Hollensku stelpurnar enduðu sigurgöngu Rússa og komust í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2019 10:00 Hollendingurinn Lois Abbingh fagnar sigri á móti Rússum í dag. EPA-EFE/HIROSHI YAMAMURA Holland endaði átta leikja sigurgöngu Rússa á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta þegar liðið vann eins marka sigur á Rússlandi í fyrri undanúrslitaleik keppninnar. Svartfjallaland hefur aldrei náð betri árangri en á þessu heimsmeistaramóti og sænsku stelpurnar léku sér af Þýskalandi í leiknum um sjöunda sætið. Undanúrslitaleikur Hollands og Rússlands var frábær skemmtun og endaði með 33-32 sigri Hollands. Laura Van Der Heijden skoraði sigurmarkið með gegnumbroti átján sekúndum fyrir leiklok. Anna Vyakhireva átti frábæran leik fyrir Rússa og skoraði 11 mörk í leiknum en hún var niðurbrotin í lokin eftir að hafa klikkað á lokaskoti leiksins. Rússar höfðu fyrir leikinn unnið alla átta leiki sína í keppninni og voru með augun á fyrsta heimsmeistaratitli sínum í tíu ár. Hollendingar enduðu þær vonir og Holland mætir annaðhvort Noregi eða Spáni í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn er á eftir. Hollensku stelpurnar byrjuðu bæði riðlakeppnina og keppnina í milliriðli á því að tapa en hafa komið sterkar til baka í bæði skiptin. Hollenska liðið vann meðal annars Noreg í milliriðlinum og liðin gætu mæst aftur í úrslitaleiknum takist Þóri Hergeirssyni og stelpunum hans að vinna sinn undanúrslitaleik á eftir. Estavana Polman var markahæst í hollenska liðinu með níu mörk en Lois Abbingh skoraði átta mörk. Hetjan í lokin, Laura Van Der Heijden, skoraði fimm mörk. Þetta verður í annað skiptið sem Holland spilar til úrslita á HM kvenna í handbolta en liðið tapaði á móti Noregi í úrslitaleiknum á HM í Danmörku 2015. Sænsku stelpurnar tryggðu sér sjöunda sætið með sannfærandi stórsigri á Þjóðverjum. Svíþjóð vann leikinn með ellefu marka mun, 35-24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 18-13. Þýsku stelpurnar voru reyndar 8-4 yfir í leiknum þegar þrettán mínútur voru liðnar en þá fór allt í baklás og Svíar unnu síðustu sautján mínútur fyrri hálfleiksins 14-5. Svíar komust síðan í 20-13 og 27-16 í upphafi seinni hálfleiksins og sænsku stelpurnar voru búnar að gera út um leikinn eftir 47 mínútur. Isabelle Gulldén var markahæst í sænska liðinu með sjö mörk þrátt fyrir að spila bara í rúmar átta mínútur. Hún kom bara inn á til að taka vítaköst og skoraði úr öllum sjö vítum sínum. Carin Strömberg og Jamina Roberts voru báðar með fjögur mörk og fimm stoðsendingar. Svartfjallaland endaði í fimmta sæti eftir tveggja marka sigur á Serbíu, 28-26, í nágrannaslag. Þetta er besti árangur kvennaliðs Svartfellinga á heimsmeistaramóti. Serbar byrjuðu vel, komust í 6-2 og voru 8-6 yfir þegar Svartfellingar skoruðu sex mörk í röð og tóku frumkvæðið. Svartfjallaland var 13-12 yfir í hálfleik og var síðan skrefi á undan nær allan seinni hálfleikinn.Undanúrslitaleikir: Rússland - Holland 32-33 Noregur - Spánn - seinna í dagLeikur um fimmta sætið: Serbía - Svartfjallaland 26-28Leikur um sjöunda sætið: Þýskaland - Svíþjóð 24-35 Handbolti Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport Fleiri fréttir HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Sjá meira
Holland endaði átta leikja sigurgöngu Rússa á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta þegar liðið vann eins marka sigur á Rússlandi í fyrri undanúrslitaleik keppninnar. Svartfjallaland hefur aldrei náð betri árangri en á þessu heimsmeistaramóti og sænsku stelpurnar léku sér af Þýskalandi í leiknum um sjöunda sætið. Undanúrslitaleikur Hollands og Rússlands var frábær skemmtun og endaði með 33-32 sigri Hollands. Laura Van Der Heijden skoraði sigurmarkið með gegnumbroti átján sekúndum fyrir leiklok. Anna Vyakhireva átti frábæran leik fyrir Rússa og skoraði 11 mörk í leiknum en hún var niðurbrotin í lokin eftir að hafa klikkað á lokaskoti leiksins. Rússar höfðu fyrir leikinn unnið alla átta leiki sína í keppninni og voru með augun á fyrsta heimsmeistaratitli sínum í tíu ár. Hollendingar enduðu þær vonir og Holland mætir annaðhvort Noregi eða Spáni í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn er á eftir. Hollensku stelpurnar byrjuðu bæði riðlakeppnina og keppnina í milliriðli á því að tapa en hafa komið sterkar til baka í bæði skiptin. Hollenska liðið vann meðal annars Noreg í milliriðlinum og liðin gætu mæst aftur í úrslitaleiknum takist Þóri Hergeirssyni og stelpunum hans að vinna sinn undanúrslitaleik á eftir. Estavana Polman var markahæst í hollenska liðinu með níu mörk en Lois Abbingh skoraði átta mörk. Hetjan í lokin, Laura Van Der Heijden, skoraði fimm mörk. Þetta verður í annað skiptið sem Holland spilar til úrslita á HM kvenna í handbolta en liðið tapaði á móti Noregi í úrslitaleiknum á HM í Danmörku 2015. Sænsku stelpurnar tryggðu sér sjöunda sætið með sannfærandi stórsigri á Þjóðverjum. Svíþjóð vann leikinn með ellefu marka mun, 35-24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 18-13. Þýsku stelpurnar voru reyndar 8-4 yfir í leiknum þegar þrettán mínútur voru liðnar en þá fór allt í baklás og Svíar unnu síðustu sautján mínútur fyrri hálfleiksins 14-5. Svíar komust síðan í 20-13 og 27-16 í upphafi seinni hálfleiksins og sænsku stelpurnar voru búnar að gera út um leikinn eftir 47 mínútur. Isabelle Gulldén var markahæst í sænska liðinu með sjö mörk þrátt fyrir að spila bara í rúmar átta mínútur. Hún kom bara inn á til að taka vítaköst og skoraði úr öllum sjö vítum sínum. Carin Strömberg og Jamina Roberts voru báðar með fjögur mörk og fimm stoðsendingar. Svartfjallaland endaði í fimmta sæti eftir tveggja marka sigur á Serbíu, 28-26, í nágrannaslag. Þetta er besti árangur kvennaliðs Svartfellinga á heimsmeistaramóti. Serbar byrjuðu vel, komust í 6-2 og voru 8-6 yfir þegar Svartfellingar skoruðu sex mörk í röð og tóku frumkvæðið. Svartfjallaland var 13-12 yfir í hálfleik og var síðan skrefi á undan nær allan seinni hálfleikinn.Undanúrslitaleikir: Rússland - Holland 32-33 Noregur - Spánn - seinna í dagLeikur um fimmta sætið: Serbía - Svartfjallaland 26-28Leikur um sjöunda sætið: Þýskaland - Svíþjóð 24-35
Handbolti Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport Fleiri fréttir HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Sjá meira