Íslenskur róðrakappi vekur heimsathygli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2019 15:06 Róðrakapparnir velktust um í köldum sjónum. ap/Discovery Íslenski róðrakappinn Fiann Paul lauk merkisáfanga í siglingum í hópi sex manna en þeir reru yfir Drekasund á Suðurskautslandinu en það hefur aldrei áður verið gert án utanaðkomandi aðstoðar. Kapparnir kláruðu verkið á þrettán dögum en róið var allan sólarhringinn svo báturinn hvolfdist ekki í köldum sjónum. Árabáturinn sem þeir reru er um níu metrar á lengd og lár þannig að kaldur sjór gekk yfir mennina allan tímann. Lítill svefnfriður var á bátnum og þurftu mennirnir að kasta af sér í litla fötu sem þeir höfðu meðferðis. Þá skiptu þeir með sér róðravöktum, þrír menn reru í níutíu mínútur í senn á meðan hinir þrír reyndu að hvíla sig. Róðrinum lauk á jóladag og lögðu sexmenningarnir af stað frá syðsta odda Suður-Ameríku. Afrekið hefur vakið athygli á heimsvísu enda er hafsvæðið talið eitt það hættulegasta í heimi. Áhöfnin fékk nánast engan svefn í þá þrettán daga sem þeir reru.aðsend Fiann skrifar á heimasíðu sinni að hann hafi ákveðið að leggja í þessa ferð í apríl 2017 og fyrsti áhafnarmeðlimurinn var fundinn í september 2017. Áhöfnin var svo fullskipuð í apríl á þessu ári. Bandaríski jarðfræðingurinn Wayne Ranney hefur farið þessa leið á vélknúnum báti meira en fimmtíu sinnum en hann sagði í samtali við Time tímaritið að það væri með ólíkindum að þeim hafi tekist að fara þarna yfir með handafli. Þá er haft eftir Colin O‘Brady, einum sexmenninganna, að þeir séu mjög eftir sig. „Þetta var frekar svakalegt. Við misstum allir mikla líkamsþyngd og vorum með óráði sökum svefnleysis,“ sagði O‘Brady. Fiann leiddi leiðangurinn.aðsend Fiann hefur verið búsettur á Íslandi í rúman áratug og siglir hann undir íslenskum fána. Hann er einn fremsti róðrakappi heims og hefur sett mörg met. Í fyrradag skrifaði hann á vefsíðu sinni að vegna svefnleysis hafi þeir fengið ofskynjanir og þá heyri þeir helst í hundum gelta. „Ég hef oft reynt að skilja hvað veldur því að heilinn okkar velur þetta sérstaka hljóð en hef aldrei fundið vísindalega skýringu.“ Íslendingar erlendis Suðurskautslandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Íslenski róðrakappinn Fiann Paul lauk merkisáfanga í siglingum í hópi sex manna en þeir reru yfir Drekasund á Suðurskautslandinu en það hefur aldrei áður verið gert án utanaðkomandi aðstoðar. Kapparnir kláruðu verkið á þrettán dögum en róið var allan sólarhringinn svo báturinn hvolfdist ekki í köldum sjónum. Árabáturinn sem þeir reru er um níu metrar á lengd og lár þannig að kaldur sjór gekk yfir mennina allan tímann. Lítill svefnfriður var á bátnum og þurftu mennirnir að kasta af sér í litla fötu sem þeir höfðu meðferðis. Þá skiptu þeir með sér róðravöktum, þrír menn reru í níutíu mínútur í senn á meðan hinir þrír reyndu að hvíla sig. Róðrinum lauk á jóladag og lögðu sexmenningarnir af stað frá syðsta odda Suður-Ameríku. Afrekið hefur vakið athygli á heimsvísu enda er hafsvæðið talið eitt það hættulegasta í heimi. Áhöfnin fékk nánast engan svefn í þá þrettán daga sem þeir reru.aðsend Fiann skrifar á heimasíðu sinni að hann hafi ákveðið að leggja í þessa ferð í apríl 2017 og fyrsti áhafnarmeðlimurinn var fundinn í september 2017. Áhöfnin var svo fullskipuð í apríl á þessu ári. Bandaríski jarðfræðingurinn Wayne Ranney hefur farið þessa leið á vélknúnum báti meira en fimmtíu sinnum en hann sagði í samtali við Time tímaritið að það væri með ólíkindum að þeim hafi tekist að fara þarna yfir með handafli. Þá er haft eftir Colin O‘Brady, einum sexmenninganna, að þeir séu mjög eftir sig. „Þetta var frekar svakalegt. Við misstum allir mikla líkamsþyngd og vorum með óráði sökum svefnleysis,“ sagði O‘Brady. Fiann leiddi leiðangurinn.aðsend Fiann hefur verið búsettur á Íslandi í rúman áratug og siglir hann undir íslenskum fána. Hann er einn fremsti róðrakappi heims og hefur sett mörg met. Í fyrradag skrifaði hann á vefsíðu sinni að vegna svefnleysis hafi þeir fengið ofskynjanir og þá heyri þeir helst í hundum gelta. „Ég hef oft reynt að skilja hvað veldur því að heilinn okkar velur þetta sérstaka hljóð en hef aldrei fundið vísindalega skýringu.“
Íslendingar erlendis Suðurskautslandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira