Fótbolti

Úrslitaleikur HM í Katar fer fram á þessum degi eftir þrjú ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimsmeistarastyttan verður afhent í Katar á þessum degi eftir þrjú ár.
Heimsmeistarastyttan verður afhent í Katar á þessum degi eftir þrjú ár. Getty/Matthew Ashton

Næsta heimsmeistarakeppni í knattspyrnu karla fer fram á óvenjulegum tíma þar sem ekki var hægt að spila í Katar yfir sumarmánuðina vegna mikils hita.

Keppnin í Katar fer því fram frá 21. nóvember 2022 til 18. desember 2022. Það þýðir jafnframt að það eru nákvæmlega þrjú ár þar til að næsti úrslitaleikur HM verður spilaður.



Félagsliðin verða að hleypa leikmönnum í landsliðin sín 14. nóvember og heimsmeistarakeppnin hefst síðan einni viku síðar.

32 þjóðir komast á HM í Katar þar af mun þrettán þeirra koma frá Evrópu.

Þjóðunum verður skipt niður í átta riðla eins og á HM í Rússlandi 2018 og tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í sextán liða úrslit.



Heimsmeistarakeppnin verður örugglega sett upp mjög svipuð á HM í Rússland sem fór fram frá 14. júní til 15. júlí. Hún verður samt keyrð aðeins hraðar því 31 dagur liðu frá fyrsta til síðasta leiks á HM 2018 en 27 dagar munu líða frá fyrsta til síðasta leiks á HM 2022.

Sextán liða úrslitin á HM 2018 hófust 30. júní eftir sextán daga og sextán liða úrslitin á Hm 2022 ættu því að hefjast í kringum 6. desember 2022.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×