„Við sjáum hann ekkert stela þessu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2019 10:43 Verslun Hjálmars Torfasonar fagnar sextíu ára afmæli rekstursins á næsta ári. Vísir/vilhelm Gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var fyrir jól, grunaður um að hafa brotist inn í skartgripaverslun á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna, rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verður að öllum líkindum ekki farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Þá hafa skartgripirnir ekki komið í leitirnar en lögregla biðlar til nágranna að hafa augun opin fyrir þýfinu. Brotist var inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi snemma að morgni 20. desember. Téður maður var handtekinn skömmu síðar og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Leituðu vel í grennd við búðina Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að fjöldi lögreglumanna hafi leitað að skartgripunum í ruslatunnum og á öðrum vænlegum felustöðum í nágrenni verslunarinnar í síðustu viku en ekkert fundist. Þá hafi ekki tekist að sanna aðild mannsins að innbrotinu. „Hann er grunaður við rannsókn málsins, kemur snemma í ljós, og er þekktur síbrotamaður. Og þar af leiðandi kemur [hann] inn í mynd en ekki nógu sterkt. Við sjáum hann ekkert stela þessu,“ segir Guðmundur. Lögregla biðlar nú til íbúa á svæðinu í kringum verslunina að líta vel í kringum sig eftir skartgripum sem mögulega kunni að hafa verið faldir í skúmaskotum. Um er að ræða skartgripi af ýmsum gerðum. Torfi Hjálmarsson eigandi verslunarinnar sagði í samtali við Vísi fyrir jól að innbrotið hefði reynst sér afar þungbært. Aðkoman hefði verið ógeðsleg en aðaltjónið væri auðvitað fólgið í skartgripaþjófnaðinum. Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og fagnar sextíu ára afmæli rekstursins á næsta ári. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hræðilegt að milljónaverðmætum hafi verið stolið svona rétt fyrir jól Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. 20. desember 2019 12:56 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var fyrir jól, grunaður um að hafa brotist inn í skartgripaverslun á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna, rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verður að öllum líkindum ekki farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Þá hafa skartgripirnir ekki komið í leitirnar en lögregla biðlar til nágranna að hafa augun opin fyrir þýfinu. Brotist var inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi snemma að morgni 20. desember. Téður maður var handtekinn skömmu síðar og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Leituðu vel í grennd við búðina Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að fjöldi lögreglumanna hafi leitað að skartgripunum í ruslatunnum og á öðrum vænlegum felustöðum í nágrenni verslunarinnar í síðustu viku en ekkert fundist. Þá hafi ekki tekist að sanna aðild mannsins að innbrotinu. „Hann er grunaður við rannsókn málsins, kemur snemma í ljós, og er þekktur síbrotamaður. Og þar af leiðandi kemur [hann] inn í mynd en ekki nógu sterkt. Við sjáum hann ekkert stela þessu,“ segir Guðmundur. Lögregla biðlar nú til íbúa á svæðinu í kringum verslunina að líta vel í kringum sig eftir skartgripum sem mögulega kunni að hafa verið faldir í skúmaskotum. Um er að ræða skartgripi af ýmsum gerðum. Torfi Hjálmarsson eigandi verslunarinnar sagði í samtali við Vísi fyrir jól að innbrotið hefði reynst sér afar þungbært. Aðkoman hefði verið ógeðsleg en aðaltjónið væri auðvitað fólgið í skartgripaþjófnaðinum. Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og fagnar sextíu ára afmæli rekstursins á næsta ári.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hræðilegt að milljónaverðmætum hafi verið stolið svona rétt fyrir jól Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. 20. desember 2019 12:56 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Sjá meira
Hræðilegt að milljónaverðmætum hafi verið stolið svona rétt fyrir jól Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. 20. desember 2019 12:56