Fótbolti

Segja Håland vera í Þýska­landi með Raiola

Anton Ingi Leifsson skrifar
Håland eftir tapið gegn Liverpool fyrr í vikunni.
Håland eftir tapið gegn Liverpool fyrr í vikunni. vísir/getty

Þýski miðillinn Ruhr Nachrichten og þýska útvarpsstöðin Radio 91,2 greina bæði frá því í morgun að norski framherjinn Erling Braut Håland sé lentur í Þýskalandi.

Miðlarnir segja frá því að norski framherjinn sé kominn til Þýskalands í viðræður við Dortmund með umboðsmanni sínum, hinum umdeilda Mino Raiola.

Håland, sem nú er á mála hjá Red Bull Salzburg, hefur farið algjörlega á kostum í Evrópuboltanum á leiktíðinni og skorað 28 mörk. Þar að auki hefur hann lagt upp sjö mörk.







Håland lék sína fyrstu Meistaradeildarleiki í vetur en Salzburg var í riðli með Liverpool, Napoli og Genk. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 8 mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. Þar af skoraði hann þrjú mörk í fyrsta leiknum.

Mörg stærstu lið Evrópu voru talinn fylgjast með þessum nítján ára gamla norska pilti en ef marka má þýska miðla eru líkur á að hann færi sig yfir til Þýskalands í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×