Lektorinn ekki lengur í einangrun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. desember 2019 12:00 Frá aðgerðum lögreglu við heimili Kristjáns Gunnars á Þorláksmessukvöld. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, í gær en aflétti einangrun. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. Lögregla verst allra fregna af málinu og segir það vera á gríðarlega viðkvæmu stigi. Réttargæslumaður einnar kvennanna sem Kristján Gunnar er grunaður um að hafa brotið gegn segir áhyggjuefni að einangrun hafi verið aflétt. Kristján Gunnar var fyrst handtekinn á heimili sínu að Aragötu í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt aðfangadags grunaður um kynferðisbrot og að hafa svipt 24 ára gamla konu frelsi sínu í að minnsta kosti tíu daga. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku en síðan handtekinn aftur á heimili sínu á jólanótt og úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á sunnudag. Hann er grunaður um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum eftir að honum var sleppt úr haldi á aðfangadag.Sjá einnig: Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnar í gær en hann var ekki látinn sæta einangrun áfram. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhaldið rennur út á morgun en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort lögregla muni fara fram á á framlengingu. Sigríður Björk segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu þar sem það sé á gríðarlega viðkvæmu stigi. Farið verði yfir málið og þá gagnrýni sem fram hefur komið þegar það sé tímabært. Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður einnar kvennanna sem Kristján Grunnar er grunaður um að hafa brotið gegn, segist ekki hafa verið upplýst um að hann sé ekki lengur í einangrun. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af því. Það er ekki gott. Það er auðvitað þannig að einangrun skiptir miklu máli í upphafi rannsóknar máls, bæði til að koma í veg fyrir að sakborningur geti haft áhrif á vitni eða aðra samverkamenn og til að sakboringur geti ekki orðið til þess að gögn spillist og ég hefði talið í þessu tilfelli hefði verið mikilvægt að halda honum í einangrun, allavega fyrst um sinn. En eins og ég segi hefur lögregla ekki ennþá upplýst mig og minn umbjóðanda um þetta og það verði verði full ástæða til þess að mínu mati,“ segir Saga Ýrr. Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“ Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag 27. desember 2019 19:02 Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag. 27. desember 2019 18:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, í gær en aflétti einangrun. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. Lögregla verst allra fregna af málinu og segir það vera á gríðarlega viðkvæmu stigi. Réttargæslumaður einnar kvennanna sem Kristján Gunnar er grunaður um að hafa brotið gegn segir áhyggjuefni að einangrun hafi verið aflétt. Kristján Gunnar var fyrst handtekinn á heimili sínu að Aragötu í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt aðfangadags grunaður um kynferðisbrot og að hafa svipt 24 ára gamla konu frelsi sínu í að minnsta kosti tíu daga. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku en síðan handtekinn aftur á heimili sínu á jólanótt og úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á sunnudag. Hann er grunaður um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum eftir að honum var sleppt úr haldi á aðfangadag.Sjá einnig: Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnar í gær en hann var ekki látinn sæta einangrun áfram. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhaldið rennur út á morgun en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort lögregla muni fara fram á á framlengingu. Sigríður Björk segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu þar sem það sé á gríðarlega viðkvæmu stigi. Farið verði yfir málið og þá gagnrýni sem fram hefur komið þegar það sé tímabært. Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður einnar kvennanna sem Kristján Grunnar er grunaður um að hafa brotið gegn, segist ekki hafa verið upplýst um að hann sé ekki lengur í einangrun. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af því. Það er ekki gott. Það er auðvitað þannig að einangrun skiptir miklu máli í upphafi rannsóknar máls, bæði til að koma í veg fyrir að sakborningur geti haft áhrif á vitni eða aðra samverkamenn og til að sakboringur geti ekki orðið til þess að gögn spillist og ég hefði talið í þessu tilfelli hefði verið mikilvægt að halda honum í einangrun, allavega fyrst um sinn. En eins og ég segi hefur lögregla ekki ennþá upplýst mig og minn umbjóðanda um þetta og það verði verði full ástæða til þess að mínu mati,“ segir Saga Ýrr.
Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“ Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag 27. desember 2019 19:02 Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag. 27. desember 2019 18:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“ Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag 27. desember 2019 19:02
Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag. 27. desember 2019 18:30