Enski boltinn

Rosaleg leikjadagskrá Man. City áður en kemur að seinni leiknum við Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. Getty/ Robbie Jay Barratt

Ætli Manchester City að eiga einhverja möguleika á að vinna ensku deildina þriðja árið í röð þá þarf liðið vinna seinni leikinn við Liverpool.

Í gær var dregið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og þar lenti Manchester City á móti Real Madrid.

Þetta þýðir tvo stórleiki á móti margföldum Evrópumeisturum í febrúar og mars.

Fyrir vikið er Manchester City liðið með all svakalega leikjadagskrá áður en kemur að umræddum seinni leik við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Í vikunum á undan mun Manchester City spila tvisvar við Real Madrid auk þess að mæta Manchester United, Arsenal, Chelsea og Leicester.

Hér fyrir neðan má sjá hvað bíður Pep Guardiola og lærisveina hans eftir áramót.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×