Slitgigtinni gefið langt nef í Grímsnes og Grafningshreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. nóvember 2019 19:00 Alsæll hópur í íþróttahúsinu á Borg með námskeið Slitgigtarskólans Færni, sem þær Þórfríður Soffía og Hildigunnur Hjörleifsdóttir, löggiltir sjúkraþjálfarar eru með. Næsta námskeið hjá þeim á Borg byrjar 8. janúar 2020. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Slitgigt getur reynst mörgum erfið með tilheyrandi verkjum og óþægindum. Nokkrir íbúar í Grímsnes og Grafningshreppi hafa gefið gigtinni langt nef með því að hittast tvisvar í viku og gera æfingar til að minnka verki og bæta líkamsástand sitt. Á Borg í Grímsnesi er íþróttamiðstöð, sem iðar að lífi alla daga. Núna er átta vikna námskeiði í Slitgigtarskólanum Færni að ljúka fyrir fólk með slitgigt í hnjám og mjöðmum. Gleði ríkir í íþróttahúsinu enda gott að hreyfa sig og gera mismunandi styrktaræfingar enda ekki ráð nema í tíma sé tekið að losa sig við slitgigtina. „Það er bara rosalega gaman, við erum búin að vera í þessum æfingum síðan í janúar í fyrra, þetta er meiriháttar“, segir Elín Lára Sigurðardóttir, þátttakandi á námskeiðinu. „Þetta bjargaði í lífi mínu, ég væri í hjólastól ef ég væri ekki á þessu námskeiði með þessar góðu konur til að segja okkur til, alveg frábært“, segir Karen Jónsdóttir, þátttakandi á námskeiðinu. Hún segir æfingarnar frekar léttar en ef hún sinnir þeim og tekur vel á þeim þá séu þær mjög góðar. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar, sem þarf að gera til að losna við eða minka slitgigtina.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Tómas J. Brandsson, bóndi á Ormsstöðum er ánægður með námskeiðið. „Námskeiðið er æðislega gott, þetta er bara frábært og sjálfsagt að taka þátt í svona skemmtilegu námskeið“, segir hann.Hjón hafa verið dugleg að taka þátt í námskeiðunum, hér eru hjónin frá Stærri Bæ, þau Kristín og Þorkell.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað gerir svona námskeið fyrir þátttakendur? „Fólk bætir náttúrulega bæði styrk og lífsgæði og fær meira sjálfstraust að hreyfa sig, það skiptir svo miklu máli. Það er algjört lykilatriði fyrir eldri borgara að hreyfa sig, því það minkar verkjalyfjanotkun, lætur því líða vel og það getur hugsað betur um barnabörnin“, segir Þórfríður Soffía Haraldsdóttir, leiðbeinandi og sjúkraþjálfari. Elín Lára hefur sótt nokkur námskeið hjá þeim Þórfríði og Hildigunni og er alsæl með þau og þann árangur, sem hún hefur náð undir þeirra stjórn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Slitgigt getur reynst mörgum erfið með tilheyrandi verkjum og óþægindum. Nokkrir íbúar í Grímsnes og Grafningshreppi hafa gefið gigtinni langt nef með því að hittast tvisvar í viku og gera æfingar til að minnka verki og bæta líkamsástand sitt. Á Borg í Grímsnesi er íþróttamiðstöð, sem iðar að lífi alla daga. Núna er átta vikna námskeiði í Slitgigtarskólanum Færni að ljúka fyrir fólk með slitgigt í hnjám og mjöðmum. Gleði ríkir í íþróttahúsinu enda gott að hreyfa sig og gera mismunandi styrktaræfingar enda ekki ráð nema í tíma sé tekið að losa sig við slitgigtina. „Það er bara rosalega gaman, við erum búin að vera í þessum æfingum síðan í janúar í fyrra, þetta er meiriháttar“, segir Elín Lára Sigurðardóttir, þátttakandi á námskeiðinu. „Þetta bjargaði í lífi mínu, ég væri í hjólastól ef ég væri ekki á þessu námskeiði með þessar góðu konur til að segja okkur til, alveg frábært“, segir Karen Jónsdóttir, þátttakandi á námskeiðinu. Hún segir æfingarnar frekar léttar en ef hún sinnir þeim og tekur vel á þeim þá séu þær mjög góðar. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar, sem þarf að gera til að losna við eða minka slitgigtina.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Tómas J. Brandsson, bóndi á Ormsstöðum er ánægður með námskeiðið. „Námskeiðið er æðislega gott, þetta er bara frábært og sjálfsagt að taka þátt í svona skemmtilegu námskeið“, segir hann.Hjón hafa verið dugleg að taka þátt í námskeiðunum, hér eru hjónin frá Stærri Bæ, þau Kristín og Þorkell.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað gerir svona námskeið fyrir þátttakendur? „Fólk bætir náttúrulega bæði styrk og lífsgæði og fær meira sjálfstraust að hreyfa sig, það skiptir svo miklu máli. Það er algjört lykilatriði fyrir eldri borgara að hreyfa sig, því það minkar verkjalyfjanotkun, lætur því líða vel og það getur hugsað betur um barnabörnin“, segir Þórfríður Soffía Haraldsdóttir, leiðbeinandi og sjúkraþjálfari. Elín Lára hefur sótt nokkur námskeið hjá þeim Þórfríði og Hildigunni og er alsæl með þau og þann árangur, sem hún hefur náð undir þeirra stjórn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira