Áhættumat banka Samherja til skoðunar Hörður Ægisson skrifar 21. nóvember 2019 06:00 Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. Þetta kemur fram í svari FME við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort eftirlitið hafi kallað eftir upplýsingum frá fjármálafyrirtækjum um hvernig staðið hafi verið að framkvæmd áreiðanleikakönnunar á Samherja vegna varna gegn peningaþvætti og sömuleiðis hæfismati til að eiga aðild að ákveðnum viðskiptum. Fjármálaeftirlitið segist, í kjölfar þess að greint hafi verið frá viðskiptaháttum Samherja í Namibíu, hafa óskað eftir „tilteknum upplýsingum frá innlánsstofnunum varðandi það hvort Samherji og félög tengd fyrirtækinu hefðu verið eða væru í viðskiptum við innlánsstofnunina“. Hafi það reynst raunin fór FME einnig fram á upplýsingar um „áhættumat á þeim félögum og upplýsingum um hvernig reglubundnu eftirliti með þeim væri háttað“, segir í svari FME. Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka, sem er helsti viðskiptabanki Samherja á Íslandi, hafa ákveðið að fara fram á að viðskipti bankanna við útgerðarfélagið verði skoðuð ítarlega. Landsbankinn hefur ekki viljað tjá sig um málefni einstakra viðskiptavina. Þá hefur verið greint frá því að stjórnarformaður norska bankans DNB hafi óskað eftir því að viðskipti hans við Samherja og tengd félög, vegna gruns um mögulegt peningaþvætti, verði skoðuð ítarlega innan bankans. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. Þetta kemur fram í svari FME við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort eftirlitið hafi kallað eftir upplýsingum frá fjármálafyrirtækjum um hvernig staðið hafi verið að framkvæmd áreiðanleikakönnunar á Samherja vegna varna gegn peningaþvætti og sömuleiðis hæfismati til að eiga aðild að ákveðnum viðskiptum. Fjármálaeftirlitið segist, í kjölfar þess að greint hafi verið frá viðskiptaháttum Samherja í Namibíu, hafa óskað eftir „tilteknum upplýsingum frá innlánsstofnunum varðandi það hvort Samherji og félög tengd fyrirtækinu hefðu verið eða væru í viðskiptum við innlánsstofnunina“. Hafi það reynst raunin fór FME einnig fram á upplýsingar um „áhættumat á þeim félögum og upplýsingum um hvernig reglubundnu eftirliti með þeim væri háttað“, segir í svari FME. Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka, sem er helsti viðskiptabanki Samherja á Íslandi, hafa ákveðið að fara fram á að viðskipti bankanna við útgerðarfélagið verði skoðuð ítarlega. Landsbankinn hefur ekki viljað tjá sig um málefni einstakra viðskiptavina. Þá hefur verið greint frá því að stjórnarformaður norska bankans DNB hafi óskað eftir því að viðskipti hans við Samherja og tengd félög, vegna gruns um mögulegt peningaþvætti, verði skoðuð ítarlega innan bankans.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33