„Ég svara því bara fullum hálsi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. desember 2019 12:39 Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vísar á bug ásökunum um að hafa rofið trúnað um umfjöllun málsins í nefndinni. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, og Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, samþykktu fyrr í þessum mánuði tillögu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Sjá einnig: Saka hvort annað um að misskilja málið Skömmu síðar lagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður nefndarinnar, fram bókun þar sem segir að Guðmundur Andri hafi fjallað opinberlega um efni fundarins, sem feli í sér skýrt brot á þingskaparlögum. Harmar Líneik í bókun sinni að þingmaðurinn hafi rofið trúnað en því vísar Guðmundur Andri á bug. „Ég svara því bara fullum hálsi og neita því að ég hafi gert það. Ég sagði frá fundi og sagði frá þeirri afstöðu sem að fundarmenn hefðu haft en ég var ekki að rekja einstök orðaskipti og ég var ekkert að bera á torg neinar viðkvæmar upplýsingar. Þannig að ég er ekki sammála því, “ segir Guðmundur Andri. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar í dag, þegar henni gefst færi á að funda milli anna í þinginu. „Þá munum við væntanlega setja niður fyrir okkur spurningar sem að við leggjum fyrir ráðuneytið í þessari rannsókn,“ segir Guðmundur Andri. Formaður nefndarinnar „hrapi að ályktunum“ Á sama fundi og Líneik lagði fram bókun um meintan trúnaðarbrest Guðmundar Andra, sem fór fram þann 9. desember, lagði hún fram aðra bókun þar sem hún lýsir áhyggjum af framferði Þórhildar Sunnu, formanns nefndarinnar, vegna málsins. „Áhyggjuefni er þegar formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hrapar ítrekað að ályktunum og gefur sér niðurstöðu fyrir fram í flóknum málum, nú síðast í málum sem varða hæfi ráðherra sjávarútvegsmála. Þar hefur þess ekki verið gætt að málefnaleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við meðferð mála í nefndinni, með því að veita ráðherra eðlilegt færi á því að skýra orð sín, sem og að neita nefndarmönnum um frekari gögn í málinu, áður en ákvörðun er tekin um frumkvæðisathugun nefndarinnar,“ segir meðal annars í bókun Líneikur. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Útilokar ekki frumkvæðisrannsókn Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 19:00 Saka hvort annað um að misskilja málið Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vísar á bug ásökunum um að hafa rofið trúnað um umfjöllun málsins í nefndinni. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, og Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, samþykktu fyrr í þessum mánuði tillögu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Sjá einnig: Saka hvort annað um að misskilja málið Skömmu síðar lagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður nefndarinnar, fram bókun þar sem segir að Guðmundur Andri hafi fjallað opinberlega um efni fundarins, sem feli í sér skýrt brot á þingskaparlögum. Harmar Líneik í bókun sinni að þingmaðurinn hafi rofið trúnað en því vísar Guðmundur Andri á bug. „Ég svara því bara fullum hálsi og neita því að ég hafi gert það. Ég sagði frá fundi og sagði frá þeirri afstöðu sem að fundarmenn hefðu haft en ég var ekki að rekja einstök orðaskipti og ég var ekkert að bera á torg neinar viðkvæmar upplýsingar. Þannig að ég er ekki sammála því, “ segir Guðmundur Andri. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar í dag, þegar henni gefst færi á að funda milli anna í þinginu. „Þá munum við væntanlega setja niður fyrir okkur spurningar sem að við leggjum fyrir ráðuneytið í þessari rannsókn,“ segir Guðmundur Andri. Formaður nefndarinnar „hrapi að ályktunum“ Á sama fundi og Líneik lagði fram bókun um meintan trúnaðarbrest Guðmundar Andra, sem fór fram þann 9. desember, lagði hún fram aðra bókun þar sem hún lýsir áhyggjum af framferði Þórhildar Sunnu, formanns nefndarinnar, vegna málsins. „Áhyggjuefni er þegar formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hrapar ítrekað að ályktunum og gefur sér niðurstöðu fyrir fram í flóknum málum, nú síðast í málum sem varða hæfi ráðherra sjávarútvegsmála. Þar hefur þess ekki verið gætt að málefnaleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við meðferð mála í nefndinni, með því að veita ráðherra eðlilegt færi á því að skýra orð sín, sem og að neita nefndarmönnum um frekari gögn í málinu, áður en ákvörðun er tekin um frumkvæðisathugun nefndarinnar,“ segir meðal annars í bókun Líneikur.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Útilokar ekki frumkvæðisrannsókn Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 19:00 Saka hvort annað um að misskilja málið Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Útilokar ekki frumkvæðisrannsókn Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 19:00
Saka hvort annað um að misskilja málið Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. 8. desember 2019 18:11
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent