Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2019 16:00 Lilja Alfreðsdóttir Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra verður ekki birtur. Þetta kom fram í svari Lilju við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Til stóð að umsóknarfresturinn rynni út í dag en athygli hefur vakið að stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að birta ekki lista yfir stöðu umsækjenda. Nú síðdegis ákvað stjórn Ríkisútvarpsins að framlengja umsóknarfrestinn um eina viku.„Formlegur vettvangur málsins er hjá stjórn RÚV. Ég hef hins vegar sem ráðherra fjölmiðla í landinu sent stjórn RÚV bréf þess efnis þar sem ég óska eftir skýringum hvernig standi á því að það sé ekki og það ríkir ekki fullt gagnsæi um listann,“ sagði Lilja. Hún telji mjög eðlilegt, þar sem fólkinu í landinu sé mjög hlýtt til Ríkisútvarpsins, að það eigi að ríkja fullt gagnsæi varðandi ferlið.Sjá einnig: Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði konaBréfið sendi Lilja stjórn Ríkisútvarpsins þann 28. nóvember þar sem hún óskar eftir skýringum og segist hún ítrekað hafa óskað eftir svörum. Hún bíði þess nú að fá skýringar og það mál sé í vinnslu. Ítrekaði hún að formlegur vettvangur málsins sé hjá stjórninni. „Við ættum kannski frekar að spyrja okkur að því: Erum við sátt við það hvernig þessum málum er háttað? Þá er það okkar að breyta lögunum. Ég fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar og hversu afdráttarlaus hún er og hef í hyggju að fylgja henni eftir með þeim aðgerðum sem eru viðeigandi,“ sagði Lilja en Þorsteinn hafði einnig vitnað til skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hafi ekki farið að lögum með því að hafa ekki stofnað dótturfélög um samkeppnisrekstur. Þorsteinn kvaðst fagna svari Lilju en í síðara svari sínu sagði hún telja það mikilvægt að stjórn Ríkisútvarpsins geri grein fyrir máli sínu. Að sögn Lilju virðist sem mögulega sé uppi einhver lagaleg óvissa og brýnt sé þá að fá úr því skorið. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05 RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. 28. nóvember 2019 12:48 RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. 2. desember 2019 09:10 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra verður ekki birtur. Þetta kom fram í svari Lilju við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Til stóð að umsóknarfresturinn rynni út í dag en athygli hefur vakið að stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að birta ekki lista yfir stöðu umsækjenda. Nú síðdegis ákvað stjórn Ríkisútvarpsins að framlengja umsóknarfrestinn um eina viku.„Formlegur vettvangur málsins er hjá stjórn RÚV. Ég hef hins vegar sem ráðherra fjölmiðla í landinu sent stjórn RÚV bréf þess efnis þar sem ég óska eftir skýringum hvernig standi á því að það sé ekki og það ríkir ekki fullt gagnsæi um listann,“ sagði Lilja. Hún telji mjög eðlilegt, þar sem fólkinu í landinu sé mjög hlýtt til Ríkisútvarpsins, að það eigi að ríkja fullt gagnsæi varðandi ferlið.Sjá einnig: Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði konaBréfið sendi Lilja stjórn Ríkisútvarpsins þann 28. nóvember þar sem hún óskar eftir skýringum og segist hún ítrekað hafa óskað eftir svörum. Hún bíði þess nú að fá skýringar og það mál sé í vinnslu. Ítrekaði hún að formlegur vettvangur málsins sé hjá stjórninni. „Við ættum kannski frekar að spyrja okkur að því: Erum við sátt við það hvernig þessum málum er háttað? Þá er það okkar að breyta lögunum. Ég fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar og hversu afdráttarlaus hún er og hef í hyggju að fylgja henni eftir með þeim aðgerðum sem eru viðeigandi,“ sagði Lilja en Þorsteinn hafði einnig vitnað til skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hafi ekki farið að lögum með því að hafa ekki stofnað dótturfélög um samkeppnisrekstur. Þorsteinn kvaðst fagna svari Lilju en í síðara svari sínu sagði hún telja það mikilvægt að stjórn Ríkisútvarpsins geri grein fyrir máli sínu. Að sögn Lilju virðist sem mögulega sé uppi einhver lagaleg óvissa og brýnt sé þá að fá úr því skorið.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05 RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. 28. nóvember 2019 12:48 RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. 2. desember 2019 09:10 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Margrét verður útvarpsstjóri um sinn Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. 6. nóvember 2019 19:05
RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. 28. nóvember 2019 12:48
RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. 2. desember 2019 09:10