Tvísýnt um hvort fjölmiðlafrumvarp komist á dagskrá fyrir jól Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2019 13:24 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra leggur áherslu á að koma málinu á dagskrá fyrir jólafrí. Það á eftir að koma í ljós hvort það takist. visir/vilhelm Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var á dagskrá Alþingis á mánudaginn en var tekið af dagskrá eftir að stjórnarandstaðan greip á það ráð að sniðganga atkvæðagreiðslur til að reyna að hafa áhrif á dagskrá Alþingis þá daga sem eftir eru fram að jólahlé. Þar sem frumvarpið er seint fram komið þarf að samþykkja afbrigði til að taka málið til umfjöllunar. Ólíkt flestum öðrum málum sem voru á dagskrá á mánudaginn og ekki var hægt að greiða atkvæði um hefur fjölmiðlafrumvarpið ekki komist aftur inn á dagskrá þingsins, hvorki í gær né í dag, en atkvæðagreiðslum var einnig frestað í gær vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það þó stefnan að koma málinu á dagskrá svo það komist til nefndar fyrir jólafrí. En það gæti þó reynst erfitt. Bæði hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins lýst verulegum efasemdum um frumvarpið og þá þykir einhverjum innan stjórnarandstöðunnar illa farið með tímann að setja málið á dagskrá nú á lokametrunum fyrir jólafrí, þegar ekki ríkir einu sinni samstaða um málið innan stjórnarflokkanna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að óskað hafi verið eftir því að málið verði sett á dagskrá áður en þingið fer í jólafrí en samkvæmt starfsáætlun þingsins er ráðgert að síðasti þingfundur fyrir jól verði á föstudaginn. „Í nokkrum tilvikum hafa ráðherrar lagt áherslu á að koma málum til nefndar þó að þau verði ekki afgreidd fyrir áramót einfaldlega af því að það er mikilvægt að vinnan við þau hefjist og fjölmiðlafrumvarpið er eitt af þeim málum,“ segir Steingrímur. Búið sé að taka frá 400 milljónir króna í fjárlögum næsta árs til að styðja við einkarekna fjölmiðla og æskilegt sé að þingið geti sem fyrst hafist handa við þá vinnu að ákveða útfærsluna á því hvernig þeim fjármunum verður ráðstafað. „Þannig að það eru alveg efnisleg rök fyrir því að það væri æskilegt að vinnan við það mál geti hafist fyrr en seinna,“ segir Steingrímur. „Það kemur svo bara í ljós, við látum að sjálfsögðu ekki slíkt hafa forgang umfram þau mál sem beinlínis þurfa afgreiðslu fyrir áramót. Viðræður um þinglok standi yfir Líkt og áður segir sniðgekk stjórnarandstaðan atkvæðagreiðslur á mánudaginn í þeim tilgangi að reyna að fá einhver af sínum þingmannamálum á dagskrá fyrir jólafrí. Samkvæmt heimildum fréttastofu þykir mörgum innan stjórnarandstöðunnar lítið samráð hafa verið haft við þingflokka stjórnarandstöðunnar um dagskrána. Því kveðst þingforseti ósammála. „Það voru í gangi og eru í gangi samtöl þar sem þingflokksformenn sitja yfir því og eru þá fyrst og fremst að skoða þá stöðu málanna í nefndum og hvar þau eru á vegi stödd og hvort hægt er að ná utan um afgreiðslur og koma til móts við þessar óskir stjórnarandstöðunnar,“ sagði Steingrímur þegar fréttastofa ræddi við hann í gær. „Það hefur ekkert staðið á vilja til þess að ræða það en það er í sjálfu sér ekki komin niðurstaða í það,“ sagði Steingrímur. Hann kveðst þó nokkuð bjartsýnn á að það takist að halda starfsáætlun og ljúka haustþingi á föstudaginn.Sjá einnig: Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu „Satt best að segja ættu þessi þinglok að geta orðið auðveld því að við erum mjög vel á vegi stödd með tímanlega afgreiðslu fjárlaga og eiginlega öll fylgifrumvörp fjárlaganna eru núna út rædd og bíða bara atkvæðagreiðslu þannig að það eru þá önnur áramótatengd mál eða mál sem tengjast efndum á svonefndum lífskjarasamningi fyrst og fremst á lista yfir þau mál sem þarf að ljúka fyrir áramót,“ segir Steingrímur. Ef það gangi ekki eftir séu þó nokkrir dagar í viðbót til jóla sem hægt væri að nýta ef á þurfi að halda. „Við ættum til dæmis laugardaginn upp á að hlaupa ef að á honum þyrfti að halda, nú ef það dugar ekki þá er heil vika eftir fram að helginni fyrir Þorláksmessu.“ Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpið lagt fram á Alþingi Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag og hefur verið birt á vef Alþingis. 6. desember 2019 22:02 Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. 7. desember 2019 12:04 Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum Það veltur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvort fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, nái fram að ganga fyrir jól eða hvort hætt verður við löggjöfina að svo stöddu. 2. desember 2019 14:19 Stuttur tími til stefnu fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. 28. nóvember 2019 10:49 Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06 „Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45 Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var á dagskrá Alþingis á mánudaginn en var tekið af dagskrá eftir að stjórnarandstaðan greip á það ráð að sniðganga atkvæðagreiðslur til að reyna að hafa áhrif á dagskrá Alþingis þá daga sem eftir eru fram að jólahlé. Þar sem frumvarpið er seint fram komið þarf að samþykkja afbrigði til að taka málið til umfjöllunar. Ólíkt flestum öðrum málum sem voru á dagskrá á mánudaginn og ekki var hægt að greiða atkvæði um hefur fjölmiðlafrumvarpið ekki komist aftur inn á dagskrá þingsins, hvorki í gær né í dag, en atkvæðagreiðslum var einnig frestað í gær vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það þó stefnan að koma málinu á dagskrá svo það komist til nefndar fyrir jólafrí. En það gæti þó reynst erfitt. Bæði hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins lýst verulegum efasemdum um frumvarpið og þá þykir einhverjum innan stjórnarandstöðunnar illa farið með tímann að setja málið á dagskrá nú á lokametrunum fyrir jólafrí, þegar ekki ríkir einu sinni samstaða um málið innan stjórnarflokkanna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að óskað hafi verið eftir því að málið verði sett á dagskrá áður en þingið fer í jólafrí en samkvæmt starfsáætlun þingsins er ráðgert að síðasti þingfundur fyrir jól verði á föstudaginn. „Í nokkrum tilvikum hafa ráðherrar lagt áherslu á að koma málum til nefndar þó að þau verði ekki afgreidd fyrir áramót einfaldlega af því að það er mikilvægt að vinnan við þau hefjist og fjölmiðlafrumvarpið er eitt af þeim málum,“ segir Steingrímur. Búið sé að taka frá 400 milljónir króna í fjárlögum næsta árs til að styðja við einkarekna fjölmiðla og æskilegt sé að þingið geti sem fyrst hafist handa við þá vinnu að ákveða útfærsluna á því hvernig þeim fjármunum verður ráðstafað. „Þannig að það eru alveg efnisleg rök fyrir því að það væri æskilegt að vinnan við það mál geti hafist fyrr en seinna,“ segir Steingrímur. „Það kemur svo bara í ljós, við látum að sjálfsögðu ekki slíkt hafa forgang umfram þau mál sem beinlínis þurfa afgreiðslu fyrir áramót. Viðræður um þinglok standi yfir Líkt og áður segir sniðgekk stjórnarandstaðan atkvæðagreiðslur á mánudaginn í þeim tilgangi að reyna að fá einhver af sínum þingmannamálum á dagskrá fyrir jólafrí. Samkvæmt heimildum fréttastofu þykir mörgum innan stjórnarandstöðunnar lítið samráð hafa verið haft við þingflokka stjórnarandstöðunnar um dagskrána. Því kveðst þingforseti ósammála. „Það voru í gangi og eru í gangi samtöl þar sem þingflokksformenn sitja yfir því og eru þá fyrst og fremst að skoða þá stöðu málanna í nefndum og hvar þau eru á vegi stödd og hvort hægt er að ná utan um afgreiðslur og koma til móts við þessar óskir stjórnarandstöðunnar,“ sagði Steingrímur þegar fréttastofa ræddi við hann í gær. „Það hefur ekkert staðið á vilja til þess að ræða það en það er í sjálfu sér ekki komin niðurstaða í það,“ sagði Steingrímur. Hann kveðst þó nokkuð bjartsýnn á að það takist að halda starfsáætlun og ljúka haustþingi á föstudaginn.Sjá einnig: Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu „Satt best að segja ættu þessi þinglok að geta orðið auðveld því að við erum mjög vel á vegi stödd með tímanlega afgreiðslu fjárlaga og eiginlega öll fylgifrumvörp fjárlaganna eru núna út rædd og bíða bara atkvæðagreiðslu þannig að það eru þá önnur áramótatengd mál eða mál sem tengjast efndum á svonefndum lífskjarasamningi fyrst og fremst á lista yfir þau mál sem þarf að ljúka fyrir áramót,“ segir Steingrímur. Ef það gangi ekki eftir séu þó nokkrir dagar í viðbót til jóla sem hægt væri að nýta ef á þurfi að halda. „Við ættum til dæmis laugardaginn upp á að hlaupa ef að á honum þyrfti að halda, nú ef það dugar ekki þá er heil vika eftir fram að helginni fyrir Þorláksmessu.“
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpið lagt fram á Alþingi Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag og hefur verið birt á vef Alþingis. 6. desember 2019 22:02 Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. 7. desember 2019 12:04 Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum Það veltur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvort fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, nái fram að ganga fyrir jól eða hvort hætt verður við löggjöfina að svo stöddu. 2. desember 2019 14:19 Stuttur tími til stefnu fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. 28. nóvember 2019 10:49 Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06 „Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45 Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið lagt fram á Alþingi Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag og hefur verið birt á vef Alþingis. 6. desember 2019 22:02
Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. 7. desember 2019 12:04
Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum Það veltur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvort fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, nái fram að ganga fyrir jól eða hvort hætt verður við löggjöfina að svo stöddu. 2. desember 2019 14:19
Stuttur tími til stefnu fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. 28. nóvember 2019 10:49
Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06
„Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45
Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29