Sportpakkinn: Giggs komst loksins á stórmót Arnar Björnsson skrifar 20. nóvember 2019 15:45 Giggs fagnar eftir sigurinn á Ungverjum í Cardiff. vísir/getty Wales varð tuttugasta og síðasta liðið til að tryggja sér farseðilinn í úrslit Evrópumótsins. Wales mætti Ungverjalandi í Cardiff í gær og varð að vinna til að ná öðru sætinu í E-riðlinum. Króatar voru öruggir, Ungverjum dugði jafntefli en þeir unnu Walesverja 1-0 í Búdapest með marki Máté Pátkai. Wales náði forystu á 15. mínútu, Joe Allen og Connor Roberts náðu vel saman og Roberts sendi Gareth Bale upp kantinn. Frábær fyrirgjöf Bale fór á kollinn á Aaron Ramsey, góð sókn skilaði glæsilegu marki. Ramsey var ekki með í fyrstu átta leikjunum í keppninni, kom af varamannabekknum í 2-0 sigri á Aserbaídsjan á laugardaginn. Ungverjar ógnuðu markinu á 27. mínútu, Botond Baráth skallaði aukaspyrnu fyrirliðans, Balázs Dzsudzsák yfir markið. Skömmu síðan náðu Walesverjar frábær sókn, Daniel James og Aaron Ramsey brunuðu fram og Bale fékk boltann á hægri kantinum, fyrirgjöf hans með hægri var mögnuð en Kiefer Moore skallaði yfir. Ungverjar urðu að skora og þeir voru nálægt því á 34. mínútu, Wayne Hennessey í markinu varði þá meistaralega í tvígang fyrst frá Dominik Szoboszlai og síðan aftur frá Roland Sallai. Seinni háfleikurinn var nýbyrjaður þegar Wales fékk aukaspyrnu. Ben Davies sendi boltann inn á vítateiginn, Moore reyndi skot en boltann fór á Ramsey sem sultuslakur skoraði framhjá Peter Gulácsi í marki Ungverja. Walesverjar fengu fínt tækifæri til að skora þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leikslok, Ramsey sendi á hinn eldfljóta Daniel James sem fór illa með Gergő Lovrencsics. Ramsey fékk boltann en Gulácsi varði frá honum. Walesverjar fögnuðu í leikslok, þeir enduðu í öðru sæti, unnu fjóra leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum. Fyrir fjórum árum lék Wales í fyrsta sinn í úrslitum Evrópumótsins, unnu þá riðilinn og enduðu einu stigi á undan Englendingum. Í undanúrslitum töpuðu þeir fyrir Portúgölum sem urðu Evrópumeistarar. Þá var Chris Coleman með liðið en tók Ryan Giggs tók við í janúar í fyrra. Giggs skoraði 12 mörk í 64 landsleikjum á árunum 1991-2007. Hann upplifaði aldrei að keppa á stórmóti líkt og margir frábærir fótboltamenn. Giggs lék 963 leiki með Manchester United, varð 13 sinnum Englandsmeistari og vann alls 34 titla á ferlinum. Þessi sigursæli knattspyrnumaður var að vonum kátur þegar EM farseðillinn var tryggður. „Eftir það sem gerðist í sumar [tap í tveimur leikjum í röð gegn Króatíu og Ungverjalandi] og vinna síðan sæti á EM sýnir báráttu, ákveðni, gæði og baráttuanda strákanna. Aldrei að gefast upp. Þeir eiga mikið hrós. Við máttum ekki gera mistök og frammistaða strákanna verðskuldar úrslitin,“ sagði Giggs. Aaron Ramsey hefur lítið getað spilað vegna meiðsla. „Já betra er seint en aldrei. Við höfum saknað hans og þau gæði sem hann býr yfir. Það eru margir góðir leikmenn í hópnum en slíkir leikmenn vaxa ekki á trjánum. Það er ekki hægt að vinna með betri leikmanni, hann var góður á laugardag [í 2-0 sigri á Aserbaídsjan] og hann hélt áfram í kvöld. Þú þarft að vera góður í fótbolta og ég er svo sannarlega ánægður með hann,“ sagði Ramsey. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Walesverjar komnir á EM EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 „Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð“ Vinsældir Gareths Bale í Madríd jukust ekki eftir uppátæki gærdagsins. 20. nóvember 2019 12:30 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Wales varð tuttugasta og síðasta liðið til að tryggja sér farseðilinn í úrslit Evrópumótsins. Wales mætti Ungverjalandi í Cardiff í gær og varð að vinna til að ná öðru sætinu í E-riðlinum. Króatar voru öruggir, Ungverjum dugði jafntefli en þeir unnu Walesverja 1-0 í Búdapest með marki Máté Pátkai. Wales náði forystu á 15. mínútu, Joe Allen og Connor Roberts náðu vel saman og Roberts sendi Gareth Bale upp kantinn. Frábær fyrirgjöf Bale fór á kollinn á Aaron Ramsey, góð sókn skilaði glæsilegu marki. Ramsey var ekki með í fyrstu átta leikjunum í keppninni, kom af varamannabekknum í 2-0 sigri á Aserbaídsjan á laugardaginn. Ungverjar ógnuðu markinu á 27. mínútu, Botond Baráth skallaði aukaspyrnu fyrirliðans, Balázs Dzsudzsák yfir markið. Skömmu síðan náðu Walesverjar frábær sókn, Daniel James og Aaron Ramsey brunuðu fram og Bale fékk boltann á hægri kantinum, fyrirgjöf hans með hægri var mögnuð en Kiefer Moore skallaði yfir. Ungverjar urðu að skora og þeir voru nálægt því á 34. mínútu, Wayne Hennessey í markinu varði þá meistaralega í tvígang fyrst frá Dominik Szoboszlai og síðan aftur frá Roland Sallai. Seinni háfleikurinn var nýbyrjaður þegar Wales fékk aukaspyrnu. Ben Davies sendi boltann inn á vítateiginn, Moore reyndi skot en boltann fór á Ramsey sem sultuslakur skoraði framhjá Peter Gulácsi í marki Ungverja. Walesverjar fengu fínt tækifæri til að skora þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leikslok, Ramsey sendi á hinn eldfljóta Daniel James sem fór illa með Gergő Lovrencsics. Ramsey fékk boltann en Gulácsi varði frá honum. Walesverjar fögnuðu í leikslok, þeir enduðu í öðru sæti, unnu fjóra leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum. Fyrir fjórum árum lék Wales í fyrsta sinn í úrslitum Evrópumótsins, unnu þá riðilinn og enduðu einu stigi á undan Englendingum. Í undanúrslitum töpuðu þeir fyrir Portúgölum sem urðu Evrópumeistarar. Þá var Chris Coleman með liðið en tók Ryan Giggs tók við í janúar í fyrra. Giggs skoraði 12 mörk í 64 landsleikjum á árunum 1991-2007. Hann upplifaði aldrei að keppa á stórmóti líkt og margir frábærir fótboltamenn. Giggs lék 963 leiki með Manchester United, varð 13 sinnum Englandsmeistari og vann alls 34 titla á ferlinum. Þessi sigursæli knattspyrnumaður var að vonum kátur þegar EM farseðillinn var tryggður. „Eftir það sem gerðist í sumar [tap í tveimur leikjum í röð gegn Króatíu og Ungverjalandi] og vinna síðan sæti á EM sýnir báráttu, ákveðni, gæði og baráttuanda strákanna. Aldrei að gefast upp. Þeir eiga mikið hrós. Við máttum ekki gera mistök og frammistaða strákanna verðskuldar úrslitin,“ sagði Giggs. Aaron Ramsey hefur lítið getað spilað vegna meiðsla. „Já betra er seint en aldrei. Við höfum saknað hans og þau gæði sem hann býr yfir. Það eru margir góðir leikmenn í hópnum en slíkir leikmenn vaxa ekki á trjánum. Það er ekki hægt að vinna með betri leikmanni, hann var góður á laugardag [í 2-0 sigri á Aserbaídsjan] og hann hélt áfram í kvöld. Þú þarft að vera góður í fótbolta og ég er svo sannarlega ánægður með hann,“ sagði Ramsey. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Walesverjar komnir á EM
EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 „Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð“ Vinsældir Gareths Bale í Madríd jukust ekki eftir uppátæki gærdagsins. 20. nóvember 2019 12:30 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38
„Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð“ Vinsældir Gareths Bale í Madríd jukust ekki eftir uppátæki gærdagsins. 20. nóvember 2019 12:30
Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti