Sportpakkinn: Barcelona og Real jöfn á toppnum fyrir áhugaverðan „El Clásico“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 15:00 Lionel Messi fær að heyra það frá Sergio Ramos í leik Real Madrid og Barcelona í fyrra. Getty/David S. Bustamante Barcelona og Real Madrid mætast í kvöld í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Upphaflega áttu liðin að spila 26. október en leiknum var frestað vegna átaka í Barcelona í kjölfar dóms á nokkrum leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. Arnar Björnsson skoðaði kringumstæður leiksins í kvöld. Katalónsku sjálfstæðissinnarnuir fengu 9 til 13 ára fangelsisdóm vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu í óþökk stjórnlagadómstóls og ríkisstjórnar Spánar. „El Clasico“, eins og rimma liðanna er oftast kölluð, er einn stærsti fótboltaleikur á hverju ári og leikurinn í Barcelona í kvöld er ákaflega áhugaverður. Liðin eru jöfn að stigum, Barcelona er ofar á markamun en tveimur mörkum munar á liðunum. Hotel Sofía, sem er 600 metrum frá Nou Camp, verður nokkurs konar bækistöð, bæði liðin komu þangað um hádegið og þar verða einnig dómarinn og aðstoðarmenn hans. Liðin borða hvort á sinni hæðinni og liðsrúturnar fara samtímis á völlinn í lögreglufylgd. Öryggisgæslan verður óvenju mikil. Ivan Rakitic miðjumaður Barcelona lenti í vandræðum með að komast af flugvellinum og knattspyrnustjórinn, Ernesto Valverde, fékk far á vélhjóli en missti af æfingu þegar hann sótti Frenkie de Jong sem var fastur á flugvellinum í einhvern tíma. Liðin hafa mæst 242 sinnum í öllum keppnum en þetta verður 179. leikur liðanna í la liga, bæði hafa unnið 72 leiki en 34 sinnum hafa þau skilið jöfn. Markatalan í leikjunum 178 er mjög áþekk, Real Madrid hefur skoraði 181 mark en fengið á sig 110 en markatalan hjá Barcelona er 179-105. Barcelona hefur haft betur síðustu árin, í 23 leikjum frá 2008 hefur Barcelona unnið 14 en Real Madrid 5. Barcelona hefur ekki tapað í 6 síðustu leikjum, unnið fjóra þeirra. Javier Tebas, forseti La Liga, er harður stuðningsmaður VOX flokksins sem er lengst til hægri í litrófinu í spænskum stjórnmálum. Hann er ekki vinsæll í Katalíníu. Tebes lagði til að leikurinn yrði færður frá Barcelóna til Madrídar en bæði lið lögðust gegn því. Leikurinn í kvöld snýst ekki bara um úrslit, átökin í spænskum stjórnmálum verða einnig í brennidepli. Leikurinn byrjar klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 sport. Grein Arnars Björnsson um leikinn er hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Mikil spenna fyrir El Clásico Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Sjá meira
Barcelona og Real Madrid mætast í kvöld í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Upphaflega áttu liðin að spila 26. október en leiknum var frestað vegna átaka í Barcelona í kjölfar dóms á nokkrum leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. Arnar Björnsson skoðaði kringumstæður leiksins í kvöld. Katalónsku sjálfstæðissinnarnuir fengu 9 til 13 ára fangelsisdóm vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu í óþökk stjórnlagadómstóls og ríkisstjórnar Spánar. „El Clasico“, eins og rimma liðanna er oftast kölluð, er einn stærsti fótboltaleikur á hverju ári og leikurinn í Barcelona í kvöld er ákaflega áhugaverður. Liðin eru jöfn að stigum, Barcelona er ofar á markamun en tveimur mörkum munar á liðunum. Hotel Sofía, sem er 600 metrum frá Nou Camp, verður nokkurs konar bækistöð, bæði liðin komu þangað um hádegið og þar verða einnig dómarinn og aðstoðarmenn hans. Liðin borða hvort á sinni hæðinni og liðsrúturnar fara samtímis á völlinn í lögreglufylgd. Öryggisgæslan verður óvenju mikil. Ivan Rakitic miðjumaður Barcelona lenti í vandræðum með að komast af flugvellinum og knattspyrnustjórinn, Ernesto Valverde, fékk far á vélhjóli en missti af æfingu þegar hann sótti Frenkie de Jong sem var fastur á flugvellinum í einhvern tíma. Liðin hafa mæst 242 sinnum í öllum keppnum en þetta verður 179. leikur liðanna í la liga, bæði hafa unnið 72 leiki en 34 sinnum hafa þau skilið jöfn. Markatalan í leikjunum 178 er mjög áþekk, Real Madrid hefur skoraði 181 mark en fengið á sig 110 en markatalan hjá Barcelona er 179-105. Barcelona hefur haft betur síðustu árin, í 23 leikjum frá 2008 hefur Barcelona unnið 14 en Real Madrid 5. Barcelona hefur ekki tapað í 6 síðustu leikjum, unnið fjóra þeirra. Javier Tebas, forseti La Liga, er harður stuðningsmaður VOX flokksins sem er lengst til hægri í litrófinu í spænskum stjórnmálum. Hann er ekki vinsæll í Katalíníu. Tebes lagði til að leikurinn yrði færður frá Barcelóna til Madrídar en bæði lið lögðust gegn því. Leikurinn í kvöld snýst ekki bara um úrslit, átökin í spænskum stjórnmálum verða einnig í brennidepli. Leikurinn byrjar klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 sport. Grein Arnars Björnsson um leikinn er hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Mikil spenna fyrir El Clásico
Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Sjá meira