Paul Pogba, leikmaður Manchester United, veiktist eftir brúðkaup bróður síns í Frakklandi á föstudaginn.
Franski miðjumaðurinn fór í skoðun hjá lækni United á laugardaginn og varð svo enn veikari daginn eftir.
Pogba hefur verið frá vegna ökklameiðsla síðan í september. Hann átti að byrja að æfa í þessari viku en endurkomunni seinkaði vegna veikindanna.
Pogba hefur ekki leikið með United síðan í 1-1 jafnteflinu við Arsenal 30. september.
United tekur á móti Colchester United í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins annað kvöld.
