Frumvarpið snúist ekki um Ríkisútvarpið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2019 13:40 Helst var gagnrýnt í umræðu um fjölmiðlafrumvarpið að ekki væri samhliða tekið á umfangi Ríkisútvarpsins. Vísir/Vilhelm Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra svarar þeirri gagnrýni á þá leið að frumvarpið fjalli einfaldlega ekki um Ríkisútvarpið, heldur einkarekna fjölmiðla. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins voru meðal þeirra sem í gær lýstu þeim skoðunum sínum að þeim þætti eðlilegra að draga til dæmis úr umfangi RÚV á auglýsingamarkaði, áður en farið verður í beinar endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla.Sjá einnig: Ræddu fjölmiðlafrumvarpið fram á nótt „Við erum kannski að einhverju leyti í svipuðum sporum og læknirinn sem horfir á sjúklinginn og á um tvennt að velja. Hann getur skorið meinið í burt og komið sjúklingnum til heilbrigðis eða gefið honum verkjalyfi í þeirri von að honum líði eitthvað betur en síðan auðvitað mun verkun verkjalyfins líða hjá,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, til að mynda í umræðu um málið á Alþingi í gær. Ætla má að meinið í þessari líkingu Óla Bjarnar vísi til samkeppnisforskots Ríkisútvarpsins og lyfjagjöfin til ríkisstuðnings við einkarekna fjölmiðla. Ítrekaði hann þó að honum þætti góður hugur liggja að baki frumvarpinu. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/vilhelm „Þetta frumvarp fjallar um einkarekna fjölmiðla, við fjöllum svo um málefni RÚV í þjónustusamningi og það eru ákveðin lög sem fjalla líka um hlutverk RÚV. Ég bind hins vegar vonir við það að þetta frumvarp um einkarekna fjölmiðla, það er að segja stuðningur við þá, er einn liður í því að styrkja stöðu íslenskra fjölmiðla,“ segir Lilja, spurð út í þessa gagnrýni sem fram kom í máli Óla Bjarnar og annarra þingmanna í umræðu um málið í gær. Frumvarpinu hefur nú verið vísað til allsherjar- og menntamálanefndar sem fundaði um málið strax í morgun að sögn Páls Magnússonar, formanns nefndarinnar. Stefnt er að því að senda málið út strax í dag til umsagnar en óskað verður sérstaklega eftir umsögnum frá þeim aðilum sem málið varðar með einum eða öðrum hætti. Öllum er þó frjálst að senda inn umsögn. Gert er ráð fyrir að umsagnarfrestur verði til 10. janúar að sögn Páls. Strangar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald þeirra fjölmiðla sem sækja um stuðning.Vísir/vilhelm Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tvísýnt um hvort fjölmiðlafrumvarp komist á dagskrá fyrir jól Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var á dagskrá Alþingis á mánudaginn en var tekið af dagskrá eftir að stjórnarandstaðan greip á það ráð að sniðganga atkvæðagreiðslur. 11. desember 2019 13:24 Fjölmiðlafrumvarpið lagt fram á Alþingi Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag og hefur verið birt á vef Alþingis. 6. desember 2019 22:02 Bjarni segist vilja öflugt og sjálfstætt Ríkisútvarp Þrátt fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins telji að endurskoða þurfi stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði segist hann þó ekki vilja draga jaxlana úr stofnuninni. 13. desember 2019 09:25 Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. 7. desember 2019 12:04 Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. 17. desember 2019 12:12 Mælti loks fyrir fjölmiðlafrumvarpinu eftir erfiða meðferð í ríkisstjórn Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti í kvöld fyrir breytingum á lögum um fjölmiðla á Alþingi. Verði frumvarp hennar samþykkt geta einkareknir fjölmiðlar átt rétt á stuðningi frá hinu opinbera að uppfylltum skilyrðum. 16. desember 2019 23:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sú gagnrýni sem fram kom í umræðum um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra í fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi snéri einna helst að því að ekki væri samhliða reynt að stemma stigu við því mikla samkeppnisforskoti sem RÚV hafi á fjölmiðlamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra svarar þeirri gagnrýni á þá leið að frumvarpið fjalli einfaldlega ekki um Ríkisútvarpið, heldur einkarekna fjölmiðla. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins voru meðal þeirra sem í gær lýstu þeim skoðunum sínum að þeim þætti eðlilegra að draga til dæmis úr umfangi RÚV á auglýsingamarkaði, áður en farið verður í beinar endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla.Sjá einnig: Ræddu fjölmiðlafrumvarpið fram á nótt „Við erum kannski að einhverju leyti í svipuðum sporum og læknirinn sem horfir á sjúklinginn og á um tvennt að velja. Hann getur skorið meinið í burt og komið sjúklingnum til heilbrigðis eða gefið honum verkjalyfi í þeirri von að honum líði eitthvað betur en síðan auðvitað mun verkun verkjalyfins líða hjá,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, til að mynda í umræðu um málið á Alþingi í gær. Ætla má að meinið í þessari líkingu Óla Bjarnar vísi til samkeppnisforskots Ríkisútvarpsins og lyfjagjöfin til ríkisstuðnings við einkarekna fjölmiðla. Ítrekaði hann þó að honum þætti góður hugur liggja að baki frumvarpinu. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/vilhelm „Þetta frumvarp fjallar um einkarekna fjölmiðla, við fjöllum svo um málefni RÚV í þjónustusamningi og það eru ákveðin lög sem fjalla líka um hlutverk RÚV. Ég bind hins vegar vonir við það að þetta frumvarp um einkarekna fjölmiðla, það er að segja stuðningur við þá, er einn liður í því að styrkja stöðu íslenskra fjölmiðla,“ segir Lilja, spurð út í þessa gagnrýni sem fram kom í máli Óla Bjarnar og annarra þingmanna í umræðu um málið í gær. Frumvarpinu hefur nú verið vísað til allsherjar- og menntamálanefndar sem fundaði um málið strax í morgun að sögn Páls Magnússonar, formanns nefndarinnar. Stefnt er að því að senda málið út strax í dag til umsagnar en óskað verður sérstaklega eftir umsögnum frá þeim aðilum sem málið varðar með einum eða öðrum hætti. Öllum er þó frjálst að senda inn umsögn. Gert er ráð fyrir að umsagnarfrestur verði til 10. janúar að sögn Páls. Strangar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald þeirra fjölmiðla sem sækja um stuðning.Vísir/vilhelm
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tvísýnt um hvort fjölmiðlafrumvarp komist á dagskrá fyrir jól Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var á dagskrá Alþingis á mánudaginn en var tekið af dagskrá eftir að stjórnarandstaðan greip á það ráð að sniðganga atkvæðagreiðslur. 11. desember 2019 13:24 Fjölmiðlafrumvarpið lagt fram á Alþingi Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag og hefur verið birt á vef Alþingis. 6. desember 2019 22:02 Bjarni segist vilja öflugt og sjálfstætt Ríkisútvarp Þrátt fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins telji að endurskoða þurfi stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði segist hann þó ekki vilja draga jaxlana úr stofnuninni. 13. desember 2019 09:25 Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. 7. desember 2019 12:04 Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. 17. desember 2019 12:12 Mælti loks fyrir fjölmiðlafrumvarpinu eftir erfiða meðferð í ríkisstjórn Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti í kvöld fyrir breytingum á lögum um fjölmiðla á Alþingi. Verði frumvarp hennar samþykkt geta einkareknir fjölmiðlar átt rétt á stuðningi frá hinu opinbera að uppfylltum skilyrðum. 16. desember 2019 23:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Tvísýnt um hvort fjölmiðlafrumvarp komist á dagskrá fyrir jól Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var á dagskrá Alþingis á mánudaginn en var tekið af dagskrá eftir að stjórnarandstaðan greip á það ráð að sniðganga atkvæðagreiðslur. 11. desember 2019 13:24
Fjölmiðlafrumvarpið lagt fram á Alþingi Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag og hefur verið birt á vef Alþingis. 6. desember 2019 22:02
Bjarni segist vilja öflugt og sjálfstætt Ríkisútvarp Þrátt fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins telji að endurskoða þurfi stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði segist hann þó ekki vilja draga jaxlana úr stofnuninni. 13. desember 2019 09:25
Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. 7. desember 2019 12:04
Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. 17. desember 2019 12:12
Mælti loks fyrir fjölmiðlafrumvarpinu eftir erfiða meðferð í ríkisstjórn Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti í kvöld fyrir breytingum á lögum um fjölmiðla á Alþingi. Verði frumvarp hennar samþykkt geta einkareknir fjölmiðlar átt rétt á stuðningi frá hinu opinbera að uppfylltum skilyrðum. 16. desember 2019 23:00