Buguð móðir dæmd fyrir „yfirgengilega háttsemi“ gagnvart ungu barni sínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2019 13:05 Lögreglunni barst tilkynning um framkomu móður við barn sitt. Lögreglan lét barnaverndaryfirvöld vita sem mættu á svæðið. Vísir/Vilhelm Móðir á Vestfjörðum hefur verið dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi fyrir barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi. Hún var ákærð fyrir að hafa á árinu ráðist að dóttur sinni, sýnt henni vanvirðandi háttsemi og ruddalega framkomu með því að kasta henni nauðugri í rúm á heimili þeirra með þeim afleiðingum að hún endurkastaðist á gólfið og lenti þar á leikföngum. Þá var henni gefið að sök að hafa stuttu síðar rifið harkalega í buxur dóttur sinnar í því skyni að klæða hana úr þeim með þeim afleiðingum að hún dróst með buxunum fram úr rúminu og féll aftur á gólfið og ofan á leikföng. Hlaut dóttirin eymsli í baki og smá sár á hné. Daginn eftir var barninu ekki leyft að fara í skólann. Aðdragandi þess sem á gekk var að móðirin kom að læstu heimili seinni part dags eftir vinnu og dóttir hennar ekki heima. Móðirin leit inn um glugga og sá óreiðuna sem blasti við. Var hún verulega ósátt þegar dóttir henni skilaði sér heim. Dóttirin sagðist geta komist inn um gluggann til að opna fyrir þeim.Gekkst við illri framkomu Móðirin viðurkenndi að hafa komið illa fram við barnið sitt, talað til þess með ókvæðisorðum á borð við „Drullaðu þér þá inn um helvítis gluggann og opnaðu fyrir mér“ og „Drullaðu þér inn í herbergi þú átt að fara að sofa“. Þá hefði hún vakið barnið um nótt, verið því reið og sagt því að fara að taka til. Einnig viðurkenndi hún að hafa fært barnið úr buxum með þeim afleiðingum að barnið missti fótanna og datt ofan á leikföng á gólfinu. Hún kannaðist þó ekki við að hafa kastað barninu á rúmið áður þannig að það hefði í raun fallið í tvígang í gólfið eins og lýst var í ákæru. Framburður móðurinnar fyrir dómi var í góðu samræmi við skýrslugjöf hjá lögreglu. Barnið lýsti því í skýrslutöku í Barnahúsi að hafa í tvígang dottið í gólfið og meitt sig fyrir tilverknað móður. Tveir aðilar sem barnið sagði frá atvikum lýstu frásögn barnsins með ólíkum hætti. Ýmist að það hefði dottið einu sinni eða tvisvar í gólfið. Þá sagðist eldri systir barnsins hafa séð systur sína detta einu sinni í gólfið.Lýsti fleiri atvikum sem áttu sér ekki stað Að þessu virtu og því að barnið lýstu ýmsum alvarlegum atvikum sem gögn málsins sýndu að ættu sér enga stoð í raunveruleikanum var móðirin ekki sakfelld fyrir en þá sem hún viðurkenndi. Hún skýrði háttsemi sína með því að hafa verið þreytt, pirruð og reið. Hefði komið heim úr vinnu, á leið í aðra vinnu, verið læst úti og séð ástandið á heimilinu þar sem allt var í drasli. Dómurinn leit svo á að móðirin hefði látið sér í léttu rúmi liggja hverjar afleiðingarnar af háttsemi hennar gagnvart ungu barni yrðu. Þá var við mat á saknæmi móðurinn litið til þess að „yfirgengileg háttsemi“ hennar gagnvart barninu stóð yfir í fleiri klukkustundir og fram á næsta dag. Móðirin hefur ekki áður gerst brotleg við lög og þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi auk 200 þúsund króna miskabótagreiðslu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða. Barnavernd Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Móðir á Vestfjörðum hefur verið dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi fyrir barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi. Hún var ákærð fyrir að hafa á árinu ráðist að dóttur sinni, sýnt henni vanvirðandi háttsemi og ruddalega framkomu með því að kasta henni nauðugri í rúm á heimili þeirra með þeim afleiðingum að hún endurkastaðist á gólfið og lenti þar á leikföngum. Þá var henni gefið að sök að hafa stuttu síðar rifið harkalega í buxur dóttur sinnar í því skyni að klæða hana úr þeim með þeim afleiðingum að hún dróst með buxunum fram úr rúminu og féll aftur á gólfið og ofan á leikföng. Hlaut dóttirin eymsli í baki og smá sár á hné. Daginn eftir var barninu ekki leyft að fara í skólann. Aðdragandi þess sem á gekk var að móðirin kom að læstu heimili seinni part dags eftir vinnu og dóttir hennar ekki heima. Móðirin leit inn um glugga og sá óreiðuna sem blasti við. Var hún verulega ósátt þegar dóttir henni skilaði sér heim. Dóttirin sagðist geta komist inn um gluggann til að opna fyrir þeim.Gekkst við illri framkomu Móðirin viðurkenndi að hafa komið illa fram við barnið sitt, talað til þess með ókvæðisorðum á borð við „Drullaðu þér þá inn um helvítis gluggann og opnaðu fyrir mér“ og „Drullaðu þér inn í herbergi þú átt að fara að sofa“. Þá hefði hún vakið barnið um nótt, verið því reið og sagt því að fara að taka til. Einnig viðurkenndi hún að hafa fært barnið úr buxum með þeim afleiðingum að barnið missti fótanna og datt ofan á leikföng á gólfinu. Hún kannaðist þó ekki við að hafa kastað barninu á rúmið áður þannig að það hefði í raun fallið í tvígang í gólfið eins og lýst var í ákæru. Framburður móðurinnar fyrir dómi var í góðu samræmi við skýrslugjöf hjá lögreglu. Barnið lýsti því í skýrslutöku í Barnahúsi að hafa í tvígang dottið í gólfið og meitt sig fyrir tilverknað móður. Tveir aðilar sem barnið sagði frá atvikum lýstu frásögn barnsins með ólíkum hætti. Ýmist að það hefði dottið einu sinni eða tvisvar í gólfið. Þá sagðist eldri systir barnsins hafa séð systur sína detta einu sinni í gólfið.Lýsti fleiri atvikum sem áttu sér ekki stað Að þessu virtu og því að barnið lýstu ýmsum alvarlegum atvikum sem gögn málsins sýndu að ættu sér enga stoð í raunveruleikanum var móðirin ekki sakfelld fyrir en þá sem hún viðurkenndi. Hún skýrði háttsemi sína með því að hafa verið þreytt, pirruð og reið. Hefði komið heim úr vinnu, á leið í aðra vinnu, verið læst úti og séð ástandið á heimilinu þar sem allt var í drasli. Dómurinn leit svo á að móðirin hefði látið sér í léttu rúmi liggja hverjar afleiðingarnar af háttsemi hennar gagnvart ungu barni yrðu. Þá var við mat á saknæmi móðurinn litið til þess að „yfirgengileg háttsemi“ hennar gagnvart barninu stóð yfir í fleiri klukkustundir og fram á næsta dag. Móðirin hefur ekki áður gerst brotleg við lög og þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi auk 200 þúsund króna miskabótagreiðslu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða.
Barnavernd Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira