Þrír karlmenn voru handteknir í heimahúsi í miðbænum í morgun, grunaðir um að hafa ekið á fimm bíla og stungið af.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um áreksturinn á sjöunda tímanum. Þar hafi menn í annarlegu ástandi verið sagðir hafa gengið burt. Þeir hafi svo verið handteknir skömmu síðar, grunaðir um áreksturinn og akstur undir áhrifum fíkniefna. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu.
Þá var tilkynnt um innbrot í gáma á vinnusvæði í Mosfellsbæ um áttaleytið í morgun. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.
Óku á fimm bíla og stungu af
