Ensku blöðin fjalla um möguleg kaup Man. United á Erling Håland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 10:30 Hvar endar Erling Braut Håland? Getty/Michael Regan Allt bendir til þess að Red Bull Salzburg selji norska framherjann Erling Braut Håland í janúar og hann er stöðugt orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Ensku blöðin fjölluðu mikið um þessi hugsanlegu kaup í morgun. Metro slær því upp að Erling Braut Håland vilji koma til Manchester United en aðeins ef að stjórnarformaðurinn Ed Wood fullvissi hann um það að framtíð knattspyrnstjórans Ole Gunnars Solskjær sé tryggð. Ole Gunnar var orðinn valtur í sessi á dögunum en sigrar á Tottenham og Manchester City gáfu honum meiri starfsfrið. Manchester United are reportedly confident they can sign Red Bull Salzburg striker Erling Braut Haaland for £76m in January. It's in the football gossip https://t.co/jQXdFJnxjH#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/P3ythw7XO7— BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2019 Daily Mail og Sun segja að Manchester United sé bjartsýnt á að geta keypt Erling Braut Håland fyrir 76 milljónir punda í janúar ef að félagið er síðan tilbúið að lána hann aftur til Red Bull Salzburg fram á vor. Stuðningsmenn Manchester United eru örugglega ekki of ánægðir með slíkt fyrirkomulag enda þarf United á Håland að halda sem fyrst þar sem breiddin er ekki mikil hjá liðinu hvað varðar framherja. 'For Solskjaer to recruit four players without one of them being a midfielder would be negligent.' #mufchttps://t.co/BVuMuMTNQp— Man United News (@ManUtdMEN) December 18, 2019 Kicker segir einnig frá því að Leipzig sé búið að staðfesta að félagið hafi gert tilboð í norska framherjann. Þar kemur fram að það sé hægt að kaupa samning Håland við Red Bull Salzburg fyrir tuttugu milljónir punda en að Salzburg vilji fá nær 60 milljónum punda fyrir hann og að austurríska félagið vonist eftir því að mörg lið bjóði í hann. Express heldur því fram að Erling Braut Håland sjálfur hafi óskað eftir sölu í janúar og að fjögur félög ætli að bjóða í hann. Håland á jafnframt að hafa sagt United að hann vilji vera fastamaður í liðinu eigi hann að koma þangað. Erling Braut Haaland is playing with us... Read the whole thread to understand! Look at the location and his clothes when this photos are taken, look at his poses when he "sign" Napoli, Leeds, Salzburg, Molde shirts! pic.twitter.com/RUSgVOXhy8— United Daily (@UnitedDaily9) December 17, 2019 Daily Mail segir frá stríðni Erling Braut Håland sem birti mynd af sér að árita Manchester United treyju en seinna komu inn myndir af honum að árita treyjur Leeds, Napoli og RB Salzburg. Håland situation, right now... Bid from Man United. Bid from Juventus. Bid from Leipzig. Bid from Borussia Dortmund. He’s going to decide soon with his family and Raiola. Ole knows he wants to play. He wants to be a starter. That will be the key of his next move.#Haaland— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 18, 2019 Fabrizio Romano er oft fyrstur með fréttirnar og hann telur að Manchester United, Juventus, Leipzig og Borussia Dortmund hafi öll boðið í Norðmanninn en að Erling Braut Håland ætli að ákveða sig með því að ræða við fjölskyldu sína og umboðsmanninn Raiola. Það eru ekki margir dagar í að glugginn opnist og það verður fróðlegt að sjá hvaða treyju Erling Braut Håland klæðist á seinni hluta tímabilsins. Enski boltinn Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Fleiri fréttir Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Sjá meira
Allt bendir til þess að Red Bull Salzburg selji norska framherjann Erling Braut Håland í janúar og hann er stöðugt orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Ensku blöðin fjölluðu mikið um þessi hugsanlegu kaup í morgun. Metro slær því upp að Erling Braut Håland vilji koma til Manchester United en aðeins ef að stjórnarformaðurinn Ed Wood fullvissi hann um það að framtíð knattspyrnstjórans Ole Gunnars Solskjær sé tryggð. Ole Gunnar var orðinn valtur í sessi á dögunum en sigrar á Tottenham og Manchester City gáfu honum meiri starfsfrið. Manchester United are reportedly confident they can sign Red Bull Salzburg striker Erling Braut Haaland for £76m in January. It's in the football gossip https://t.co/jQXdFJnxjH#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/P3ythw7XO7— BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2019 Daily Mail og Sun segja að Manchester United sé bjartsýnt á að geta keypt Erling Braut Håland fyrir 76 milljónir punda í janúar ef að félagið er síðan tilbúið að lána hann aftur til Red Bull Salzburg fram á vor. Stuðningsmenn Manchester United eru örugglega ekki of ánægðir með slíkt fyrirkomulag enda þarf United á Håland að halda sem fyrst þar sem breiddin er ekki mikil hjá liðinu hvað varðar framherja. 'For Solskjaer to recruit four players without one of them being a midfielder would be negligent.' #mufchttps://t.co/BVuMuMTNQp— Man United News (@ManUtdMEN) December 18, 2019 Kicker segir einnig frá því að Leipzig sé búið að staðfesta að félagið hafi gert tilboð í norska framherjann. Þar kemur fram að það sé hægt að kaupa samning Håland við Red Bull Salzburg fyrir tuttugu milljónir punda en að Salzburg vilji fá nær 60 milljónum punda fyrir hann og að austurríska félagið vonist eftir því að mörg lið bjóði í hann. Express heldur því fram að Erling Braut Håland sjálfur hafi óskað eftir sölu í janúar og að fjögur félög ætli að bjóða í hann. Håland á jafnframt að hafa sagt United að hann vilji vera fastamaður í liðinu eigi hann að koma þangað. Erling Braut Haaland is playing with us... Read the whole thread to understand! Look at the location and his clothes when this photos are taken, look at his poses when he "sign" Napoli, Leeds, Salzburg, Molde shirts! pic.twitter.com/RUSgVOXhy8— United Daily (@UnitedDaily9) December 17, 2019 Daily Mail segir frá stríðni Erling Braut Håland sem birti mynd af sér að árita Manchester United treyju en seinna komu inn myndir af honum að árita treyjur Leeds, Napoli og RB Salzburg. Håland situation, right now... Bid from Man United. Bid from Juventus. Bid from Leipzig. Bid from Borussia Dortmund. He’s going to decide soon with his family and Raiola. Ole knows he wants to play. He wants to be a starter. That will be the key of his next move.#Haaland— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 18, 2019 Fabrizio Romano er oft fyrstur með fréttirnar og hann telur að Manchester United, Juventus, Leipzig og Borussia Dortmund hafi öll boðið í Norðmanninn en að Erling Braut Håland ætli að ákveða sig með því að ræða við fjölskyldu sína og umboðsmanninn Raiola. Það eru ekki margir dagar í að glugginn opnist og það verður fróðlegt að sjá hvaða treyju Erling Braut Håland klæðist á seinni hluta tímabilsins.
Enski boltinn Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Fleiri fréttir Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Sjá meira