Fimmtungur fanga aftur í fangelsi innan tveggja ára Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. desember 2019 20:15 Búið er að dæma fimmtung þeirra fanga sem losna úr fangelsi aftur til fangelsisvistar innan tveggja ára. Sérstakur stýrihópur hefur verið settur á laggirnar til að reyna að draga úr endurkomum fanga í fangelsin. Félagsmálaráðherra tilkynnti um stýrihópinn þegar hann tók í dag við tillögum starfshóps um úrbætur í málefnum fanga. Starfshópurinn leggur til að föngum verði fylgt betur eftir. Þeir fái þannig betri ráðgjöf og þjónustu eftir að þeir eru dæmdir til fangelsisvistar. Þá fái þeir einnig betri þjónustu og ráðgjöf inni í fangelsunum og svo eftir að þeir losna út úr þeim. Listamaðurinn Tolli fór fyrir starfshópnum en hann hefur síðustu sautján ár farið reglulega inn í fangelsin til að hjálpa föngum. „Áttatíu níutíu prósent fanga, sem sagt skjólstæðinga stofnunarinnar, eru fíklar. Stór hluti þeirra áttatíu prósent þessar fíkla eru með áfallasögu. Tuttugu og fimm til þrjátíu prósent þeirra, er með, búa við áfallastreituröskun þannig að við erum þarna með mjög alvarlegt heilbrigðisvandamál og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við mætum þessum einstaklingum með velvild og kærleik,“ segir Tolli sem var formaður starfshópsins. Agnar Bragason var ráðgjafi starfshópsins.MYND/Baldur Starfshópurinn leggur til að sett verði á laggirnar sérstök Batahús sem fangar geti dvalið í þegar þeir losna úr fangelsi. Þar fái þeir tækifæri til að koma undir sig fótunum. „Þar sem að menn geta komið og búið í tvö ár með stuðningi og hjálp við að komast aftur út í samfélagið og hérna styrkja félagslegbönd og hérna stunda tólf spora starf og fara í nám eða vinnu, eitthvað svoleiðis. Það var allavega í mínu tilviki var það sem að skipti sköpum að ég fékk aðstoð,“ segir Agnar Bragason fyrrverandi fangi sem starfaði með starfshópnum. „Ég bind vonir við að á næstunni, eða á næsta árinu, þá munum við fara að sjá þessar breytingar fara að koma til framkvæmda. Sérstaklega í ljósi þess að allir hafa fallist á að fylgja þeim eftir,“ segir Ásmundur Daði Einarsson félagsmálaráðherra. Fangelsismál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Sjá meira
Búið er að dæma fimmtung þeirra fanga sem losna úr fangelsi aftur til fangelsisvistar innan tveggja ára. Sérstakur stýrihópur hefur verið settur á laggirnar til að reyna að draga úr endurkomum fanga í fangelsin. Félagsmálaráðherra tilkynnti um stýrihópinn þegar hann tók í dag við tillögum starfshóps um úrbætur í málefnum fanga. Starfshópurinn leggur til að föngum verði fylgt betur eftir. Þeir fái þannig betri ráðgjöf og þjónustu eftir að þeir eru dæmdir til fangelsisvistar. Þá fái þeir einnig betri þjónustu og ráðgjöf inni í fangelsunum og svo eftir að þeir losna út úr þeim. Listamaðurinn Tolli fór fyrir starfshópnum en hann hefur síðustu sautján ár farið reglulega inn í fangelsin til að hjálpa föngum. „Áttatíu níutíu prósent fanga, sem sagt skjólstæðinga stofnunarinnar, eru fíklar. Stór hluti þeirra áttatíu prósent þessar fíkla eru með áfallasögu. Tuttugu og fimm til þrjátíu prósent þeirra, er með, búa við áfallastreituröskun þannig að við erum þarna með mjög alvarlegt heilbrigðisvandamál og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við mætum þessum einstaklingum með velvild og kærleik,“ segir Tolli sem var formaður starfshópsins. Agnar Bragason var ráðgjafi starfshópsins.MYND/Baldur Starfshópurinn leggur til að sett verði á laggirnar sérstök Batahús sem fangar geti dvalið í þegar þeir losna úr fangelsi. Þar fái þeir tækifæri til að koma undir sig fótunum. „Þar sem að menn geta komið og búið í tvö ár með stuðningi og hjálp við að komast aftur út í samfélagið og hérna styrkja félagslegbönd og hérna stunda tólf spora starf og fara í nám eða vinnu, eitthvað svoleiðis. Það var allavega í mínu tilviki var það sem að skipti sköpum að ég fékk aðstoð,“ segir Agnar Bragason fyrrverandi fangi sem starfaði með starfshópnum. „Ég bind vonir við að á næstunni, eða á næsta árinu, þá munum við fara að sjá þessar breytingar fara að koma til framkvæmda. Sérstaklega í ljósi þess að allir hafa fallist á að fylgja þeim eftir,“ segir Ásmundur Daði Einarsson félagsmálaráðherra.
Fangelsismál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Sjá meira