Enski boltinn

Í beinni í dag: Krakkalið Liver­pool á Villa Park og pílan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jurgen Klopp verður ekki á hliðarlínunni í kvöld.
Jurgen Klopp verður ekki á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty

Pílan heldur áfram á sportrás Stöðvar 2 í allan dag en í tvígang í dag verður sýnt frá Alexandra Palace, eða Ally Pally í London, í dag.

Fyrri útsending dagsins hefst klukkan 12.30 og síðari klukkan 19.00 en Páll Sævar Guðjónsson mun leiða áhorfendur í gegnum daginn í dag er fyrsta umferðin heldur áfram.







Það er ekki bara píla á dagskránni í dag því Aston Villa og Liverpool mætast í enska deildarbikarnum. Liverpool mun þó ekki stilla upp sínu besta liði því aðallið félagsins er í Katar á HM félagsliða.

Það verður því ansi ungt lið Liverpool sem mætir á Villa Park í kvöld og verður fróðlegt að fylgjast með hvað þeir gera. Jurgen Klopp, stjóri liðsins, verður heldur ekki á hliðarlínunni þar sem hann er einnig í Katar.







Allar útsendingarnar sem eru framundan má sjá hér.

Beinar útsendingar dagsins:

12.30 HM í pílukasti (Stöð 2 Sport 2)

19.00 HM í pílukasti (Stöð 2 Sport 2)

19.40 Aston Villa - Liverpool (Stöð 2 Sport)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×