Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 12:20 Michele Ballarin er stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC. Hún hyggst endurreisa flugfélagið Wow air. Vísir/Baldur Aðstandendur hins endurreista flugfélags Wow air vonast til þess að vera komin í loftið innan vikna frekar en mánaða. Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. Upphaflega var lagt upp með að áætlunarflug Wow air, sem bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin hyggst endurreisa, á milli Keflavíkur og Washington gæti hafist í október. Í byrjun október var haft eftir Ballarin að hefja ætti sölu á flugmiðum í nóvember og að allt yrði komið á fullt hjá félaginu í desember. Þær spár hafa þó ekki ræst. Almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson, sem komið hefur að undirbúningi endurreisnarinnar, ítrekar í samtali við Vísi það sem hann tjáði fréttastofu fyrr í vetur: að ferlið hafi reynst tímafrekara en von var á. Undirbúningsvinnan sé þó enn í fullum gangi – allt sé á réttri reið, en ef til vill ekki á þeim hraða sem lagt var upp með í fyrstu. Tafirnar skrifist þannig annars vegar á ákveðnar hindranir sem orðið hafi í vegi aðstandenda félagsins. Hins vegar hafi komið upp ýmis ný tækifæri og nýjar forsendur, sem tilefni hafi verið til að taka til skoðunar, og ferlinu frestað enn frekar.Á meðal þess sem Ballarin keypti úr þrotabúi Wow air eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Vísir/VilhelmPlay hafi engin áhrif Vinnan gengur þó vel, að sögn Gunnars. Þannig sé tíminn í fyrsta flug Wow air frekar mældur í vikum en mánuðum, þó ekki sé hægt að gefa upp nákvæma dagsetningu. Eins og áður hefur komið fram verða fraktflutningar á fiski og öðrum varningi stór hluti starfseminnar, í það minnsta fyrst um sinn. „Í þessum allra fyrstu ferðum á milli Keflavíkur og Washington verður, samhliða farþegafluginu í efra rýminu, lögð höfuðáhersla á góða nýtingu í vöruflutningarýminu,“ segir Gunnar. Inntur eftir því hvort hið nýstofnaða lággjaldaflugfélag Play hafi haft einhver áhrif á framgang starfseminnar segir Gunnar svo ekki vera. Þá kveðst hann ekki vilja upplýsa neitt um einstaka þætti undirbúningsins, til dæmis leigu á húsnæði undir starfsemina hérlendis. Um starfsfólks félagsins segir Gunnar að það verði blanda af íslensku og erlendu vinnuafli en ekki sé komið á hreint hvernig hlutföllin verði í þeim efnum. Þá vill hann heldur ekki upplýsa um mögulegar heimsóknir Ballarin til Íslands, hvorki nýliðnar né væntanlegar, en síðasta staðfesta heimsókn hennar til landsins var í lok október. Komið hefur fram að Ballarin greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air frestar fyrstu ferðum til desember Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember. 8. október 2019 23:32 WOW enn á flugi í Tælandi Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum. 30. október 2019 10:45 3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar. 28. nóvember 2019 16:43 Fiskur frekar en farþegar til að byrja með Áherslur hins nýja WOW air sem bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin hyggst endurreisa verða á fraktflutninga fremur en farþegaflug til að byrja með. Ballarin kom til Íslands um helgina. 27. október 2019 12:59 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Aðstandendur hins endurreista flugfélags Wow air vonast til þess að vera komin í loftið innan vikna frekar en mánaða. Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. Upphaflega var lagt upp með að áætlunarflug Wow air, sem bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin hyggst endurreisa, á milli Keflavíkur og Washington gæti hafist í október. Í byrjun október var haft eftir Ballarin að hefja ætti sölu á flugmiðum í nóvember og að allt yrði komið á fullt hjá félaginu í desember. Þær spár hafa þó ekki ræst. Almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson, sem komið hefur að undirbúningi endurreisnarinnar, ítrekar í samtali við Vísi það sem hann tjáði fréttastofu fyrr í vetur: að ferlið hafi reynst tímafrekara en von var á. Undirbúningsvinnan sé þó enn í fullum gangi – allt sé á réttri reið, en ef til vill ekki á þeim hraða sem lagt var upp með í fyrstu. Tafirnar skrifist þannig annars vegar á ákveðnar hindranir sem orðið hafi í vegi aðstandenda félagsins. Hins vegar hafi komið upp ýmis ný tækifæri og nýjar forsendur, sem tilefni hafi verið til að taka til skoðunar, og ferlinu frestað enn frekar.Á meðal þess sem Ballarin keypti úr þrotabúi Wow air eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Vísir/VilhelmPlay hafi engin áhrif Vinnan gengur þó vel, að sögn Gunnars. Þannig sé tíminn í fyrsta flug Wow air frekar mældur í vikum en mánuðum, þó ekki sé hægt að gefa upp nákvæma dagsetningu. Eins og áður hefur komið fram verða fraktflutningar á fiski og öðrum varningi stór hluti starfseminnar, í það minnsta fyrst um sinn. „Í þessum allra fyrstu ferðum á milli Keflavíkur og Washington verður, samhliða farþegafluginu í efra rýminu, lögð höfuðáhersla á góða nýtingu í vöruflutningarýminu,“ segir Gunnar. Inntur eftir því hvort hið nýstofnaða lággjaldaflugfélag Play hafi haft einhver áhrif á framgang starfseminnar segir Gunnar svo ekki vera. Þá kveðst hann ekki vilja upplýsa neitt um einstaka þætti undirbúningsins, til dæmis leigu á húsnæði undir starfsemina hérlendis. Um starfsfólks félagsins segir Gunnar að það verði blanda af íslensku og erlendu vinnuafli en ekki sé komið á hreint hvernig hlutföllin verði í þeim efnum. Þá vill hann heldur ekki upplýsa um mögulegar heimsóknir Ballarin til Íslands, hvorki nýliðnar né væntanlegar, en síðasta staðfesta heimsókn hennar til landsins var í lok október. Komið hefur fram að Ballarin greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air frestar fyrstu ferðum til desember Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember. 8. október 2019 23:32 WOW enn á flugi í Tælandi Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum. 30. október 2019 10:45 3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar. 28. nóvember 2019 16:43 Fiskur frekar en farþegar til að byrja með Áherslur hins nýja WOW air sem bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin hyggst endurreisa verða á fraktflutninga fremur en farþegaflug til að byrja með. Ballarin kom til Íslands um helgina. 27. október 2019 12:59 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
WOW air frestar fyrstu ferðum til desember Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember. 8. október 2019 23:32
WOW enn á flugi í Tælandi Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum. 30. október 2019 10:45
3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar. 28. nóvember 2019 16:43
Fiskur frekar en farþegar til að byrja með Áherslur hins nýja WOW air sem bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin hyggst endurreisa verða á fraktflutninga fremur en farþegaflug til að byrja með. Ballarin kom til Íslands um helgina. 27. október 2019 12:59