Akureyringar lagstir í híði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2019 15:30 Það var tómlegt um að lítast í miðbæ Akureyrar í dag. Segja má að Akureyringar séu lagstir í híði en fjölmargar verslanir lokuðu snemma og stór hluti þjónustu á vegum Akureyrarbæjar liggur niðri vegna veðurs. Mikil úrkoma hefur verið í allan dag á Akureyri og töluvert hvassviðri. Snjókoman hefur verið töluvert blaut og eru margar götur bæjarins orðnar illfærar. Þá er skyggni lélegt á milli húsa og ítrekar lögregla við bæjarbúa og nærsveitunga að halda sig heima fyrir, ekki síst í kvöld þegar gert er ráð fyrir að veðrið nái hámarki. Á Glerártorgi er afar tómlegt um að lítast en þar lokuðu fjölmargar verslanir fljótlega eftir hádegi vegna veðurs. Þá lokuðu allir leik- og grunnskólar bæjarins klukkan eitt auk þess sem að veðrið hefur haft áhrif á próftíð í framhaldsskólum bæjarins sem og Háskólanum á Akureyri. Bæði Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri verða lokaðir á morgun Svona var staðan klukkan tvö á Glerártorgi.Vísir/Tryggvi Páll Þá falla alla strætóferðir Akureyrar niður í kvöld og í fyrramálið vegna ofsaveðurs og ófærðar. Síðustu ferðirnar verða farnar á sjötta tímanum í dag. Í fyrramálið er gert ráð fyrir að það verði mikil ófærð í bænum og ekkert ferðaveður og er því ekki gert ráð fyrir strætóferðum fyrir hádegi. Þá var sundlaugum bæjarins og íþróttahúsum lokað klukkan tvö sem og Ráðhúsinu við Geislagötu og á skrifstofum fræðslusviðs, búsetusviðs og fjölskyldusviðs í Glerárgötu 26. Opnað verður eftir hádegi á morgun, miðvikudag, ef veður leyfir. Rósenborg, heimili samfélagssviðs og þar með talið Punktsins, félagsmiðstöðva og Ungmennahússins, hefur einnig verið lokað í dag. Staðan verður tekin aftur í fyrramálið. Þá verður heimaþjónusta Akureyrarbæjar með skertu sniði í kvöld og á morgun og er fólk beðið að sýna því skilning en nánari upplýsingar um lokanir má nálgast á vef bæjarins. Akureyri Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. 10. desember 2019 10:55 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Rafmagnslaust víða á Norðurlandi Rafmagnslaust er víða á Norðurlandi og Norðurlandi eystra vegna veðursins sem gengur yfir landið. 10. desember 2019 13:52 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Segja má að Akureyringar séu lagstir í híði en fjölmargar verslanir lokuðu snemma og stór hluti þjónustu á vegum Akureyrarbæjar liggur niðri vegna veðurs. Mikil úrkoma hefur verið í allan dag á Akureyri og töluvert hvassviðri. Snjókoman hefur verið töluvert blaut og eru margar götur bæjarins orðnar illfærar. Þá er skyggni lélegt á milli húsa og ítrekar lögregla við bæjarbúa og nærsveitunga að halda sig heima fyrir, ekki síst í kvöld þegar gert er ráð fyrir að veðrið nái hámarki. Á Glerártorgi er afar tómlegt um að lítast en þar lokuðu fjölmargar verslanir fljótlega eftir hádegi vegna veðurs. Þá lokuðu allir leik- og grunnskólar bæjarins klukkan eitt auk þess sem að veðrið hefur haft áhrif á próftíð í framhaldsskólum bæjarins sem og Háskólanum á Akureyri. Bæði Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri verða lokaðir á morgun Svona var staðan klukkan tvö á Glerártorgi.Vísir/Tryggvi Páll Þá falla alla strætóferðir Akureyrar niður í kvöld og í fyrramálið vegna ofsaveðurs og ófærðar. Síðustu ferðirnar verða farnar á sjötta tímanum í dag. Í fyrramálið er gert ráð fyrir að það verði mikil ófærð í bænum og ekkert ferðaveður og er því ekki gert ráð fyrir strætóferðum fyrir hádegi. Þá var sundlaugum bæjarins og íþróttahúsum lokað klukkan tvö sem og Ráðhúsinu við Geislagötu og á skrifstofum fræðslusviðs, búsetusviðs og fjölskyldusviðs í Glerárgötu 26. Opnað verður eftir hádegi á morgun, miðvikudag, ef veður leyfir. Rósenborg, heimili samfélagssviðs og þar með talið Punktsins, félagsmiðstöðva og Ungmennahússins, hefur einnig verið lokað í dag. Staðan verður tekin aftur í fyrramálið. Þá verður heimaþjónusta Akureyrarbæjar með skertu sniði í kvöld og á morgun og er fólk beðið að sýna því skilning en nánari upplýsingar um lokanir má nálgast á vef bæjarins.
Akureyri Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. 10. desember 2019 10:55 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Rafmagnslaust víða á Norðurlandi Rafmagnslaust er víða á Norðurlandi og Norðurlandi eystra vegna veðursins sem gengur yfir landið. 10. desember 2019 13:52 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. 10. desember 2019 10:55
Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37
Rafmagnslaust víða á Norðurlandi Rafmagnslaust er víða á Norðurlandi og Norðurlandi eystra vegna veðursins sem gengur yfir landið. 10. desember 2019 13:52
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15