Fótbolti

Íhugar að hætta að spila og einbeita sér að baráttunni við rasisma

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Yaya Toure lyftir Englandsmeistaratitlinum í búningi Manchester City
Yaya Toure lyftir Englandsmeistaratitlinum í búningi Manchester City Vísir/Getty

Yaya Toure, fyrrum Englandsmeistari með Manchester City, íhugar að leggja fótboltaskóna á hilluna til þess að fara af fullum krafti í baráttuna við kynþáttaníð í fótboltaheiminum.

Toure, sem spilar í dag með kínverska liðinu Qingdao Huanghai, var einn af þeim sem gagnrýndu apamálverkin sem Seria A deildin á Ítalíu lét gera. Hann sagði málverkin vera eitt af því sem lætur hann íhuga að hætta svo hann geti farið að vinna með FIFA.

„Þegar ég sá þetta þá hugsaði ég að ég þyrfti að hætta og ganga til liðs við FIFA því þessir hlutir voru mjög særandi,“ sagði Toure.

Kynþáttaníð í fótboltaheiminum hefur verið mikið til umræðu síðustu misserin, og þá hefur það verið einkar áberandi á Ítalíu í vetur.

Fyrrum liðsfélagi Toure hjá Manchester City, Mario Balotelli, er einn af þeim sem hefur þurft að þola kynþáttaníð á Ítalíu.


Tengdar fréttir

Roma og AC Milan fordæma bæði apamyndirnar

Tvö af stærstu félögum ítalska fótboltans, Roma og AC Milan, hafa bæði fordæmt nýju veggspjöldin sem forráðamenn Seríu A ætla að bjóða upp á í baráttunni við kynþáttafordóma í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×