Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Eiður Þór Árnason skrifar 7. desember 2019 23:00 Mikil spenna er komin í viðræður ríkjanna þó þessi mynd beri það ekki með sér. Myndin var tekin í heimsókn Trumps á hlutlausa svæðið á milli Norður- og Suður-Kóreu í júní á þessu ári. Getty/Dong-A Ilbo Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. Sendiherrann sagði í yfirlýsingu að óskir Bandaríkjamanna um frekari samningaviðræður um kjarnorkuvopnaeign Norður-Kóreu væru einungis ætlaðar til heimabrúks í innanríkispólitík Bandaríkjastjórnar. „Við þurfum ekki að eiga langar samningaviðræður við Bandaríkin núna og nú þegar er búið að slá afvopnun út af samningaborðinu,“ sagði sendiherrann í yfirlýsingu sinni sem greint er frá á vef The Guardian.Sjá einnig: Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöfSpenna milli ríkjanna tveggja hefur aukist undanfarið þar sem nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Sá frestur á að renna út nú í lok árs og hefur einræðisherra Norður-Kóreu sagt að Bandaríkjamenn megi eiga von á jólagjöf, takist ekki að semja fyrir árslok. Þótt ríkið hafi ekki alltaf staðið við slíkar hótanir telja bæði Suður-Kóreustjórn og Bandaríkin að einræðisstjórninni sé nú alvara. Ekki er útilokað að Norður-Kórea setji aukinn þunga í bæði kjarnorku- og eldflaugatilraunir ef samningar nást ekki. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Skutu viðvörunarskotum að fraktskipi frá Norður-Kóreu Sjóher Suður-Kóreu skaut í nótt viðvörunarskotum að fraktskipi frá Norður-Kóreu sem hafði ratað inn í landhelgi ríkisins í Gulahafinu. 27. nóvember 2019 08:52 Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41 Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað Kim Bandaríkin og Suður-Kórea munu fresta heræfingum sem til stóð að halda í von um að það muni bæta líkurnar á samkomulagi við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna og eldflauga einræðisríkisins. 17. nóvember 2019 22:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. Sendiherrann sagði í yfirlýsingu að óskir Bandaríkjamanna um frekari samningaviðræður um kjarnorkuvopnaeign Norður-Kóreu væru einungis ætlaðar til heimabrúks í innanríkispólitík Bandaríkjastjórnar. „Við þurfum ekki að eiga langar samningaviðræður við Bandaríkin núna og nú þegar er búið að slá afvopnun út af samningaborðinu,“ sagði sendiherrann í yfirlýsingu sinni sem greint er frá á vef The Guardian.Sjá einnig: Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöfSpenna milli ríkjanna tveggja hefur aukist undanfarið þar sem nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Sá frestur á að renna út nú í lok árs og hefur einræðisherra Norður-Kóreu sagt að Bandaríkjamenn megi eiga von á jólagjöf, takist ekki að semja fyrir árslok. Þótt ríkið hafi ekki alltaf staðið við slíkar hótanir telja bæði Suður-Kóreustjórn og Bandaríkin að einræðisstjórninni sé nú alvara. Ekki er útilokað að Norður-Kórea setji aukinn þunga í bæði kjarnorku- og eldflaugatilraunir ef samningar nást ekki.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Skutu viðvörunarskotum að fraktskipi frá Norður-Kóreu Sjóher Suður-Kóreu skaut í nótt viðvörunarskotum að fraktskipi frá Norður-Kóreu sem hafði ratað inn í landhelgi ríkisins í Gulahafinu. 27. nóvember 2019 08:52 Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41 Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað Kim Bandaríkin og Suður-Kórea munu fresta heræfingum sem til stóð að halda í von um að það muni bæta líkurnar á samkomulagi við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna og eldflauga einræðisríkisins. 17. nóvember 2019 22:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Skutu viðvörunarskotum að fraktskipi frá Norður-Kóreu Sjóher Suður-Kóreu skaut í nótt viðvörunarskotum að fraktskipi frá Norður-Kóreu sem hafði ratað inn í landhelgi ríkisins í Gulahafinu. 27. nóvember 2019 08:52
Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41
Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað Kim Bandaríkin og Suður-Kórea munu fresta heræfingum sem til stóð að halda í von um að það muni bæta líkurnar á samkomulagi við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna og eldflauga einræðisríkisins. 17. nóvember 2019 22:00