Fótbolti

Roma og AC Milan fordæma bæði apamyndirnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tvær af apamyndunum óvinsælu.
Tvær af apamyndunum óvinsælu. Skjámynd

Tvö af stærstu félögum ítalska fótboltans, Roma og AC Milan, hafa bæði fordæmt nýju veggspjöldin sem forráðamenn Seríu A ætla að bjóða upp á í baráttunni við kynþáttafordóma í landinu.

Kynþáttafordómar hafa verið afar áberandi í ítalska fótboltanum á þessu tímabili sem og oft áður. Það eru því nær allir sammála um að það þurfi að gera eitthvað í málinu.

Ítalska úrvalsdeildin bauð hins vegar upp á sorgleg veggspjöld sem áttu að hvetja fólk á Ítalíu til að hætta kynþáttafordómum og rasisma á fótboltavöllum á Ítalíu.

Á veggspjöldunum þremur, sem voru kynnt í höfuðstöðvum deildarinnar í Mílanó, eru nefnilega myndir af öpum með málað andlit og undir stendur „Nei við rasisma.“



„Við erum mjög á móti því að nota myndir af öpum í baráttunni gegn rasisma,“ segir í yfirlýsingu AC Milan.

„Við skiljum það að deildin vilji taka á rasisma en að okkar mati er þetta ekki rétta leiðin,“ segir í yfirlýsingu Roma.

Bæði félögin birtu athugasemdir sínar við herferðina á samfélagsmiðlum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×