Síbrotamaður í steininn fyrir líkamsárás á Laugardalsvelli og 23 önnur brot Eiður Þór Árnason skrifar 17. desember 2019 07:30 Umrædd líkamsárás átti sér stað á tónleikum hljómsveitarinnar Guns N' Roses á Laugardalsvelli. Getty/Kevin Winter Ívar Aron Hill Ævarsson var þann 3. desember síðastliðinn dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í 22 mánaða fangelsisvist fyrir margvísleg brot í alls 24 ákæruliðum. Var Ívar meðal annars ákærður fyrir að hafa slegið einstakling í andlit og höfuð undir stúkunni á Laugardalsvelli svo hann féll til jarðar þann 24. júlí 2018. Þann dag fóru fram tónleikar hljómsveitarinnar Guns N' Roses á Laugardalsvelli.Sjá einnig: Síbrotamaður dæmdurÍvari er þá gert að hafa sparkað í líkama hans og höfuð með þeim afleiðingum að brotaþolinn hlaut heilahristing, mar á baki og yfirborðsáverka á höfði. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa ekið ítrekað undir áhrifum slævandi lyfja og ólöglegra vímuefna, vörslu fíkniefna og að hafa tekið bifreiðar ítrekað ófrjálsri hendi. Flest öll brotin framin árið 2019 Þar að auki var hann ákærður fyrir þjófnað og innbrot inn á heimili, í fyrirtæki og verslanir. Nær öll 24 brotin voru framin árið 2019. Ívar játaði sakargiftir fyrir dómi og var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Ívari var gert að greiða málskostnað brotaþola líkamsárásarinnar og 415 þúsund krónur í miskabætur. Hann var einnig dæmdur til að greiða allan annan sakarkostnað og sviptur ökuréttindum ævilangt. Á sér langan brotaferil Fram kemur í dómnum að Ívar eigi að baki umtalsverðan sakaferil sem nái aftur til ársins 2008. „Ákærði hefur nú í sjötta sinn verið fundinn sekur um akstur undir áhrifum áfengis eða ávana-og fíkniefna. Ákærði hefur nú í fimmta sinn verið fundinn sekur um akstur sviptur ökurétti.“ Þó nokkuð hefur verið fjallað um brot Ívars undanfarin ár og fram hefur komið að hann hafi verið liðsmaður hins svokallaða Árnesgengis. Meðlimir hópsins voru meðal annars dæmdir fyrir fjölda þjófnaða í Árnessýslu sem áttu sér stað árið 2006. Reyndi að ræna hraðbanka í heilu lagi Árið 2007 var Ívar á meðal tíu manna hóps sem var samanlagt ákærður í sjötíu ákæruliðum. Var hann þá meðal annars ákærður fyrir að hafa í slagtogi við þrjá aðra reynt að ræna hraðbanka í heilu lagi með því að velta honum upp á pallbíl.Sjá einnig: Hæstiréttur þyngir dóm yfir síbrotamanniEr hann sama ár einnig sagður hafa tekið þátt „í ótrúlegri afbrotahrinu sem teygði sig frá höfuðborgarsvæðinu og norður í Eyjafjarðarsveit. Á því ferðalagi bar Ívar Aron meðal annars eld að sumarhúsi sem stórskemmdist, auk þess sem hópurinn náði að flýja úr fangelsinu á Akureyri.“ Ákærður fyrir aðild að vopnuðu ráni Einnig var Ívar ákærður árið 2011 fyrir aðild að vopnuðu ráni þar sem brotaþoli er sagður hafa verið fluttur nauðugur að heimili sínu. „Á leiðinni hélt hvor undir sinn handlegg mannsins og beindu öðru hvoru hnífum að síðum hans, að því er segir í ákæru. Þegar kom á heimili mannsins söfnuðu hinir ákærðu ræningjar saman ýmsum verðmætum í eigu hans og höfðu á brott með sér. Fórnarlambið reyndi ekki að hindra mennina af ótta við þá.“ Dómsmál Laugardalsvöllur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hæstiréttur þyngir dóm yfir síbrotamanni Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm Héraðsdóm Suðurlands yfir Ívari Aron Hill Ævarssyni en hann var upphaflega dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir nytjastuld, gripdeild, þjófnað og fleira. Hæstiréttur bætti 14 mánuðum við dóminn. Þá var Ívar einnig sviptur ökuréttindum ævilangt. 13. desember 2012 17:16 Ívar Aron Hill enn ákærður Ívar Aron Hill Ævarsson, 21 árs síbrotamaður, hefur verið ákærður fyrir þjófnaðar- og umferðarlagabrot sem hann framdi dagana eftir að honum var sleppt lausum úr gæsluvarðhaldi í byrjun júlí. 4. ágúst 2007 02:15 Liðsmenn Árnesgengisins ákærðir fyrir vopnað rán Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði. 29. september 2011 04:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
Ívar Aron Hill Ævarsson var þann 3. desember síðastliðinn dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í 22 mánaða fangelsisvist fyrir margvísleg brot í alls 24 ákæruliðum. Var Ívar meðal annars ákærður fyrir að hafa slegið einstakling í andlit og höfuð undir stúkunni á Laugardalsvelli svo hann féll til jarðar þann 24. júlí 2018. Þann dag fóru fram tónleikar hljómsveitarinnar Guns N' Roses á Laugardalsvelli.Sjá einnig: Síbrotamaður dæmdurÍvari er þá gert að hafa sparkað í líkama hans og höfuð með þeim afleiðingum að brotaþolinn hlaut heilahristing, mar á baki og yfirborðsáverka á höfði. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa ekið ítrekað undir áhrifum slævandi lyfja og ólöglegra vímuefna, vörslu fíkniefna og að hafa tekið bifreiðar ítrekað ófrjálsri hendi. Flest öll brotin framin árið 2019 Þar að auki var hann ákærður fyrir þjófnað og innbrot inn á heimili, í fyrirtæki og verslanir. Nær öll 24 brotin voru framin árið 2019. Ívar játaði sakargiftir fyrir dómi og var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Ívari var gert að greiða málskostnað brotaþola líkamsárásarinnar og 415 þúsund krónur í miskabætur. Hann var einnig dæmdur til að greiða allan annan sakarkostnað og sviptur ökuréttindum ævilangt. Á sér langan brotaferil Fram kemur í dómnum að Ívar eigi að baki umtalsverðan sakaferil sem nái aftur til ársins 2008. „Ákærði hefur nú í sjötta sinn verið fundinn sekur um akstur undir áhrifum áfengis eða ávana-og fíkniefna. Ákærði hefur nú í fimmta sinn verið fundinn sekur um akstur sviptur ökurétti.“ Þó nokkuð hefur verið fjallað um brot Ívars undanfarin ár og fram hefur komið að hann hafi verið liðsmaður hins svokallaða Árnesgengis. Meðlimir hópsins voru meðal annars dæmdir fyrir fjölda þjófnaða í Árnessýslu sem áttu sér stað árið 2006. Reyndi að ræna hraðbanka í heilu lagi Árið 2007 var Ívar á meðal tíu manna hóps sem var samanlagt ákærður í sjötíu ákæruliðum. Var hann þá meðal annars ákærður fyrir að hafa í slagtogi við þrjá aðra reynt að ræna hraðbanka í heilu lagi með því að velta honum upp á pallbíl.Sjá einnig: Hæstiréttur þyngir dóm yfir síbrotamanniEr hann sama ár einnig sagður hafa tekið þátt „í ótrúlegri afbrotahrinu sem teygði sig frá höfuðborgarsvæðinu og norður í Eyjafjarðarsveit. Á því ferðalagi bar Ívar Aron meðal annars eld að sumarhúsi sem stórskemmdist, auk þess sem hópurinn náði að flýja úr fangelsinu á Akureyri.“ Ákærður fyrir aðild að vopnuðu ráni Einnig var Ívar ákærður árið 2011 fyrir aðild að vopnuðu ráni þar sem brotaþoli er sagður hafa verið fluttur nauðugur að heimili sínu. „Á leiðinni hélt hvor undir sinn handlegg mannsins og beindu öðru hvoru hnífum að síðum hans, að því er segir í ákæru. Þegar kom á heimili mannsins söfnuðu hinir ákærðu ræningjar saman ýmsum verðmætum í eigu hans og höfðu á brott með sér. Fórnarlambið reyndi ekki að hindra mennina af ótta við þá.“
Dómsmál Laugardalsvöllur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hæstiréttur þyngir dóm yfir síbrotamanni Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm Héraðsdóm Suðurlands yfir Ívari Aron Hill Ævarssyni en hann var upphaflega dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir nytjastuld, gripdeild, þjófnað og fleira. Hæstiréttur bætti 14 mánuðum við dóminn. Þá var Ívar einnig sviptur ökuréttindum ævilangt. 13. desember 2012 17:16 Ívar Aron Hill enn ákærður Ívar Aron Hill Ævarsson, 21 árs síbrotamaður, hefur verið ákærður fyrir þjófnaðar- og umferðarlagabrot sem hann framdi dagana eftir að honum var sleppt lausum úr gæsluvarðhaldi í byrjun júlí. 4. ágúst 2007 02:15 Liðsmenn Árnesgengisins ákærðir fyrir vopnað rán Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði. 29. september 2011 04:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
Hæstiréttur þyngir dóm yfir síbrotamanni Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm Héraðsdóm Suðurlands yfir Ívari Aron Hill Ævarssyni en hann var upphaflega dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir nytjastuld, gripdeild, þjófnað og fleira. Hæstiréttur bætti 14 mánuðum við dóminn. Þá var Ívar einnig sviptur ökuréttindum ævilangt. 13. desember 2012 17:16
Ívar Aron Hill enn ákærður Ívar Aron Hill Ævarsson, 21 árs síbrotamaður, hefur verið ákærður fyrir þjófnaðar- og umferðarlagabrot sem hann framdi dagana eftir að honum var sleppt lausum úr gæsluvarðhaldi í byrjun júlí. 4. ágúst 2007 02:15
Liðsmenn Árnesgengisins ákærðir fyrir vopnað rán Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði. 29. september 2011 04:00