Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hrósaði mótherjum Liverpool í kvöld en Evrópumeistararnir unnu 2-0 sigur á Red Bull Salzburg á útivelli í Meistaradeildinni.
Með sigrinum komust meistararnir áfram í 16-liða úrslitin en í fyrri hálfleik byrjuðu Austurríkismennirnir af miklum krafti.
„Ég gæti ekki borið meiri virðingu en fyrir því sem Salzburg gerði hér í kvöld. Þvílíkt lið og þvílík ákefð. Þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði sá þýski eftir sigurinn í kvöld.
„En við vorum mættir og það er það sem ég elska við liðið mitt. Þeir byrjuðu vel og gerðu svo marga hluti vel í byrjun og hlaupandi á bakvið vörnina okkar en við fengum einnig mjög góð færi.“
"I couldn't have more respect for what Salzburg did here tonight. What a team, what an effort. It was a really tough game."
— Football on BT Sport (@btsportfootball) December 10, 2019
Jurgen Klopp was full of admiration for his opponents following Liverpool's 2-0 win over Salzburg
@DesKellyBTSpic.twitter.com/NdAAzMUbht
„Við vorum tilbúnir til þess að verjast. Það var mikil ákefð í leiknum og síðari hálfleikurinn þá gátu þeir ekki haldið uppi ákefðinni frá því í fyrri hálfleiknum og við skoruðum tvö mörk en hefðum getað skorað sex eða sjö.“
„Það er hins vegar allt í góðu að við gerðum það ekki því við unnum leikinn og riðilinn svo það er allt í fína,“ sagði sá þýski.