækifæri til þess að koma sér úr landi og undan hugsanlegri málsókn en ekki látið af því. Í stað þess er hann sagður hafa reynt að þrýsta á lögreglustjóra um að hraða rannsókn málsins, enda hafi það verið honum þungbært og valdið álitshnekki meðal vina og samlanda hans hér á landi. Maðurinn er sagður hafa flúið heimaland sitt vegna ofsókna sem hann hafi sætt vegna kynhneigðar sinnar og fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og hafi engin áform um að yfirgefa landið. Einnig kom fram í máli verjanda að maðurinn hafi fasta búsetu hér á landi ásamt sambýlismanni sínum, leggi stund á íslensku og hafi sótt um íslenskan ríkisborgararétt. Með hliðsjón af því væri ekki talinn grundvöllur fyrir því að hefta ferðafrelsi hans líkt og lögregla hafi gert. Gert að tilkynna sig Með staðfestingu Landsréttar er manninum gert skylt að halda sig á Íslandi fram til 18. desember 2019 og tilkynna sig vikulega á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík, á mánudögum milli klukkan 09:00 og 16:00.
Dómsmál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira