„Velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2019 19:00 Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. Miklir veikleikar birtust viðbragðsaðilum í Tetrakerfinu þegar óveðrið fór yfir landið í liðinni viku. Kerfið lá til dæmis niðri í sólarhring í Skagafirði og er það mat viðbragðsaðila að ekki sé hægt að treysta á það. Úrbóta sé þörf, fjölga þurfi sendum og búa þannig um hnúta að þó rafmagn fari þá endist varaflið lengur en sólarhring. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta kalla á víðtæka úttekt og hefur lagt fram fjölda fyrirspurna um málið á Alþingi. „Þegar Tetra-kerfið fer missa viðbragðsaðilar tæki til samskipta. Það lítur út fyrir að þetta hafi gerst með alvarlegum hætti í Skagafirði og full nauðsyn að fara vel og ítarlega yfir þetta,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tetrakerfið var ekki það eina sem datt út. Fjarskipti eins og þau lögðu sig rofnuðu á Norðurlandi. Almenningur hafði til dæmis ekki farsímasamband þegar rafmagnið fór. Njáll segir þetta dæmi um hversu viðkvæm nútímatækni getur verið. „Tækni á Íslandi hefur breyst gríðarlega frá veðrunum 91 og 95, þegar síðast urðu gríðarlegar raforkutruflanir, þá vorum við með koparsíma þá. Ég velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar,“ segir Njáll. Tryggja þurfi varaafl hjá farsímasendum og gera fjarskipta fyrirtækjum kleift að samnýta varaflsbúnað. Samkeppnislög koma þó í veg fyrir það í dag. „Við verðum að skoða hvort þjóðaröryggishagsmunir eiga að ná lengra en það sem snýr að samkeppnishagsmunum í landinu.“ Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. Miklir veikleikar birtust viðbragðsaðilum í Tetrakerfinu þegar óveðrið fór yfir landið í liðinni viku. Kerfið lá til dæmis niðri í sólarhring í Skagafirði og er það mat viðbragðsaðila að ekki sé hægt að treysta á það. Úrbóta sé þörf, fjölga þurfi sendum og búa þannig um hnúta að þó rafmagn fari þá endist varaflið lengur en sólarhring. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta kalla á víðtæka úttekt og hefur lagt fram fjölda fyrirspurna um málið á Alþingi. „Þegar Tetra-kerfið fer missa viðbragðsaðilar tæki til samskipta. Það lítur út fyrir að þetta hafi gerst með alvarlegum hætti í Skagafirði og full nauðsyn að fara vel og ítarlega yfir þetta,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tetrakerfið var ekki það eina sem datt út. Fjarskipti eins og þau lögðu sig rofnuðu á Norðurlandi. Almenningur hafði til dæmis ekki farsímasamband þegar rafmagnið fór. Njáll segir þetta dæmi um hversu viðkvæm nútímatækni getur verið. „Tækni á Íslandi hefur breyst gríðarlega frá veðrunum 91 og 95, þegar síðast urðu gríðarlegar raforkutruflanir, þá vorum við með koparsíma þá. Ég velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar,“ segir Njáll. Tryggja þurfi varaafl hjá farsímasendum og gera fjarskipta fyrirtækjum kleift að samnýta varaflsbúnað. Samkeppnislög koma þó í veg fyrir það í dag. „Við verðum að skoða hvort þjóðaröryggishagsmunir eiga að ná lengra en það sem snýr að samkeppnishagsmunum í landinu.“
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira