„Líklegra að refsing Rússa verði þyngd frekar en milduð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2019 14:30 Rússar mega ekki keppa á alþjóðlegum íþróttamótum næstu fjögur árin. vísir/getty Alþjóðalega lyfjaeftirlitið (Wada) hefur dæmt Rússland í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum íþróttakeppnum vegna stórfellds lyfjamisferlis sem rússneska ríkið átti þátt í að skipuleggja. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands, segir að niðurstaða Wada hafi ekki komið sér á óvart. Hann átti jafnvel von á því að refsingin yrði þyngri. „Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið eftir einu og öllu í ráðleggingum frá nefndinni sem lagði þetta til. Það kemur ekki á óvart að þessi ákvörðun hafi verið samþykkt einróma því þetta er algjör lágmarksrefsing,“ sagði Birgir í samtali við Vísi.Refsingin verður aldrei milduðBirgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands.Rússar hafa þriggja vikna frest til að áfrýja dómnum. Geri þeir það fer málið fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn (Cas). „Þeir áfrýja líklega. En Cas getur líka breytt þessu í hina áttina og þyngt dóminn,“ sagði Birgir. „Ég myndi segja að það væri líklegra að refsingin verði þyngd frekar en milduð. Hún verður aldrei milduð. Miðað við alvarleika brotanna er þetta ekki þyngsta refsingin sem hægt var að beita.“ Birgir segir að engin fordæmi séu fyrir dómi sem þessum. Í fyrra breyttust reglurnar á þann veg að Wada fór að dæma í málum sem þessum í stað Alþjóða ólympíunefndarinnar. „Þetta var ákall frá hreyfingunni og þeim eru í lyfjaeftirliti að reyna að vernda hreint íþróttafólk; að lyfjaeftirlitið sé sjálfstætt. Ákvarðanavaldið var tekið af Alþjóða ólympíunefndinni,“ sagði Birgir.Fá að njóta vafansRússar unnu til gullverðlauna í íshokkí karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyengchang. Þeir kepptu þó undir hlutlausum fána.vísir/gettyRússneskir íþróttamenn geta þó enn keppt á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin undir hlutlausum fána, eins og gert var á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í fyrra. Þar kepptu 168 rússneskir íþróttamenn undir hlutlausum fána. En hvað þurfa rússneskir íþróttamenn að gera til að fá keppnisleyfi á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin? „Eins og með Ólympíuleikana 2016 sýndu þeir fram á ákveðinn fjölda prófa utan Rússlands og að þeir séu prófaðir af öðrum en Rússum. Í þessu tilfelli er það aðallega að þeir séu ekki hluti af þessu skjali sem felldi Rússa og þeir voru búnir að eiga við,“ sagði Birgir. „Þeir þurfa að sýna að þeirra nafn sé ekki tengt lyfjamisferlinu. Og þeir fá að njóta vafans ef það koma ekki fram nein gögn sem sýna fram á það.“Miklu fleiri vildu sjá harðari refsinguHöfuðstöðvar rússnesku ólympíunefndarinnar.vísir/gettyBirgir segir að miklu fleiri hafi búist við að dómurinn yfir Rússum yrði þyngri. „Þetta er lágmarksrefsing í raun og það er ekki mörgum sem finnst þetta vera hörð refsing. Miklu fleiri vildu sjá harðari refsingu, eins og allsherjar bann á rússneskt íþróttafólk, og telja að það hafi verið eina lausnin til að vekja þá sem bera ábyrgð á þessu til umhugsunar og hefði meira forvarnargildi í framtíðinni,“ sagði Birgir. „En ef slíkt bann hefði verið sett á er óhjákvæmilega verið að neita saklausu íþróttafólki um tækifæri að keppa. Þetta er alls ekki einfalt,“ bætti Birgir við. Lyfjamisferli Rússa Rússland Tengdar fréttir Wada dæmir Rússa í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum keppnum Rússar hafa 21 dag til að áfrýja dómnum. 9. desember 2019 10:26 Rússar mega keppa á EM 2020 Þrátt fyrir fjögurra ára bannið mega Rússar keppa á EM karla í fótbolta á næsta ári. 9. desember 2019 10:56 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Sjá meira
Alþjóðalega lyfjaeftirlitið (Wada) hefur dæmt Rússland í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum íþróttakeppnum vegna stórfellds lyfjamisferlis sem rússneska ríkið átti þátt í að skipuleggja. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands, segir að niðurstaða Wada hafi ekki komið sér á óvart. Hann átti jafnvel von á því að refsingin yrði þyngri. „Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið eftir einu og öllu í ráðleggingum frá nefndinni sem lagði þetta til. Það kemur ekki á óvart að þessi ákvörðun hafi verið samþykkt einróma því þetta er algjör lágmarksrefsing,“ sagði Birgir í samtali við Vísi.Refsingin verður aldrei milduðBirgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands.Rússar hafa þriggja vikna frest til að áfrýja dómnum. Geri þeir það fer málið fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn (Cas). „Þeir áfrýja líklega. En Cas getur líka breytt þessu í hina áttina og þyngt dóminn,“ sagði Birgir. „Ég myndi segja að það væri líklegra að refsingin verði þyngd frekar en milduð. Hún verður aldrei milduð. Miðað við alvarleika brotanna er þetta ekki þyngsta refsingin sem hægt var að beita.“ Birgir segir að engin fordæmi séu fyrir dómi sem þessum. Í fyrra breyttust reglurnar á þann veg að Wada fór að dæma í málum sem þessum í stað Alþjóða ólympíunefndarinnar. „Þetta var ákall frá hreyfingunni og þeim eru í lyfjaeftirliti að reyna að vernda hreint íþróttafólk; að lyfjaeftirlitið sé sjálfstætt. Ákvarðanavaldið var tekið af Alþjóða ólympíunefndinni,“ sagði Birgir.Fá að njóta vafansRússar unnu til gullverðlauna í íshokkí karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyengchang. Þeir kepptu þó undir hlutlausum fána.vísir/gettyRússneskir íþróttamenn geta þó enn keppt á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin undir hlutlausum fána, eins og gert var á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í fyrra. Þar kepptu 168 rússneskir íþróttamenn undir hlutlausum fána. En hvað þurfa rússneskir íþróttamenn að gera til að fá keppnisleyfi á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin? „Eins og með Ólympíuleikana 2016 sýndu þeir fram á ákveðinn fjölda prófa utan Rússlands og að þeir séu prófaðir af öðrum en Rússum. Í þessu tilfelli er það aðallega að þeir séu ekki hluti af þessu skjali sem felldi Rússa og þeir voru búnir að eiga við,“ sagði Birgir. „Þeir þurfa að sýna að þeirra nafn sé ekki tengt lyfjamisferlinu. Og þeir fá að njóta vafans ef það koma ekki fram nein gögn sem sýna fram á það.“Miklu fleiri vildu sjá harðari refsinguHöfuðstöðvar rússnesku ólympíunefndarinnar.vísir/gettyBirgir segir að miklu fleiri hafi búist við að dómurinn yfir Rússum yrði þyngri. „Þetta er lágmarksrefsing í raun og það er ekki mörgum sem finnst þetta vera hörð refsing. Miklu fleiri vildu sjá harðari refsingu, eins og allsherjar bann á rússneskt íþróttafólk, og telja að það hafi verið eina lausnin til að vekja þá sem bera ábyrgð á þessu til umhugsunar og hefði meira forvarnargildi í framtíðinni,“ sagði Birgir. „En ef slíkt bann hefði verið sett á er óhjákvæmilega verið að neita saklausu íþróttafólki um tækifæri að keppa. Þetta er alls ekki einfalt,“ bætti Birgir við.
Lyfjamisferli Rússa Rússland Tengdar fréttir Wada dæmir Rússa í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum keppnum Rússar hafa 21 dag til að áfrýja dómnum. 9. desember 2019 10:26 Rússar mega keppa á EM 2020 Þrátt fyrir fjögurra ára bannið mega Rússar keppa á EM karla í fótbolta á næsta ári. 9. desember 2019 10:56 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Sjá meira
Wada dæmir Rússa í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum keppnum Rússar hafa 21 dag til að áfrýja dómnum. 9. desember 2019 10:26
Rússar mega keppa á EM 2020 Þrátt fyrir fjögurra ára bannið mega Rússar keppa á EM karla í fótbolta á næsta ári. 9. desember 2019 10:56
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti