Segir Kristján hafa veitt óljós svör um hæfi sitt Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. nóvember 2019 19:48 Sjávarútvegsráðherra var óljós í svörum um hæfi sitt vegna Samherjamálsins á fundi atvinnuveganefndar í dag. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra kom fyrir atvinnuveganefnd í dag til að svara spurningum nefndarmanna vegna Samherjamálsins og tengsla hans við fyrirtækið og fráfarandi forstjóra þess. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna óskaði eftir því að ráðherra kæmi fyrir nefndina. „Mér fannst hann svara sumu ágætlega og í öðru var hann frekar óljós. Til að mynda varðandi hæfni hans. Mér finnst því miður enn þá óljóst hvar hans hæfni liggur,“ segir Rósa. Aðspurð hvort möguleg afsögn ráðherra hafi verið rædd á fundinum segir hún svo vera. „Þetta var náttúrlega lokaður fundur og við áttum í orðaskiptum og auðvitað komu upp viðlíka spurningar já, þær gerðu það.“ Kristján Þór segist ekki vera á þeim stað í dag að íhuga afsögn. „Miðað við hvernig umræðan er og líka hversu smátt þetta samfélag er þá finnst mér fullkomlega eðlilegt að fólk spyrji, ég geri engar athugasemdir við það. Ég bið fólk hins vegar alltaf að íhuga það líka hvernig aðild minni að málum er háttað og ég hef ekki haft nein afskipti af þessum rekstri síðan ég fór út úr stjórninni.“ Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Kristján Þór kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir til að svara spurningum nefndarmanna um Samherjamálið. 20. nóvember 2019 10:37 Samherjamálið og vantraust hefur áhrif á kjaraviðræður Brátt hefjast kjaraviðræður á milli Sjómannasambandsins og SFS en núverandi kjarasamningar renna út um næstu mánaðamót. Formaður Sjómannasambandsins segir Samherjamálið og vantraust á milli sjómanna og útgerðar hafi áhrif á viðræðurnar. 20. nóvember 2019 06:00 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra var óljós í svörum um hæfi sitt vegna Samherjamálsins á fundi atvinnuveganefndar í dag. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra kom fyrir atvinnuveganefnd í dag til að svara spurningum nefndarmanna vegna Samherjamálsins og tengsla hans við fyrirtækið og fráfarandi forstjóra þess. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna óskaði eftir því að ráðherra kæmi fyrir nefndina. „Mér fannst hann svara sumu ágætlega og í öðru var hann frekar óljós. Til að mynda varðandi hæfni hans. Mér finnst því miður enn þá óljóst hvar hans hæfni liggur,“ segir Rósa. Aðspurð hvort möguleg afsögn ráðherra hafi verið rædd á fundinum segir hún svo vera. „Þetta var náttúrlega lokaður fundur og við áttum í orðaskiptum og auðvitað komu upp viðlíka spurningar já, þær gerðu það.“ Kristján Þór segist ekki vera á þeim stað í dag að íhuga afsögn. „Miðað við hvernig umræðan er og líka hversu smátt þetta samfélag er þá finnst mér fullkomlega eðlilegt að fólk spyrji, ég geri engar athugasemdir við það. Ég bið fólk hins vegar alltaf að íhuga það líka hvernig aðild minni að málum er háttað og ég hef ekki haft nein afskipti af þessum rekstri síðan ég fór út úr stjórninni.“
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Kristján Þór kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir til að svara spurningum nefndarmanna um Samherjamálið. 20. nóvember 2019 10:37 Samherjamálið og vantraust hefur áhrif á kjaraviðræður Brátt hefjast kjaraviðræður á milli Sjómannasambandsins og SFS en núverandi kjarasamningar renna út um næstu mánaðamót. Formaður Sjómannasambandsins segir Samherjamálið og vantraust á milli sjómanna og útgerðar hafi áhrif á viðræðurnar. 20. nóvember 2019 06:00 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Kristján Þór kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund atvinnuveganefndar á eftir til að svara spurningum nefndarmanna um Samherjamálið. 20. nóvember 2019 10:37
Samherjamálið og vantraust hefur áhrif á kjaraviðræður Brátt hefjast kjaraviðræður á milli Sjómannasambandsins og SFS en núverandi kjarasamningar renna út um næstu mánaðamót. Formaður Sjómannasambandsins segir Samherjamálið og vantraust á milli sjómanna og útgerðar hafi áhrif á viðræðurnar. 20. nóvember 2019 06:00
Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00