Fótbolti

Forsetinn þreyttur á Balotelli og er tilbúinn að láta hann fara frítt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Balotelli og forsetinn
Balotelli og forsetinn vísir/getty
Mario Balotelli getur yfirgefið Brescia frítt í janúarglugganum þar sem leikur hans hentar ekki liði í fallbaráttu. Svo segir forseti félagsins, Massimo Cellino.

Fyrrum framherji Manchester City og Liverpool hefur ekki náð að finna sitt besta form eftir að hafa skrifað undir samning við ítalska félagið í ágúst.

Hann hefur einungis skorað tvö mörk í átta deildarleikjum og hótaði hann að ganga af velli eftir að orðið fyrir rasisma í leik gegn Hellas Verona í síðasta mánuði.







„Mario er leiður því hann fær ekki að spila. Að berjast fyrir sæti sínu í Seriu A og þú verður að færa miklar fórnir. Kannski hélt hann að þetta væri auðveldara,“ sagði Cellino við Le lene.

„Í janúar getur hann farið frítt. Á þessu augnabliki verður hann að velja hvaða vegferð er best fyrir hann,“ sagði forsetinn.

Forsetinn hefur ekki legið á skoðunum sínum hvað varðar Balotelli og var hann spurður í þættinum hvort að þetta væri rasismi gagnvart Balotelli.

„Rasisti? Ég er kaþólskur, ég get ekki verið rasisti,“ sagði Cellino.

Brescia er á botni deildarinnar með sjö stig og er fimm stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×