Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Andri Eysteinsson skrifar 8. desember 2019 12:30 Eggjum var kastað í það sem talið var vera hús ritstjóra DV. Vísir/Vilhelm Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. Birtu þeir myndirnar í Instagram-story þar sem þeir töldu að um væri að ræða heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttir, ritstjóra DV. DV birti á prenti myndir af heimilum ýmissa þekktra tónlistarmanna. Þar á meðal heimili Herra Hnetusmjörs, söngkvennanna GDRN og Bríetar og söngvaranna Auðar og Flóna. Bóel segir í samtali við Vísi að gærkvöldið hafi verið skrýtið en Bóel fagnaði þrítugsafmæli sínu í gær.„Við erum í rólegheitum heima þegar við heyrum dynk, eins og sé verið að henda snjóboltum í rúðuna,“ segir Bóel og bætir við að hverfið sem fjölskyldan býr í sé fjölskylduvænt og því mikið af börnum á ferð.Bóel segir að þegar „snjóboltarnir“ hafi orðið nokkuð margir hafi þau athugað málið og séð eggjarauðurnar á húsinu. Hún hafi þá séð hóp af því sem hún telur vera 12 til 14 ára krakka hlaupa í burtu frá húsinu.Setti Bóel þá myndir af eggjunum á Facebook-hóp íbúa hverfisins og hvatti foreldra til þess að biðja börn sín um að virða eigur annarra. Var henni þá bent á, í ummælum við myndina, umfjöllun um myndbirtingu tónlistarmanna á Instagram.Sjá einnig: Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV„Þá sendum við strax skilaboð á þá. Þeir voru fljótir að bregðast við, birtu leiðréttingu og báðust afsökunar,“ segir Bóel.Bóel segir að enn sem komið er hafi enginn gefið sig fram og viðurkennt að hafa kastað eggjunum. „Ef þessir krakkar gefa sig fram, þá mega þeir endilega koma og þrífa húsið,“ segir Bóel.Fréttastofa náði tali af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur ritstjóra DV en hún vildi ekki tjá sig um málið.Margir eru ósáttir við umfjöllun DV.Skjáskot Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tónlist Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. Birtu þeir myndirnar í Instagram-story þar sem þeir töldu að um væri að ræða heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttir, ritstjóra DV. DV birti á prenti myndir af heimilum ýmissa þekktra tónlistarmanna. Þar á meðal heimili Herra Hnetusmjörs, söngkvennanna GDRN og Bríetar og söngvaranna Auðar og Flóna. Bóel segir í samtali við Vísi að gærkvöldið hafi verið skrýtið en Bóel fagnaði þrítugsafmæli sínu í gær.„Við erum í rólegheitum heima þegar við heyrum dynk, eins og sé verið að henda snjóboltum í rúðuna,“ segir Bóel og bætir við að hverfið sem fjölskyldan býr í sé fjölskylduvænt og því mikið af börnum á ferð.Bóel segir að þegar „snjóboltarnir“ hafi orðið nokkuð margir hafi þau athugað málið og séð eggjarauðurnar á húsinu. Hún hafi þá séð hóp af því sem hún telur vera 12 til 14 ára krakka hlaupa í burtu frá húsinu.Setti Bóel þá myndir af eggjunum á Facebook-hóp íbúa hverfisins og hvatti foreldra til þess að biðja börn sín um að virða eigur annarra. Var henni þá bent á, í ummælum við myndina, umfjöllun um myndbirtingu tónlistarmanna á Instagram.Sjá einnig: Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV„Þá sendum við strax skilaboð á þá. Þeir voru fljótir að bregðast við, birtu leiðréttingu og báðust afsökunar,“ segir Bóel.Bóel segir að enn sem komið er hafi enginn gefið sig fram og viðurkennt að hafa kastað eggjunum. „Ef þessir krakkar gefa sig fram, þá mega þeir endilega koma og þrífa húsið,“ segir Bóel.Fréttastofa náði tali af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur ritstjóra DV en hún vildi ekki tjá sig um málið.Margir eru ósáttir við umfjöllun DV.Skjáskot
Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tónlist Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira