Fótbolti

Njósnari Fiorentina stað­festir að fé­lagið fylgist með Sverri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sverrir Ingi í landsleik.
Sverrir Ingi í landsleik. vísir/getty

Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður og varnarmaður PAOK í Grikklandi, er á óskalista ítalska liðsins Fiorentina.

Gríski miðillinn Sport24 greinir frá þessu en Fabrizio Bertucci, njósnari Fiorentina, staðfesti þetta í viðtali við miðilinn.

Fiorentina vill styrkja miðvarðarstöðuna í janúar og Sverrir er kominn til greina þar sem og hollenski miðvörðurinn Jeffrey Gouvelouev sem leikur með Augsburg.







Lokomotiv Moskva er einnig talið áhugasamt um Íslendinginn en það gæti reynst þeim erfitt að kaupa hann þar sem klásúla í samningi hans er 20 milljónir evra.

Sverrir átti erfitt uppdráttar eftir að hafa komið til PAOK frá Rostov en eftir meiðsli Fernando Varella greip hann heldur betur tækifærið.

Hann hefur byrjað síðustu tíu leiki og skorað í þeim fjögur mörk, þar á meðal tvö í síðasta leik, þar sem hann var valinn maður leiksins.

Fiorentina er í 15. sætinu á Ítalíu, þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið, en PAOK er á toppnum í Grikklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×