Hættir við hótel í hjarta Nuuk vegna mótmæla Kristján Már Unnarsson skrifar 18. desember 2019 16:38 Hótelinu var ætlað að rísa skammt frá Þjóðminjasafni Grænlands. Mynd/Berjay Land Berhad. Aðaleigandi Icelandair Hotels, malasíska hótelkeðjan Berjaya Corporation Berhad, hefur fallið frá áformum sínum um að reisa lúxushótel víð Nýlenduhöfn í Nuuk. Ástæðan er hávær mótmæli heimamanna gegn staðsetningunni í gamla bæjarhluta höfuðstaðar Grænlands, að því er fram kemur í Sermitsiaq. „Það er mikilvægt fyrir okkur að eiga gott samstarf við heimamenn í Nuuk. Það hafa margir mótmælt hótelverkefninu og við virðum það. Við höfum þessvegna óskað eftir því við bæjarfélagið að það finni annan stað þar sem við getum byggt lúxushótel,“ segir talsmaður hótelkeðjunnar, Alex Tan Ghee Keong, í viðtali við grænlenska miðilinn. Nýi og gamli tíminn í Nuuk. Þjóðminjasafn Grænlands er í neðstu húsunum. Ofar má sjá nýleg ibúðarhús.Friðrik Þór Halldórsson „Við höfum áhuga á því að koma okkur fyrir á Grænlandi og ég er sannfærður um að með okkar stóra tengslaneti í löndum Asíu getum við kynnt grænlenska menningu og laðað fjölda ferðamanna til landsins,“ útskýrir fulltrúi hótelrisans. Elsti bæjarhluti Nuuk er við Nýlenduhöfn. Hótelið átti að rísa við byggingar Þjóðminjasafns Grænlands, sem sjá má neðst, við fánastöngina.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Bæjaryfirvöld eru þegar byrjuð að leita að nýjum stað og vonast til að geta kynnt hinum malasískum fjárfestum nýja lóð í janúar. „Við höfum náttúrulega áhuga á að vera nálægt bæði Godthåbsfirði og bæjarkjarnanum. Það er mikilvægt að við séum staðsett í göngufæri við miðbæinn,“ segir Alex Tan. Hótelbyggingin var teiknuð sem þríhyrningur á landfyllingu við Nýlenduhöfn.Mynd/Berjay Land Berhad. Hann segir þetta þýða að arkitektarnir verði að byrja upp á nýtt svo hótelið falli að nýju umhverfi. Enn sé þó fyrirhugað að hótelið verði með um eitthundrað herbergi og veitingastað. Frétt Stöðvar 2 frá síðustu helgi um staðetninguna og hóteláformin má sjá hér: Fréttir af flugi Grænland Íslendingar erlendis Malasía Norðurslóðir Tengdar fréttir Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00 Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Aðaleigandi Icelandair Hotels, malasíska hótelkeðjan Berjaya Corporation Berhad, hefur fallið frá áformum sínum um að reisa lúxushótel víð Nýlenduhöfn í Nuuk. Ástæðan er hávær mótmæli heimamanna gegn staðsetningunni í gamla bæjarhluta höfuðstaðar Grænlands, að því er fram kemur í Sermitsiaq. „Það er mikilvægt fyrir okkur að eiga gott samstarf við heimamenn í Nuuk. Það hafa margir mótmælt hótelverkefninu og við virðum það. Við höfum þessvegna óskað eftir því við bæjarfélagið að það finni annan stað þar sem við getum byggt lúxushótel,“ segir talsmaður hótelkeðjunnar, Alex Tan Ghee Keong, í viðtali við grænlenska miðilinn. Nýi og gamli tíminn í Nuuk. Þjóðminjasafn Grænlands er í neðstu húsunum. Ofar má sjá nýleg ibúðarhús.Friðrik Þór Halldórsson „Við höfum áhuga á því að koma okkur fyrir á Grænlandi og ég er sannfærður um að með okkar stóra tengslaneti í löndum Asíu getum við kynnt grænlenska menningu og laðað fjölda ferðamanna til landsins,“ útskýrir fulltrúi hótelrisans. Elsti bæjarhluti Nuuk er við Nýlenduhöfn. Hótelið átti að rísa við byggingar Þjóðminjasafns Grænlands, sem sjá má neðst, við fánastöngina.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Bæjaryfirvöld eru þegar byrjuð að leita að nýjum stað og vonast til að geta kynnt hinum malasískum fjárfestum nýja lóð í janúar. „Við höfum náttúrulega áhuga á að vera nálægt bæði Godthåbsfirði og bæjarkjarnanum. Það er mikilvægt að við séum staðsett í göngufæri við miðbæinn,“ segir Alex Tan. Hótelbyggingin var teiknuð sem þríhyrningur á landfyllingu við Nýlenduhöfn.Mynd/Berjay Land Berhad. Hann segir þetta þýða að arkitektarnir verði að byrja upp á nýtt svo hótelið falli að nýju umhverfi. Enn sé þó fyrirhugað að hótelið verði með um eitthundrað herbergi og veitingastað. Frétt Stöðvar 2 frá síðustu helgi um staðetninguna og hóteláformin má sjá hér:
Fréttir af flugi Grænland Íslendingar erlendis Malasía Norðurslóðir Tengdar fréttir Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00 Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00
Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34
Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06