Carlo Ancelotti stýrði ítalska félaginu Napoli inn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en kvöldið endaði þó ekki vel fyrir Ítalann.
Napoli ákvað að reka Carlo Ancelotti þrátt fyrir að nokkrum tímum áður hefði hann stýrt Napoli til 4-0 sigurs á Genk.
Napoli fór áfram upp úr riðlinum ásamt Liverpool og er þegar búið að gera betur en í fyrravetur þegar liðið komst ekki í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Það sem vekur sérstaklega athygli við tímasetninguna og úrslitin er að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Carlo Ancelotti er rekinn eftir fjögurra marka sigur.
Carlo Ancelotti has now been sacked on two separate occasions immediately after winning a game by four goals. pic.twitter.com/watoFFi7q8
— ESPN FC (@ESPNFC) December 11, 2019
Carlo Ancelotti var einnig rekinn frá Real Madrid í maí 2015 þrátt fyrir að hafa stýrt Real Madrid til 7-3 sigur sá Getafe í leiknum á undan.
Ancelotti var aftur á móti rekinn frá Bayern München eftir 3-0 tap á móti Paris Saint Germain í Meistardeildinni.
Carlo Ancelotti hefur verið orðaður við ensku félögin Arsenal og Everton en hann starfaði síðst í ensku úrvalsdeildinni vorið 2011 þegar hann stýrði Chelsea.
Síðan hefur hann setið í stjórastólnum hjá mörgum af stærstu klúbbum heims eins og Paris Saint Germain, Real Madrid og Bayern München.
Carlo Ancelotti hafði verið með Napoli síðan í júlí 2018.