Erlent

Þrennt slasaðist í hnífaárás í Haag

Andri Eysteinsson skrifar
Árásin átti sér stað við verslun Hudson's Bay.
Árásin átti sér stað við verslun Hudson's Bay. Getty/Anadolu
Þrennt var stungið í hnífaárás á fjölfarinni verslunargötu í hollensku borginni Haag í dag.

Margmenni var á Grote Martstraat í Haag sökum afsláttaræðis  vegna svarta föstudagsins. Lögregla hefur staðfest að þrjú ungmenni hafi verið stungin en braggast þau öll vel. Hlutu fórnarlömbin aðhlynningu á sjúkrahúsi en var síðan leyft að fara heim.

Fyrr í dag létust tveir eftir að hnífaárás í Lundúnum, höfuðborg Bretlands. Enn er leitað að árásarmanninum og hefur lögreglan biðlað til fólks að hafa samband hafi það orðið vitni að atburðinu eða hafi í fórum sér myndir eða myndbönd frá atvikunum.

Árásarmanninum var í fyrstu lýst sem 45 til 50 ára gömlum karlmanni í gráum íþróttagalla. Í síðari tilkynningu lögreglu sagði hins vegar að lýsingin væri röng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×